Fréttablaðið - 14.04.2018, Qupperneq 59
Deildarstjóri fjárstýringar
Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn leitar nú að kraftmiklum og reynslumiklum
einstaklingi til að sinna starfi deildarstjóra fjárstýringar. Sýn er nýtt heiti á sameinuðu
félagi Vodafone og 365 miðla. Helstu verkefni snúa að lausafjárstýringu félagsins,
utanumhaldi um sjóðsstreymisspá og gjaldeyrisjöfnuð ásamt því að bera ábyrgð á
innheimtu félagsins. Viðkomandi mun einnig sjá um stýringu einingarinnar og
starfsmannamál ásamt ýmsum öðrum fjármálatengdum verkefnum.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í viðskiptafræði eða önnur menntun / reynsla sem nýtist í starfi.
• Reynsla af fjármálum er nauðsynleg.
• Þekking á rekstri fyrirtækja æskileg.
• Miklir samskiptahæfileikar, jákvæðni og metnaður.
Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl nk.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á radningar.syn.is
Staða skólastjóra við Réttarholtsskóla
Skóla- og frístundasvið
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Réttarholtsskóla.
Réttarholtsskóli er í Bústaðahverfi í Reykjavík og er unglingaskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Í skólanum eru um 400 nemendur
og starfsmenn eru liðlega 50. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi.
Einkunnarorð skólans eru virðing – virkni – vellíðan og áhersla er lögð á að bjóða nemendum upp á nám við hæfi, fjölbreytt
námsval og skólaanda sem einkennist af virðingu, jákvæðni og samvinnu allra sem skólanum tilheyra. Skólinn er þátttakandi í
Olweusaráætluninni gegn einelti og kannanir hafa ítrekað leitt í ljós góðan árangur á því sviði. Skólinn er í grónu hverfi og gott
samstarf er við foreldra og nærumhverfi.
Mikilvægt er að skólastjóri hafi skýra sýn á leiðir sem hann vill fara til að viðhalda jákvæðum skólabrag og vinna að vellíðan og
velferð allra nemenda.
Leitað er að einstaklingi sem veitt getur skólasamfélaginu öllu, nemendum jafnt sem starfsfólki, virka og öfluga forystu og
verið fyrirmynd um vandvirkni, metnað og áherslu á árangur.
Meginhlutverk skólastjóra er að:
• Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við
aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s.ráðningum, vinnu -
tilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.
• Frumkvæði, skipulagshæfni og metnaður í starfi.
• Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla
á grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar
í skólastarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Færni í áætlunargerð og fjármálastjórnun.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða
framsækna skólaþróun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
Umsókn fylgi greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfs-
heitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2018. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2018.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélag og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands.
Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir,
mannauðsstjóri, sími 411-1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og
að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100
Uppsetning
og viðhald á
iðnaðarhurðum
Óskum eftir að ráða öflugan starfsmann við
uppsetningu og viðhald á iðnaðarhurðum.
Viðkomandi þarf að vera handlaginn,
vandvirkur, með ríka þjónustulund
og geta unnið sjálfstætt.
Talað og lesið íslensku og hafa bílpróf.
Umsóknir sendist á
joi@hedinshurdir.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
1
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
7
5
-E
3
1
4
1
F
7
5
-E
1
D
8
1
F
7
5
-E
0
9
C
1
F
7
5
-D
F
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
8
s
_
1
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K