Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2018, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 14.04.2018, Qupperneq 108
Kanadíski rithöfund-urinn Iain Reid er staddur hér á landi en fyrsta skáldsaga hans, Ég er að spá í að slútta þessu, er komin út í íslenskri þýðingu hjá bókaforlaginu Veröld. Reid er sann- arlega ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands en á liðnum árum hefur hann reglulega komið hingað til lands til að heimsækja systur sína, Elizu Reid, núverandi forsetafrú, eiginmann hennar og börn þeirra. „Heima í Kanada spyr fólk mig, for- eldra mína og bróður: Hvarflaði ein- hvern tíma að ykkur að Eliza yrði forsetafrú á Íslandi? Svarið er: Auð- vitað ekki! Við vitum hversu mjög hún nýtur þess að búa á Íslandi og hversu vel hún er að standa sig í nýju hlutverki,“ segir Reid. Hann segist ætíð hafa mikla ánægju af að koma til Íslands. „Þess vegna gladdi það mig þegar Bjarni Þorsteinsson útgefandi lýsti yfir áhuga sínum á að gefa skáldsögu mína út á íslensku.“ Persónuleg skáldsaga Ég er að spá í að slútta þessu er fyrsta skáldsaga Reids, en hann hefur áður sent frá sér tvær minningabækur. Sagan snýst um Jake og kærustu hans sem heimsækja foreldra hans sem búa á afskekktum bóndabæ. Ósögð ógn liggur í loftinu og les- andinn fær snemma á tilfinninguna að engri persónu sé fullkomlega treystandi. Dómar hafa verið lof- samlegir og í dómi Chicago Tribune sagði: „Snarpasta og frumlegasta bókmenntalega spennusaga sem skrifuð hefur verið í langan tíma.“ „Það er hægt að flokka þessa skáldsögu á ýmsa vegu og ég vil leyfa hverjum og einum lesanda að túlka hana á sinn hátt. Hún er sálfræðileg, sumt í henni minnir á hryllingssögur og annað er bók- menntalegs og heimspekilegs eðlis,“ segir Reid. „Þegar ég var að leggja lokahönd á hana kom mér á óvart hversu persónuleg hún er. Ég hef skrifað tvær aðrar bækur, minninga- bækur, en þótt þær fjalli um sjálfan mig og fjölskyldumeðlimi mína þá eru þær ekki ofur persónulegar. Þetta er fyrsta skáldsaga mín og hún er afar persónuleg. Í þessari bók er sagan sjálf skáldskapur en ég er að skrifa um hluti sem ég hef mikinn áhuga á. Þarna set ég til dæmis í for- grunn heimspekikenningar sem ég kynntist í heimspekikúrsum skóla og hristu upp í mér á sínum tíma. Ég er meðal annars að fjalla um ein- angrun, hvaða áhrif samskipti hafa á okkur og hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Ég er vonandi að skrifa um hluti sem fólk getur tengt við.“ Sterk viðbrögð Glæpa- og spennusögur samtímans eru iðulega 400-500 síður og þar er ýmislegt dregið á langinn en Ég er að spá í að slútta þessu er rúmlega 200 síður, sem sagt stutt og snörp. „Ég skar heilmikið niður af efni sem mér fannst ágætt en þurfti samt ekki að vera þarna,“ segir Reid. „Ég vildi skera af alla fitu og gera söguna eins hnitmiðaða og mögulegt væri.“ Óhætt er að segja að endir bókarinnar komi lesendum í opna skjöldu, svo óvæntur er hann. „Ég fer stundum á viðburði eða upp- lestra vegna bókarinnar og stundum liggur við háarifrildi milli fólks um endinn,“ segir Reid. „Ég er er spurð- ur hvernig eigi að skilja endinn en ég vil ekki útskýra það. Ef ég fer að skýra það þá verður sú skýring hin viðurkennda og það vil ég ekki að gerist. Hver og einn verður að skilja endinn á sinn hátt. Ég sé hversu sterk viðbrögð bókin vekur hjá les- endum og það gleður mig. Það er ekki hægt að fá betri viðbrögð við bók en þau að lesendur ræði sín á milli um hana, jafnvel þótt ein- hverjir þeirra verði reiðir.“ Kaufman kvikmyndar Ég er að spá í að slútta þessu er bæði spennandi og hrollvekjandi bók og hætt er við að á ákveðnum stöðum hennar verði einhverjir lesendur hreinlega skelfingu lostnir. Sumt minnir jafnvel á Stephen King, en Reid segist hafa lesið bækur hans og er sérstaklega hrifinn af It og The Shining. Hann segist hafa horft á hryllingsmyndir meðan hann vann að bók sinni. Og talandi um kvikmyndir þá ætlar hinn heims- frægi handritshöfundur og leikstjóri Charlie Kaufman að kvikmynda söguna. Reid segist vera mikill aðdáandi Kaufmans. „Við hittumst og ræddum saman og hann er með margar frábærar hugmyndir varð- andi það að koma sögunni á hvíta tjaldið. Hann leikstýrir myndinni og skrifar jafnframt handritið og Net- flix er framleiðandinn. Við Kauf- man erum í góðu sambandi og hann leyfir mér að fylgjast með.“ Ný skáldsaga eftir Reid kemur út nú í ágúst, spennusaga með vís- indasagnaívafi. „Bróðir minn vinnur hjá geimvísindafyrirtæki og ég hef alltaf viljað nýta mér þekkingu hans í þeim efnum. Þessi nýja skáldsaga er líka á heimspekilegum nótum, eins og sú fyrsta.“ Þegar er búið að selja kvikmyndaréttinn á þessari væntanlegu skáldsögu. Spurður um velgengnina segir hinn geðugi og hógværi rithöfund- ur: „Ég er svo heppinn að geta sinnt ritstörfum og sú athygli sem þessi fyrsta skáldsaga mín hefur fengið kemur mér gleðilega á óvart. Ég er mjög lánsamur.“ Hnakkrifist um endinn Skáldsaga eftir kanadíska rithöfundinn Iain Reid er komin út á íslensku. Höfundur- inn er bróðir Elizu forsetafrúar. Charlie Kaufman gerir mynd eftir bókinni. „Sú athygli sem þessi fyrsta skáldsaga mín hefur fengið kemur mér gleðilega á óvart,“ segir Iain Reid. fRéttablaðIð/SIgtRygguR aRI Virtur Óskarsverðlaunahafi bandaríski handritshöfundurinn Charlie Kaufman er fæddur árið 1958. Hann er einn frægasti og virtasti handritahöfundur samtímans og hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Hann hreppti verðlaunin fyrir handrit sitt að Eter- nal Sunshine of the Spotless Mind. Hann hefur unnið til þriggja bafta-verðlauna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 1 4 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r52 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 5 -8 F 2 4 1 F 7 5 -8 D E 8 1 F 7 5 -8 C A C 1 F 7 5 -8 B 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.