Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 37
Flutningar 06. april 2018 KYNNINGARBLAÐ Ég byrjaði með einn bíl, árið 2016 voru þetta 2–3 bílar en síðan þá hefur þetta aukist stöðugt, í dag erum við með fimm bíla og það eru tveir nýir á leiðinni fyrir sumarið,“ segir Stefán Þór Jónsson, bílstjóri og eigandi flutningafyrirtækisins Á ferð og flugi. Starfsemin hefur dafnað jafnt og þétt undanfarin misseri en þegar fyrirtækið var stofnað í mars árið 2015 var bara einn flutningabíll í eigu þess. „Við erum aðallega í vöruflutning- um, keyrum fyrir Samskip, Eimskip og Vörumiðlun. Við sjáum líka um allan áætlunarakstur með vörur á Mývatn frá Akureyri, fyrir bæði Eimskip og Samskip. Þetta eru mikið matvörur, byggingarvörur og síðan ýmislegt fleira,“ segir Stefán, en bílstjórar fyrir- tækisins fara einnig oft milli Akureyrar og Seyðisfjarðar í tengslum við ferðir ferjunnar Norrænu. Elti ástina til Akureyrar Stefán Þór Jónsson er Reykvíkingur en flutti til Akureyrar fyrir tveimur árum, tók með sér eitthvað af verk- efnum sem hann var með í Reykja- vík og síðan hefur starfsemin bara vaxið: „Ég byrjaði með flutningabíl í Reykjavík en kærastan mín er héðan, hún vildi flytja norður og ég sló til og ákvað að sjá hvort ég fengi eitthvað að gera hér. Ég tók með mér hluta af vinnunni norður, Smyrilline-verk- efnin fyrir norðan og svo var ég alltaf að keyra fyrir Samskip og Eimskip í Reykjavík líka, ég sagði þeim að ég væri að flytja mig norður og það var ekkert mál.“ Bílstjórarnir hjá fyrirtækinu eru nú orðnir samtals fimm. Stefán Þór Jónsson og unnusta hans, Sigríður Þorsteinsdóttir, keyra bæði hjá fyr- irtækinu en auk þeirra eru þrír aðrir bílstjórar í fullu starfi. „Við höfum bara stækkað stig af stigi í samræmi við verkefnastöðuna hverju sinni. Síðasta sumar vorum við í raun með of fáa bíla þannig að við erum að bæta við bílum núna til að anna örugglega verkefn- um komandi sumars,“ segir Stefán. Eins og komið hefur fram hér keyrir Á ferð og flugi mikið fyrir stór og þekkt flutningafyrirtæki en Stefán hefur áhuga á samstarfi við fleiri aðila: „Við erum bara verktaki og keyrum fyrir hvern sem er,“ segir Stefán en þeir sem hafa áhuga á að nýta sér flutn- ingaþjónustu hans geta hringt í síma 789-1060, sent tölvupóst á netfangið stebbij@gmail.com eða haft samband í gegnum Facebook- síðuna https://www.facebook.com/ aferdogflugi/ Á FERð og Flugi: Stækkandi flutningafyrirtæki á landsbyggðinni FlutNiNguR.iS: Traustur félagi í flutningum Flutningur.is er gróin sendibíla-stöð sem hefur veitt trausta þjónustu í þrjá áratugi og hefur yfir að ráða afar fjölbreyttum bílaflota fyrir hin ýmsu verkefni. Auk þess er stöðin með öll nauðsynleg léttitæki sem þörf er á við flutn- inga, hvort sem er á búslóðum eða við vöruflutninga. Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla sem henta bæði í lítil og stór verkefni. Bílstjórarnir eru reynslumiklir og færir og leggja sig fram um að veita góða þjónustu. Þeir sem standa í búslóðaflutningum geta treyst því að búslóðin sé flutt hratt en af var- kárni á milli staða. Vöruflutningar Flutningur.is sér um að losa gáma hjá skipafélögum og koma vörunni til fyrirtækja og einstaklinga. Hægt er að flytja tvo gáma í einu og losa þá við húsdyr fyrirtækja og einstaklinga fyrir mjög hagstætt verð. Flutningur.is hefur yfir að ráða góðum gámalyftum og ýmsum öðrum hjálparbúnaði við flutninga og fylgist vel með nýjungum og þróun tækjabúnaðar á þessu sviði. Ef þú þarft að flytja eitthvað, stórt eða lítið, búslóð, vörur eða eitthvað annað, þá er Flutningur.is líklega mjög heppilegur kostur fyrir þig. Nánari upplýsingar eru á vefsíð- unni flutningur.is og í síma 575-3000. Nokkur góð ráð varðandi flutninga frá Flutningi.is: 1. Sankaðu að þér sterkum kössum í nokkrum stærðum. Einnig er gott að hafa eftirfarandi við höndina þegar pakkað er: kúluplast, dagblöð, skæri, sterkt límband og góðan merkipenna. 2. Pakkaðu þungum hlutum, eins og bókum, í minni kassa svo þeir verði ekki of þungir. Í stærri kössum skulu þyngri hlutir vera neðst og þeir léttari efst. Pakkið hverjum hlut í dagblöð eða kúluplast ef þeir eru viðkvæmir. Ef of rúmt er um hluti í kassanum, fylltu þá upp í hann með dagblöðum eða öðru slíku. 3. Pakkaðu öllu því sem á að fara í sama herbergi í sama kassa og merktu hann herberginu. taktu fyrir eitt herbergi í einu, pakkaðu fyrst litlum munum til að koma þeim frá. Merktu utan á kassann hvað er í honum. 4. Pakkaðu og merktu sérstaklega þá kassa sem opna á fyrst af öllum þegar komið er á áfangastað. Í kass- anum eiga að vera ómissandi hlutir sem notaðir voru fram á síðasta dag, líkt og uppþvottalögur, klósettpappír, plastdiskar og hnífapör og ýmislegt það sem fjölskyldan þarf að nota áður en hægt er að taka upp úr öllum kössunum. 5. Þegar stærri hlutir eru teknir í sundur, líkt og borð, hillur og skápar, er gott að geyma verkfæri í einum vel merktum poka eða kassa til að auð- velda samsetningu á nýja staðnum. Skrúfum er gott að tylla og jafnvel líma aftur í þau göt sem þær eiga að vera í. 6. Settu allan rafeindabúnað eins og fjarstýringar, millistykki og straum- breyta á einn stað. 7. Staflaðu kössunum þegar búið er að loka þeim. gott er að nýta eitt her- bergi undir kassana, þannig er hægt að klára að þrífa hinn hluta hússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.