Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 8
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og Öryrkjabandalag
Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Styrkir eru veittir til:
• Öryrkja vegna hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms
í hvers konar listgreinum.
• Einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með
þroskahömlun.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu ÖBÍ, obi.is. Einnig er hægt að nálgast
eyðublöð á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi
síðar en 28. maí. Allar nánari upplýsingar gefa
Kristín Margrét Bjarnadóttir, kristin@obi.is, eða
starfsmenn móttöku hjá ÖBÍ, mottaka@obi.is,
og í síma 530 6700.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
6
5
4
9
Námssjóður
Sigríðar Jónsdóttur
Styrkumsóknir 2018
Aðalfundur FTR verður haldinn
miðvikudaginn 18. apríl 2018, kl. 17.00,
á Stórhöfða 31, fjórðu hæð
DAGSKRÁ:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Samþykkt reikninga
3. Lagabreytingar.
4. Kosningar.
5. Tillaga að sameiningu við
Félag sýningarmanna við kvikmyndahús.
9. Önnur mál.
Reykjavík 7. apríl 2018
Kveðja, stjórnin
AÐALFUNDUR 2018
1 Fjögur lögregluútköll á
skólaball MS
2 Haukar kvarta til KKÍ: Segja
högg Brynjars hafa
verið viljandi
3 IKEA byrjar að selja rafhjólin í
dag
4 Ágúst slapp frá Taílandi með
mútum
5 Vala fékk engin læk í heila þrjá
mánuði
Mest lesið
umhverfismál Veiðifélag Víðidals-
ár mótmælir „öllum hugmyndum
um útgáfu eldisleyfa á norskum
kynbættum laxi í opnum sjókvíum
bæði á Vestfjörðum og Austfjörð-
um“, eins og segir í ályktun aðal-
fundar félagsins.
Þá segir fundurinn að Hafrann-
sóknastofnun „leggist gegn stjórn-
lausu laxeldi í sjókvíum“ og telji
að það geti stórskaðað villta laxa-
stofna. Bent er á nálægð við verð-
mætar laxveiðiár allt í kringum
landið og mikil náttúruverðmæti
sem séu í húfi.
„Fundurinn átelur Skipulags-
stofnun fyrir hringlandahátt svo
sem í Ísafjarðardjúpi, þegar stofn-
unin dró til baka álit sitt nýverið
þar sem stofnunin lagðist gegn fyrir-
huguðu laxeldi,“ segja veiðifélags-
menn og skora á Guðmund Inga
Guðbrandsson umhverfisráðherra
að sitja ekki hjá í málinu. – gar
Leggjast gegn eldisleyfum
Hestar á göngu við Víðidalsá í Húnavatnssýslu. Fréttablaðið/GVa
stjórnsýsla Vandamál innan
stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs hafa
gert hana óstarfhæfa, segir áheyrnar-
fulltrúinn Snorri Ingimarsson hjá
Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT)
í bókun á stjórnarfundi þjóðgarðs-
ins. Snorri gagnrýnir vinnubrögð
stjórnar og stjórnarformanninn,
Ármann Höskuldsson. Ármann vísar
aðfinnslum á bug.
„Athugasemdir útivistarfólks snúa
að vinnubrögðum við breytingar á
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir
þjóðgarðinn. Sérstaklega hvernig
íþyngjandi ákvæði eru komin þar
inn án eðlilegrar umfjöllunar,“ segir
Snorri. Útgáfan sem liggi nú til kynn-
ingar sé ekki í samræmi við ákvarðan-
ir stjórnar og ábendingum og kröfum
SAMÚT um að málefnið verði tekið
á dagskrá á stjórnarfundi hafi ekki
verið svarað. Meðal breytinga sem
SAMÚT hafi fundið og ekki hafi verið
gerð grein fyrir, sé breytingartillaga
frá félaginu sem stjórn hafði sam-
þykkt en hafi ekki verið færð í skjalið
sem liggur til kynningar.
„SAMÚT telur eðlilegt að kynn-
ingarferlið verði stöðvað og undir-
búningsvinna endurtekin með
eðlilegri umfjöllun,“ segir Snorri
sem vill að öðru leyti ekki tjá sig
um bókunina. Segir hann hana
ekki snúast um fólk. „Hins vegar
þarf að takast á við afleiðingar
framangreindra vinnubragða og
stöðva þetta gallaða umsagnar-
ferli,“ segir Snorri og útilokar
ekki að málið endi með
kæru. Betra væri ef
stjórnin sæi að sér.
„Hann hefur
verið þarna í
skæruhernaði
vegna þess
að það var ekki samþykkt að hleypa
sumarakstri á Vonarskarð. Það er
ekkert útilokað að það verði síðar,
Stjórnunar- og verndaráætlun er ekki
eilíft plagg,“ segir Ármann og vísar
ásökunum og aðfinnslum fulltrúa
SAMÚT til föðurhúsanna. Ármann
segir Snorra verða að eiga það við sig
vilji hann vaða í manninn í
stað málefnis. Vísar hann
þar til bókunar Snorra
um meinta óviðeig-
andi framkomu hans,
Ármanns, sem stjórnar-
formanns í garð fulltrúa
SAMÚT.
„Áætlunin er komin
í kynningu og hverjum
og einum er opið
að gera athuga-
s e m d i r v i ð
skjalið eins
og það er.
Það er ekkert
óeðlilegt við
þetta.“
mikael@
fretta
bladid.is
Stjórn þjóðgarðsins
sögð nánast óstarfhæf
Áheyrnarfulltrúi Samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs segir
upplausnarástand ríkja í stjórninni. Gerir alvarlegar athugasemdir við vinnu-
brögð stjórnar þjóðgarðsins. Stjórnarformaður vísar ásökununum á bug.
Ármann
Höskuldsson.
Snorri
ingimars
son hjá
SaMÚt.
1 4 . a p r í l 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
5
-9
D
F
4
1
F
7
5
-9
C
B
8
1
F
7
5
-9
B
7
C
1
F
7
5
-9
A
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
1
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K