Fréttablaðið - 14.04.2018, Page 113

Fréttablaðið - 14.04.2018, Page 113
Hafnarskeið 6, Þorlákshöfn ATVINNUHÚSNÆÐI TIL SÖLU EÐA LEIGU Til sölu eða leigu á besta stað við höfnina í Þorlákshöfn samtals um 3.900 fm atvinnuhúsnæði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við höfnin og stefnan er á enn frekari uppbyggingu. Góð landfræðileg lega hafnarinnar býður upp á mikinn vöxt í vöruflutningum og nálægð við mest sóttu ferðamanna staði á Íslandi býður upp á tækifæri til farþegaflutninga en höfnin í Þorlákshöfn er eina höfnin á vestanverðu Suðurlandi sem getur tekið á móti skemmtiferðaskipum. Fasteignin býður upp á ýmsa nýtingamöguleika. Nægt aðgengi að vatni og rafmagni. Nánari upplýsingar veitir Vala Hauksdóttir löggiltur fyrirtækja – fasteigna – og skipasali í síma 6906590/ vala@vidskiptahusid.is Tvær af myndum Alfredos frá Norður-Mexíkó sem er að finna á sýningunni í Ramskram undir yfirskriftinni Terra Nullius. ©AlfRedo espARzA sig hvert landsvæðið í veröldinni á fætur öðru. „Spánverjar, Frakkar, Englendingar og fleiri þjóðir komu til Suður-Ameríku og fóru inn á landsvæði sem voru greinilega í byggð. Þeir hins vegar sögðu að þar sem þetta fólk væri ekki einu sinni kristið þá væri í raun engin þörf á að líta á það sem mennskt, heldur mun fremur einhvers konar dýr. Þetta var réttlætingin fyrir því að leggja undir sig landið og allar auðlindir þess og þetta átti sér stað í Suður-Ameríku, Afríku og Ástralíu með einmitt þess- um formerkjum, að rétturinn væri þeirra gagnvart bæði frumbyggjum og landinu. Þessi réttur kallast Terra Nullius því valdbeiting og arðrán þurfti á smekklegu hugtaki að halda því það réttlætir þá sem það stunda.“ sagnfræðileg kortlagning Alfredo segir að fyrir honum falli þetta að ákveðinni hugsun sem virðist víðast vera enn við lýði, í hið minnsta í hinum vestræna heimi og eflaust víðar. „Þetta er hugsun sem segir að það sé alltaf hægt að nýta allt í nafni valds og efnahags með einum eða öðrum hætti. Þetta er það sem við stöndum frammi fyrir varðandi náttúruna og hvernig mannskepnan nálgast hana enn þann dag í dag.“ Ljósmyndir Alfredos sýna lands- lag sem hefur verið nýtt eða snert af manninum með einum eða öðrum hætti en síðan yfirgefið. „Þetta er landslag sem er hvorki mannsins né náttúrunnar lengur og þannig fellur það svona á milli tveggja heima í ákveðnum skilningi,“ segir hann og minnir á að Ísland og Mexíkó eru einnig í ákveðnum landsvæðum sem standa á milli tveggja heima og hann líti svo á að Íslendingar eigi í sterku og sérstöku sambandi við nátt- úru landsins. „Þjóð sem býr á landi eins og Íslandi stendur frammi fyrir því að þurfa bæði að treysta á nátt- úruna og á sama tíma umgangast hana af varfærni og virðingu. Þessi andstæða finnst mér heillandi því þegar ég skoða landsvæði eins og Suður-Mexíkó þá er náttúran fyrst og fremst gjöful. Sólin skín og það er nóg af vatni og allt blómstrar. Í norðurhlutanum er ekkert vatn en einhvern veginn komumst við þó samt af,“ segir Alfredo og brosir og minnir á að myndirnar séu leið til þess að fanga þá sögu sem felst í þessu sambandi manns og náttúru. „Fyrir mér eru þessar myndir eins konar sagnfræðileg kortlagning á athöfnum mannsins. Skrásetning menningarminja sem þurfa að vekja okkur til umhugsunar um hvernig við ætlum að lifa á þessari jörð. Við getum ekki endalaust vaðið áfram án þess að staldra við og hugsa um það hvað við skiljum eftir okkur og hvað ekki.“ m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 57L A U g A R D A g U R 1 4 . A p R í L 2 0 1 8 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 5 -5 D C 4 1 F 7 5 -5 C 8 8 1 F 7 5 -5 B 4 C 1 F 7 5 -5 A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.