Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 52
54 6. apríl 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 25. nóv. 1971 Lausn við oki hármissis S umarið 1990 fram- kvæmdi Rafn Ragnars- son lýtalæknir fyrstu hárígræðsluna á Íslandi. Á þeim tíma var hármissir mun meira feimnismál en nú og þeir fáir sem þorðu að krúnuraka sig til að mæta vandanum. Til að leysa hárþynningu höfðu margir karlmenn gripið til þess ráðs að greiða yfir skalla eða fá sér hárkollur. Rafn flutti hins vegar þessa nýju ígræðslu- tækni inn frá Svíþjóð þar sem hann var áður starfandi. Nokkr- ar aðferðir voru notaðar en sú algengasta fólst í að taka hár- rætur úr efstu lögum húðar á vanga eða hnakka og færa niður í neðri lögin á vandræðasvæð- inu. Notast var við staðdeyfingu og bati nokkuð hraður. Þrítug- ur maður sem fór í fyrstu að- gerðina hér sagðist hafa verið plataður í mörg ár með heilsu- lyfjum og sjampói. „Líf mitt hef- ur gjörbreyst enda var ég í al- gjörri sálarflækju í mörg ár.“ Pétur Rögnvaldsson í Hollywood-mynd Á rið 1959 kom út kvik- myndin Journey to the Center of the Earth, byggð á skáldsögu Jules Verne. Í myndinni léku stórleik- arar á borð við James Mason og Pat Boone en vegna þess að sagan gerist að mestu leyti á Ís- landi var fenginn innfæddur maður til að leika leiðsögu- manninn Hans Bjelke, nokkuð einfaldan mann sem átti öndina Geirþrúði sem gælu- dýr. Pétur Rögnvaldsson frjáls- íþróttamaður var fenginn til verksins en hann var búsettur í Kaliforníu. Hann þótti túlka hlutverkið svo vel að honum var boðinn langtímasamning- ur í Hollywood sem hann hafn- aði. Pétur, sem kallaði sig Peter Ronson, keppti í 110 metra grindahlaupi á Ólympíuleikun- um í Róm. Hann lést árið 2007. Á ður en Fjölnir Geir Braga- son varð þekktasti húðflúr- ari landsins komst hann í fréttirnar fyrir algerlega óskylt málefni. Árið 1983, þegar hann var aðeins 18 ára gamall, var hann fangelsaður í Hegningar- húsinu fyrir hundahald. Ekki nóg með það þá hafði hundurinn sem um ræðir aðstoðað lögregluna við að finna lík manns sem leitað var að. Fjölnir ræddi við DV um þetta undarlega mál. Fann til með manninum Árið 1924 var hundahald alfarið bannað í Reykjavík með reglu- gerð. Smalahundar og aðrir þarfa- hundar voru þó leyfðir á lögbýl- um. Á þeim tíma var sjaldgæft fólk héldi hunda sem gæludýr. En eft- ir því sem víðsýni landans óx á 20. öldinni gætti meiri óánægju með þetta ástand og sífellt fleiri vildu fá að halda hund í borginni. Árið 1973 lögsótti hundaeigandi í Reykja- vík borgarstjórn fyrir bannið og taldi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum sínum sem vörðuðu friðhelgi einkalífs. Eigandinn náði ekki sínu fram með lögsókninni og óánægja borgarbúa jókst með hverju árinu. Tíu árum eftir máls- höfðunina komst hreyfing á málið þegar hinn ungi Fjölnir fór í sinn afdrifaríka göngutúr. Fjölnir segir: „Ég var á göngu í Öskjuhlíðinni að æfa hundinn minn Pete sem var þá ekki nema hálfs árs hvolp- ur af Labrador-kyni. Pete þennan fékk ég hjá breska sendiráðinu. Klukkan var átta um kvöld í miðj- um febrúar og jafnfallinn snjór yfir öllu. Allt í einu fann hann ein- hverja lykt og tók á rás alla leið nið- ur að þeim stað þar sem veitinga- húsið Nauthóll er í dag. Ég elti sporin þar til ég kom að rjóðri. Þar sá ég fætur manns standa út und- an rjóðrinu og ég sá að hann var látinn.“ Hvernig varð þér við að sjá þetta? „Hann hafði augljóslega svipt sig lífi og ég fann til með honum þegar ég sá hann.“ Prinsippmál að borga ekki sektina Fjölnir fór heim til sín og ætl- aði ekki að segja neinum frá því sem hann hafði fundið. Lög- reglan hafði verið að fylgjast með honum á gangi með hundinn og keyrði þá oft hægt framhjá. Þetta fannst Fjölni bæði skrýtin og óþægileg hegðun lögreglunnar. „Mamma sá strax að það var eitthvað að eftir að ég kom heim. Hún hringdi í lögregluna sem kom og sótti mig og fór með mér að Öskjuhlíðinni og ég sýndi þeim hvar hundurinn hafði fundið manninn. Þá komst ég að því að lögreglan hafði verið að leita að honum í nokkra daga eftir að hann strauk af stofnun. Þeir sögðu jafn framt við mig að hundahald væri bannað en að ég fengi nú undanþágu fyrir fund- inn.“ Skömmu síðar fékk Fjölnir hins vegar sekt sem hljóðaði upp á sex þúsund krónur. En honum var gefinn 2.000 króna afsláttur vegna ungs aldurs. Hann ákvað að greiða ekki sektina og sitja heldur af sér skuldina með viku fangels- isvist samkvæmt kvaðningu. Var prinsippmál að borga ekki? „Já. Mér fannst þetta mjög ósanngjarnt. Ég var aðeins átján ára strákur og átti enga peninga. Hundurinn hafði hjálpað lög- reglunni við að finna líkið og ég átti svo að greiða sekt.“ Fjölnir og faðir hans settust niður og reiknuðu út að vistin yrði ágætis tímakaup miðað við það starf sem Fjölnir vann á þeim tíma, en þá vann hann sum- arvinnu í Árbæjarsafni við að setja upp girðingar. Fjölnir sat inni fyrir hundahald 18 ára gamall eftir að hvolpur hans fann lík Húðflúrari og píslarvottur hundaeigenda í Reykjavík Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.