Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 30
32 fólk - viðtal 06. april 2018 K arl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, hefur komið víða við á sinni ævi. Hann rak veitingastað, átti og ritstýrði bæjarblaði, trommaði með rokkhljómsveitinni Gildrunni og braut blað í stjórnmálasögu landsins þegar hann sem odd- viti Vinstri grænna í Mosfells- bæ hóf meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Um tíma mátti hann þola miklar ofsókn- ir fyrir það og einnig hefur hann gengið í gegnum bæði gjaldþrot og lífshættuleg veikindi. Kristinn hjá DV ræddi við hann um þessa reynslu og hvað framtíðin ber í skauti sér. Í sveit og hljómsveit Karl er fæddur í Mosfellssveit árið 1964 og hefur búið þar alla tíð. Hann er yngstur sex barna hjónanna Tómasar Sturlaugs- sonar og Gerðar Lárusdóttur. Tómas var skólastjóri í Varm- árskóla og framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna og Gerður vann á símstöðinni og sem húsmóðir. Á uppvaxtar- árunum var Mosfellssveit að- eins lítið þorp og fjölskyldan bjó í fyrstu eiginlegu götunni, Markholti. „Við vorum alger- ir sveitalubbar og mér finnst á mörgum Mosfellingum að þeir vilji halda í þá rómantík að ein- hverju leyti. Þarna eru ekki nema örfá skref út í ósnortna náttúru.“ Hvernig krakki varst þú? „Ég held að ég hafi verið þokka- lega viðráðanlegur en ég var samt sendur í sveit,“ segir hann og brosir. „Í sex sumur var ég send- ur norður í Mývatnssveit á bæ sem heitir Baldursheimur. Það var yndislegt að fara í sveitina og gott fólk þar en ég man að það var svolítið krítískur tími þarna á vorin þegar ég var að fara. Þá var fótboltinn að byrja og unglinga- vinnan og allt að lifna við í Mos- fellssveitinni en ég var þá sendur í aðra sveit.“ Karl fór snemma að hafa áhuga á tónlist og spilaði með lúðrasveit Mosfellssveitar. Það voru trommurnar sem áttu hug hans allan og seinna fór hann að spila með rokkhljómsveit- um. Draumurinn var að starfa við áhugamálið og „meikaða“. Gildran var hljómsveit Mos- fellsbæjar Á unglingsárunum stofnaði Karl meðal annars hljómsveitina Partý með bræðrunum Þórhalli og Hjalta Úrsus Árnasyni, sem spil- uðu á bassa og hljómborð, og söngvaranum Einari S. Ólafssyni, betur þekktum sem Einari átta- villta. Skömmu síðar kom Birgir Haraldsson inn sem söngvari og gítarleikari en Hjalti og Ein- ar hurfu á brott. Nafninu var síð- ar breytt í Gildran og bandið varð sífellt rokkaðra. Við þremenning- ana bættist síðar, Sigurgeir Sig- mundsson gítarleikari og starf- aði með Gildrunni allt til enda. Fyrirmyndirnar voru rokksveit- ir áttunda áratugarins á borð við bresku sveitina Uriah Heep sem var í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Herbergið mitt var þakið plag- götum af Uriah Heep og ég límdi mynd af trommara sveitarinnar á fyrsta trommusettið mitt sem ég fékk í fermingargjöf.“ Gildran starfaði samfleytt í þrjátíu ár og gaf út sjö hljóm- plötur. Á ferlinum hitaði hljóm- sveitin meðal annars upp fyrir erlendar stórstjörnur á borð við Nazareth, Status Quo, Jethro Tull og sjálfa Uriah Heep. „Við vor- um metnaðarfullir, æfðum stíft og spiluðum mikið á tónleikum. Aldrei náðum við jafn miklum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kalli Tomm skók stjórnmálin og sigraðist á krabbameini: „Ég hélt að lífið væri bara búið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.