Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 30
32 fólk - viðtal 06. april 2018 K arl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, hefur komið víða við á sinni ævi. Hann rak veitingastað, átti og ritstýrði bæjarblaði, trommaði með rokkhljómsveitinni Gildrunni og braut blað í stjórnmálasögu landsins þegar hann sem odd- viti Vinstri grænna í Mosfells- bæ hóf meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Um tíma mátti hann þola miklar ofsókn- ir fyrir það og einnig hefur hann gengið í gegnum bæði gjaldþrot og lífshættuleg veikindi. Kristinn hjá DV ræddi við hann um þessa reynslu og hvað framtíðin ber í skauti sér. Í sveit og hljómsveit Karl er fæddur í Mosfellssveit árið 1964 og hefur búið þar alla tíð. Hann er yngstur sex barna hjónanna Tómasar Sturlaugs- sonar og Gerðar Lárusdóttur. Tómas var skólastjóri í Varm- árskóla og framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna og Gerður vann á símstöðinni og sem húsmóðir. Á uppvaxtar- árunum var Mosfellssveit að- eins lítið þorp og fjölskyldan bjó í fyrstu eiginlegu götunni, Markholti. „Við vorum alger- ir sveitalubbar og mér finnst á mörgum Mosfellingum að þeir vilji halda í þá rómantík að ein- hverju leyti. Þarna eru ekki nema örfá skref út í ósnortna náttúru.“ Hvernig krakki varst þú? „Ég held að ég hafi verið þokka- lega viðráðanlegur en ég var samt sendur í sveit,“ segir hann og brosir. „Í sex sumur var ég send- ur norður í Mývatnssveit á bæ sem heitir Baldursheimur. Það var yndislegt að fara í sveitina og gott fólk þar en ég man að það var svolítið krítískur tími þarna á vorin þegar ég var að fara. Þá var fótboltinn að byrja og unglinga- vinnan og allt að lifna við í Mos- fellssveitinni en ég var þá sendur í aðra sveit.“ Karl fór snemma að hafa áhuga á tónlist og spilaði með lúðrasveit Mosfellssveitar. Það voru trommurnar sem áttu hug hans allan og seinna fór hann að spila með rokkhljómsveit- um. Draumurinn var að starfa við áhugamálið og „meikaða“. Gildran var hljómsveit Mos- fellsbæjar Á unglingsárunum stofnaði Karl meðal annars hljómsveitina Partý með bræðrunum Þórhalli og Hjalta Úrsus Árnasyni, sem spil- uðu á bassa og hljómborð, og söngvaranum Einari S. Ólafssyni, betur þekktum sem Einari átta- villta. Skömmu síðar kom Birgir Haraldsson inn sem söngvari og gítarleikari en Hjalti og Ein- ar hurfu á brott. Nafninu var síð- ar breytt í Gildran og bandið varð sífellt rokkaðra. Við þremenning- ana bættist síðar, Sigurgeir Sig- mundsson gítarleikari og starf- aði með Gildrunni allt til enda. Fyrirmyndirnar voru rokksveit- ir áttunda áratugarins á borð við bresku sveitina Uriah Heep sem var í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Herbergið mitt var þakið plag- götum af Uriah Heep og ég límdi mynd af trommara sveitarinnar á fyrsta trommusettið mitt sem ég fékk í fermingargjöf.“ Gildran starfaði samfleytt í þrjátíu ár og gaf út sjö hljóm- plötur. Á ferlinum hitaði hljóm- sveitin meðal annars upp fyrir erlendar stórstjörnur á borð við Nazareth, Status Quo, Jethro Tull og sjálfa Uriah Heep. „Við vor- um metnaðarfullir, æfðum stíft og spiluðum mikið á tónleikum. Aldrei náðum við jafn miklum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kalli Tomm skók stjórnmálin og sigraðist á krabbameini: „Ég hélt að lífið væri bara búið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.