Fréttablaðið - 14.04.2018, Síða 10
TÖLUM SAMAN
TAKTU ÞÁTT
LÝSA - UPPLÝSANDI HÁTÍÐ
UM MÁLEFNI SAMFÉLAGSINS
7.-8. september 2018
Menningarhúsinu Hofi - Akureyri
Á hátíðinni, sem áður gekk undir nafninu
Fundur fólksins, á sér stað upplýsandi
samtal milli ólíkra aðila og er ljósi varpað á
mikilvæg málefni. Hátíðin er vettvangur sem
eflir traust og byggir brýr milli hagsmuna-
hópa með beinum samskiptum þeirra á milli.
Taktu þátt og láttu þína rödd heyrast.
Skráning fer fram á heimasíðu hátíðarinnar,
www.lysa.is.
Stór jafnt sem lítil samtök úr öllum áttum
hafa nýtt sér hátíðina til að koma sínum
málefnum á framfæri. Má nefna Samtök
Atvinnulífsins, ASÍ, Neytendasamtökin og
alla stjórnmálaflokka landsins.
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Hvað er í
matinn?
299 kr.stk.
Gestus rautt pestó, 200 g
498 kr.stk.
Mjólka fetaostur í kryddolíu, 300 g
Þú finnur
uppskriftina á
kronan.is/
uppskriftir
K
o
rt
er
í
4
1799 kr.kg
Krónu Kjúklingabringur ferskar
SÝRLAND Eftir meinta efnavopna-
árás sýrlenska stjórnarhersins á
almenna borgara í Douma fyrir viku
hefur togstreitan á milli Rússa og
Sýrlendinga annars vegar og Vestur-
landa hins vegar magnast.
Donald Trump Bandaríkjafor-
seti hefur kallað Bashar al-Assad
Sýrlandsforseta skepnu og þá hefur
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
verið lastaður fyrir bandlag sitt við
„skepnuna Assad“.
Rússar sögðu hins vegar í gær
að árásin hefði verið sviðsett. Ígor
Konasjenkov, talsmaður varnar-
málaráðuneytisins, sagðist hafa
sannanir fyrir aðkomu Breta að
árásinni. Þeirri fullyrðingu hafna
Bretar. Segja um ógeðfellda og aug-
ljósa lygi að ræða.
Trump hefur heitið loftárásum á
skotmörk í Sýrlandi, fyrr eða síðar,
og heldur opnum möguleikanum á
frekari aðgerðum.
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, fékk í gær stuðning
ríkisstjórnar sinnar til að ráðast í
hernaðaraðgerðir með bæði Banda-
ríkjamönnum og Frökkum. Þá hefur
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, tilkynnt um að Frakkar séu
að íhuga téðar loftárásir.
Ljóst er að hin meinta efnavopna-
árás hefur endurvakið áhuga Trumps
á því að taka þátt í stríðinu í Sýrlandi.
Stuttu fyrir árás síðustu viku hafði
hann tjáð sig um að Bandaríkin
myndu yfirgefa Sýrland bráðlega.
Bandaríkin hafa verið með um
2.000 manna herlið í Sýrlandi sem
hefur einna helst aðstoðað Kúrda
í baráttunni gegn hryðjuverka-
samtökunum sem kenna sig við
íslamskt ríki. Rússar eru taldir vera
með að minnsta kosti tvöfalt fleiri
hermenn, og mun meira af her-
gögnum, þar í landi.
Hinn nýi áhugi á baráttunni gegn
Assad-stjórninni þykir áhyggjuefni
enda ekki góðs viti ef Bandaríkin
og Rússar takast á með jafn beinum
hætti og gæti gerst í Sýrlandi.
Þá hafa deilurnar um Skrípal-
málið og um meint afskipti Rússa
af bandarísku forsetakosningunum
enn frekar aukið á togstreituna.
Nokkur sáttatónn var hins vegar
kominn í ýmsa þjóðarleiðtoga í gær
og ljóst að lítill vilji er í alþjóðasam-
félaginu fyrir þessum átökum stór-
veldanna í vestri og austri, Banda-
ríkjanna og Rússlands.
Þannig sagði Macron frá því í gær
að hann hefði rætt við Pútín í síma. Í
símtalinu hefði hann lýst áhyggjum
sínum af versnandi ástandi í Sýr-
landi. Hann hafi aukinheldur kallað
eftir frekari viðræðum við Moskvu.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, hefur tekið sér stöðu
einhvers konar sáttasemjara í mál-
inu. Sagði hann frá því í gær að hann
hefði rætt við Trump og Pútín um
möguleg skref sem hægt væri að
taka í átt að friði í Sýrlandi. Sagði
hann kollegum sínum til syndanna,
ekki væri boðlegt að auka enn á tog-
streituna í Sýrlandi.
Greina mátti sáttatón frá Rússum
í gær. María Sakarova, talsmaður
rússneska utanríkisráðuneytisins,
sagði að ekki mætti leyfa beinum
átökum stórveldanna að brjótast
út á jörðu niðri í Sýrlandi.
„Það er árið 2018 og við höfum alls
konar möguleika til samskipta. Við
getum leyst allt með viðræðum, bara
með því að taka upp símann eða
senda skilaboð. Ég held að það sé
ákjósanlegast að leysa deilumál með
viðræðum, ekki valdi,“ hafði rúss-
neski miðillinn RT eftir Sakarovu
sem benti þó á að Rússar myndu
verja sig, gerðu Bandaríkin árás.
Þá hefur Vassilí Nebensía, sendi-
herra Rússa hjá SÞ, sagt að það sé í
algjörum forgangi að fyrirbyggja
stríð stórveldanna. Málflutningur
Bandaríkjamanna sé hættulegur
og ógni stöðugleika alþjóðasam-
félagsins.
Þrátt fyrir þennan litla vilja til
átaka var mikill hiti í fundi öryggis-
ráðs SÞ í gær. Antonio Guterres,
framkvæmdastjóri SÞ, opnaði fund-
inn með því að vara við því að kalda
stríðið væri snúið aftur af fullum
mætti. Á fundinum tókust þau
Nebensía og Nikki Haley, sendiherra
Bandaríkjanna, einna helst á.
thorgnyr@frettabladid.is
Eldfimt ástand en lítill
vilji fyrir stórveldastríði
Bandaríkjamenn og Rússar standa hvorir andspænis öðrum í Sýrlandi. Vestur-
lönd búa sig undir hernaðaraðgerðir eftir meinta efnavopnaárás. Rússar segja
árásina sviðsetta. Mikill vilji fyrir því að fyrirbyggja bein átök stórveldanna.
Assad og Pútín vaka yfir hermönnum stjórnarhersins í Idlib. NORDICPHOTOS/AFP
Auglýsing um kosningu
vígslubiskups í Skálholti
Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur, í samræmi við starfsreglur um
kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017, ákveðið að
síðari umferð kosninga til vígslubiskups í Skálholti fari fram dagana
23. apríl til og með 7. maí 2018, en um er að ræða póstkosningu.
Eftirtaldir eru í kjöri:
Séra Eiríkur Jóhannsson,
Séra Kristján Björnsson.
Um kosningarrétt við kjör vígslubiskups er fjallað í 4., sbr. 3. gr.
fyrrgreindra starfsreglan.
Sá sem telur sig eiga að vera á kjörskrá getur kannað á þar til gerðu
vefsetri hvort nafn hans er á kjörskrá, sjá nánar á vefsíðunni kirkjan.is.
Við aðgang að vefsetrinu skal nota rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár
Íslands
Reykjavík, 13. apríl 2018
f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar
Hjördís Stefánsdóttir, formaður.
1 4 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
5
-9
9
0
4
1
F
7
5
-9
7
C
8
1
F
7
5
-9
6
8
C
1
F
7
5
-9
5
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
8
s
_
1
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K