Fréttablaðið - 14.04.2018, Síða 88

Fréttablaðið - 14.04.2018, Síða 88
Á afmælinu mínu í fyrra setti ég mér lestraráskorun um að lesa eina bók á viku næsta árið. Það hefur verið frábært en stundum líka erfitt að standa við þá áskorun. Hulda Jónsdóttir Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Hörpu sem haldnir eru á sunnudögum í vetur. MYND/EYÞÓR Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari koma fram á tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum í Hörpu um helgina. Þær kynntust við nám í Listaháskóla Íslands (LHÍ) fyrir ára- tug og hafa leikið reglulega saman frá árinu 2011. Að þessu sinni flytja þær tvær sónötur eftir W.A. Mozart, Duo Concertant eftir Igor Strav insky og Sónötu eftir Sergei Prok ofiev. Hulda segir, aðspurð hvers vegna þessi verk hafi verið valin, að þær hafi rætt það fyrir um ári hversu leiðinlegt það væri hvað píanó- og fiðlusónöturnar eftir Mozart heyrðust sjaldan á tónleikum nú til dags. „Í kjölfarið fórum við að hugsa hvaða verk myndu passa vel við Mozart en samt sem áður veita ákveðna andstæðu. Þá lá nýklassík frá fyrri hluta 20. aldar beint við þar sem þar er um að ræða ákveðinn skyldleika hvað uppbyggingu og hugmyndafræði varðar. Tón- málið er að mörgu leyti djarfara og þróaðra í rússnesku verkunum enda nánast 200 ár milli þess sem þau voru skrifuð og mikið vatn runnið til sjávar í heims- og tónlistar- sögunni.“ Byrjaði ung Hulda ólst upp í Hveragerði og um skamman tíma í Bandaríkjunum. Hún byrjaði að læra á fiðlu fjögurra ára gömul og eftir diplómapróf frá LHÍ hélt hún til New York þar sem hún fékk inngöngu í hinn virta Juilliard-listaháskóla. „Þar var ég í sex ár og kláraði Master of Music vorið 2015. Þá ákvað ég að það væri kominn tími til að skipta um umhverfi og flutti til Þýskalands og hef búið þar síðan. Raunar er ég mikið á ferðinni og held að ég hafi ekki náð því að vera lengur en þrjár vikur á sama stað í meira en tvö ár.“ Hulda segir Jane, meðleikara sinn, vera mikla ofurkonu en hún spilar bæði á píanó og fiðlu. „Jane flutti til Íslands frá Indónesíu til þess að læra á fiðlu hjá kennaranum mínum, Guðnýju Guðmundsdóttur, og lærði reiprennandi íslensku hraðar en nokkur sem ég hef kynnst. Hún ákvað síðar að leggja meiri áherslu á píanóið en skipti ekki fyrr en hún var búin að ná þeim áfanga að verða fyrsti og eini nemandi LHÍ til að ljúka lokaprófi á tvö hljóðfæri.“ Miklar annir fram undan Það er sannarlega engin logn- molla kringum Huldu. „Brjálæðið heldur bara áfram, sýnist mér. Ég kem aftur til Íslands tvisvar í vor til að spila á tónleikum og tek þátt í verkefnum í Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Rússlandi og Skotlandi með alls konar skemmtilegu fólki. Þar má m.a. nefna gæluverkefni mitt, strengjakvintett sem heitir Wooden Elephant og inniheldur nokkra af bestu vinum mínum, en við spilum umritanir á heilum plötum eftir listamenn úr öðrum stefnum en klassík. Næst á dagskrá er ný umritun á plötunni Kid A eftir Radiohead.“ Hvað er best að fá í morgunmat um helgar? Ég er voðalega hrifin af öllu með avókadó og eggjum, nýbökuð- um croissants, ferskum appelsínu- eða greipaldinsafa og nóg af kaffi. Helst cappuccino. Ef þú vilt gera vel við þig í mat og drykk um helgi, hvað verður fyrir valinu? Það fer eftir því hvaða stuði ég er fyrir en mér finnst nánast allur matur góður. Ef mig langar til þess að vera í hollari kantinum er ég mjög hrifin ef alls konar grænum söfum og acai- og smooth ie-skálum. En eitthvað einfalt eins og góð steik eða fiskur með fersku og vel elduðu grænmeti og glasi af góðu víni klikkar aldrei. Ertu nammigrís? Já, ólæknandi. Ég uppgötvaði Nóa kropp með pipar- dufti síðast þegar ég var heima og það endaði með því að bróðir minn þurfti nánast að fela það fyrir mér. Hvernig er draumahelgin? Ef ég hef nokkra daga í fríi eru eftirfarandi hlutir mikilvægir: að sofa nóg, borða vel, tala við þá sem mér þykir vænt um og að gera eitthvað sem ég geri ekki dagsdaglega, hvort sem það er að fara á safn eða sýningu sem ég hef ekki farið á áður, fara í langan göngutúr eða fjallgöngu, horfa á nýjan þátt eða mynd, lesa góða bók, elda flóknari kvöldmat en venjulega og vera eins lítið í símum og tölvum og mögulegt er. Ef um draumahelgi væri að ræða myndu þessir hlutir eiga sér stað á einhverjum skemmti- legum stað, annaðhvort í Frakklandi eða á Spáni, og að sjálfsögðu væri veðrið gott. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég ólst að mestu leyti upp við klassík og það er og verður minn heimavöllur en ég er alæta á alla tónlist sem hefur eitthvað að segja. Þó er ég oft komin með nóg af tónlist eftir að vera búin að grúska í henni allan daginn og finnst þá góð tilbreyting að hlusta á ekkert. Annars finnst mér oft gott mótvægi að hlusta á eitthvað annað en klassík. Hvaða áhugamál áttu utan tónlist- ar? Ég hef skokkað nokkuð reglulega í átta ár og reyni alltaf að gefa mér tíma til þess þar sem það tæmir og róar hugann og heldur líkamanum í formi. Hitt áhugamál mitt er lestur en ég hef alltaf verið frekar mikill bókaormur. Á afmælinu mínu í fyrra setti ég mér lestraráskorun um að lesa eina bók á viku næsta árið. Það hefur verið frábært en stundum líka erfitt að standa við þá áskorun. Þá kemur sér vel að eiga stundum inni mikið hangs í lestum og flugvélum til þess að koma sér aftur á strik. Ertu spennt fyrir HM í fótbolta í sumar? Í allri hreinskilni þá skil ég hvorki upp né niður í fótbolta en finnst mjög spennandi að Ísland sé að taka þátt og mun örugglega horfa á þá leiki sem við spilum. Ég horfi alltaf þegar Ísland keppir á stórmótum í öllum íþróttum og þá veldur þjóðarstoltið því á einhvern undarlegan hátt að ég skil betur það sem fram fer. Þá verð ég stressuð fyrir hönd íslensku keppendanna og fer að grenja, hvort sem við töpum eða vinnum. Brjálæðið heldur bara áfram Fiðluleikarinn Hulda Jónsdóttir les eina bók á viku og er ólæknandi nammigrís. Hún kemur fram á tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar um helgina í Hörpu ásamt Jane Ade Sutarjo píanóleikara. „Ég ólst að mestu leyti upp við klassík og það er og verður minn heimavöll- ur en ég er alæta á alla tónlist sem hefur eitt- hvað að segja,“ segir Hulda Jónsdóttir fiðlu- leikari. MYND/ NATALIE DERYN JOHNSSON SUMARGRILL Veglegt sérblað Fréttablaðsins um sumargrill kemur út 19. apríl nk. Allt sem hugsast getur varðandi grillið í sumar. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . A p R í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 5 -E C F 4 1 F 7 5 -E B B 8 1 F 7 5 -E A 7 C 1 F 7 5 -E 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.