Fréttablaðið - 14.04.2018, Side 18
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Á meðan þeir
sem stýra
heilbrigðis-
málum fara
svona með þá
fjármuni sem
varið er í
málaflokkinn
er ekki hægt
að halda því
fram að það
skorti fé. Hér
er einfaldlega
illa farið með
fé.
Taugavísindi sýna að við erum ekki með sál.“ Svo skrifar heilaskurðlæknirinn Henry Marsh í bók sinni Do No Harm. „Sjálfið, tilfinningar
okkar og hugsanir, ást okkar á öðrum, vonir og
væntingar, hatur og ótti deyr þegar heilinn í okkur
deyr.“
Í vikunni átti ég miða á fyrirlestur Breska húman-
istafélagsins með fyrrnefndum Marsh. Ég var mætt
snemma og í stað þess að halda beint inn í sam-
komusalinn og tryggja mér gott sæti ákvað ég
að fara í göngutúr. Lá nokkuð á? Hversu margir
hygðust eyða vorkvöldi í vangaveltur um endanleika
dauðans? Svarið reyndist vera: Fleiri en maður hefði
haldið.
Fullt var út úr dyrum. Þar sem ég kúldraðist á
aftasta bekk varð mér hugsað til páskamessu biskups
Íslands sem fram fór í Dómkirkjunni rúmri viku fyrr.
Ég hafði séð brot úr messunni í sjónvarpsfréttum
Ríkisútvarpsins. Svo vandræðalega tóm var kirkjan
að ekki einu sinni forhertasta trúleysingja var stætt á
öðru en að sjá aumur á biskupi.
Dómkirkja – Tómkirkja. Trúuðum fer fækkandi.
Mannkynið hefur þó hvergi nærri snúið baki við
stóru lífsspurningunum eins og fjöldinn á fyrirlestri
heilaskurðlæknisins ber vitni um. Raunvísindafólk
leitar í auknum mæli svara við þeim í hinum efnis-
lega veruleika.
Hver erum við?
Um síðustu helgi hélt Sævar Helgi Bragason stjörnu-
fræðikennari tölu við borgaralega fermingu í Reykja-
nesbæ. Fjallaði hann um það hvernig „öll frumefnin
í líkömum okkar – járnið í blóðinu, kolefnið í vöðv-
unum og kalkið í beinunum – urðu til þegar stærstu
stjörnurnar í alheiminum sprungu og dreifðu
innyflum sínum um geiminn, svo að nýjar stjörnur,
eins og sólin okkar og jörðin og lífið, gátu fæðst úr
öskustónni.“ Eða eins og stjörnufræðingurinn Carl
Sagan orðaði það: „Við erum öll gerð úr stjörnuryki.“
En ef það er ekkert líf eftir dauðann?
„Dauðinn er dökka undirlagið sem spegill þarf að hafa
til að maður sjái eitthvað í honum.“ Svo lýsti rithöf-
undurinn Saul Bellow tilgangi dauðans.
Trúleysingjar eru gjarnan spurðir að því hvernig
þeir setji annan fótinn fram fyrir hinn telji þeir að
vegferðin leiði aðeins að ókleifum grjótvegg. Eðlis-
fræðingurinn Alan Lightman telur dauðann þvert á
móti gera lífið aðkallandi. Í bók sinni Einstein’s Dream
segir hann að án dauðans „liggur ekki á að skrá sig í
háskólanám, læra nýtt tungumál, lesa Voltaire eða
Newton, sækjast eftir stöðuhækkun, finna ástina og
eignast börn. Ef við höfum óendanlega mikinn tíma
getum við gert allt – en allt má líka bíða.“
En ef lífið er ekki kraftaverk?
Vísindin sýna að lífið er sannarlega kraftaverk. Ekki þó
í þeim skilningi að það sé yfirnáttúrulegt.
„Við munum öll deyja og það er mesta lán okkar,“
segir líffræðingurinn Richard Dawkins í bók sinni
Unweaving the Rainbow. „Flest fólk mun aldrei deyja
því það mun aldrei fæðast. Fjöldi þeirra einstaklinga
sem hefðu getað verið hér í stað mín en mun aldrei
verða til er meiri en fjöldi sandkorna á Arabíuskaga ...
Mögulegar samsetningar á DNA-efni okkar eru miklu
fleiri en fólkið sem mun nokkurn tímann fæðast.“
Efnisheimurinn er töfraveröld bjartari en himna-
ríki. Hann sýnir okkur að við erum lánsöm og einstök,
býður von og boðar kærleik. Á flestum sviðum mann-
lífsins förum við þó enn á mis við boðskap hans.
Í vikunni var trúleysingi í fyrsta sinn skipaður í
stöðu „aðal-sjúkrahússprests“ á spítala í Bretlandi.
Húmanisti var ráðinn í stað prests vegna síaukinnar
eftirspurnar eftir sálgæslu fyrir sjúklinga og aðstand-
endur sem standa utan við trúfélög.
Aðeins helmingur Íslendinga kveðst trúaður; biskup
predikar yfir tómu húsi. En á Landspítalanum starfa
níu prestar og djáknar við sálgæslu. Hver sinnir hinum
helmingi þjóðarinnar?
Dómkirkja – Tómkirkja
Áætluð útgjöld ríkissjóðs til heilbrigðismála á þessu ári eru 209 milljarðar króna, um 26% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Fjórða hver króna af útgjöldum ríkissjóðs fer því í þennan mikilvæga málaflokk og það skiptir
okkur öll máli hvernig þessum fjármunum er varið.
Í öllum samanburði er íslenskt heilbrigðiskerfi
gott, þó svo að margt megi bæta. Þing og þjóð virðast
sammála um mikilvægi heilbrigðismála og öflugir
talsmenn halda því fram að verja þurfi mun meiri
fjármunum í heilbrigðiskerfið. Rökstuðningurinn er til
dæmis biðlistar eftir hinum ýmsu aðgerðum og marg-
þættri þjónustu.
Hlutverk og markmið ríkissjóðs þegar kemur
að útgjöldum er að fá bestu mögulegu þjónustu á
hagkvæmasta verðinu. Þetta á við um öll innkaup
ríkisins, hvaða nafni sem þau nefnast. Þeir sem ráðstafa
almannafé þurfa að vanda sig og fara vel með.
Þegar svo miklir fjármunir eru í húfi sem hér um ræðir
kemur gjarnan upp ágreiningur um stefnur og leiðir.
Sumir telja að heilbrigðiskerfið eigi að vera rekið að öllu
leyti af hinu opinbera; meðan aðrir telja einkarekstur
vera af hinu góða. Fyrir þjóðina skiptir hins vegar mestu
máli að fá bestu mögulegu þjónustuna á hagkvæmasta
verðinu. Við viljum ekki sóa peningum þegar kemur að
útgjöldum. Það á líka við um útgjöld til heilbrigðismála.
Þjóðin eldist og nú færist í aukana að fólk fari í lið-
skiptaaðgerðir. Skipt er um liði, hnjáliði eða mjaðmar-
liði til þess að auka lífsgæði fólks. Aðgerðirnar eru
meðal annars framkvæmdar á Landspítalanum. Ekki
eru framkvæmdar nógu margar aðgerðir til að anna
öllum sjúklingum og því er til kunnuglegur biðlisti. Þeir
sem eru tilbúnir að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerð,
geta látið framkvæma liðskiptaaðgerð á hné fyrir um
1,2 milljónir króna hjá einkarekinni heilbrigðisþjón-
ustu. Þeir sem ekki eiga kost á að greiða fyrir aðgerð
þurfa að bíða, en þó er sá möguleiki að ef biðin er of
löng og sjúklingur líður kvalir er hægt að fá aðgerðina
gerða í Svíþjóð. Í þeim tilvikum greiðir ríkissjóður
fyrir sjúklinginn, auk kostnaðar við ferðir. Ætla má að
kostnaður fyrir ríkissjóð við flýtimeðferð í Svíþjóð sé
um tvöfaldur á við aðgerð hér heima.
Það sérstaka við fyrirkomulagið í þessu tilviki er að
ríkissjóður er tilbúinn að greiða tvöfalt verð fyrir lið-
skiptaaðgerð á hné, sem framkvæmd er á einkarekinni
stofu í Svíþjóð, heldur en hann er tilbúinn að greiða ef
hann léti framkvæma fleiri aðgerðir á Landspítalanum,
eða léti einkaaðila á Íslandi framkvæma aðgerðina.
Hér má halda því fram að með því að færa eina að-
gerð frá Svíþjóð til Íslands getum við framkvæmt tvær
aðgerðir hér, tveir fyrir einn. Á meðan þeir sem stýra
heilbrigðismálum fara svona með þá fjármuni sem
varið er í málaflokkinn er ekki hægt að halda því fram
að það skorti fé. Hér er einfaldlega illa farið með fé.
Hvort sem þingmenn eða stjórnendur heilbrigðis-
mála á Íslandi aðhyllast einkarekstur eða opinberan
rekstur, þá hljóta þeir að sammælast um að nýta þá
fjármuni sem fara í málaflokkinn á skynsamlegan hátt.
Spyrja má hvort víðar sé farið með fjármuni á þennan
hátt?
Heilbrigð sóun?
1 4 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
5
-6
C
9
4
1
F
7
5
-6
B
5
8
1
F
7
5
-6
A
1
C
1
F
7
5
-6
8
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
1
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K