Fréttablaðið - 14.04.2018, Qupperneq 122
Lokun framlengd
í Reykjadal
Umhverfisstofnun hefur framlengt lokun í Reykjadal í 4 vikur að höfðu
samráði við sveitafélagið, landeiganda, hagsmunaaðila og með staðfestingu
ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd.
Svæðið verður opnað um leið og aðstæður leyfa eða eigi síðar en
12. maí næstkomandi.
Umhverfisstofnun auglýsti lokun svæðis í Reykjadal í Ölfusi 31. mars síðast
liðinn í tvær vikur. Umrætt svæði er nr. 752 á náttúruminjaskrá. Fram
kvæmdir hófust fljótlega á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var
hvað verst. Með tilliti til aðstæðna er talið óæskilegt út frá náttúruvernd að
hleypa umferð um svæðið vegna bleytu að svo stöddu.
Náttúruvín er nýjasta trendið í Reykjavík, að minnsta kosti eru allir helstu hip-sterarnir að þamba þessa tegund víns
að því er virðist í hvert einasta mál
og tala svo um það á internetinu.
Nokkrir veitingastaðir eru farnir
að bjóða upp á úrval náttúruvína
og heyrst hefur sagt að munurinn á
náttúruvíni og hefðbundnu víni sé
eins og á appelsínusafa blönduðum
úr þykkni og þeim sem er nýkreistur
úr ferskum, vel þroskuðum appels-
ínum.
Tumi Ferrer, fræðslustjóri kaffi-
húsa Te & Kaffi, er mikill sæl-
keri sem kann að njóta matar og
drykkjar og hefur miklar mætur á
náttúruvínum.
„Náttúruvín fyrir mér eru það
sem ég myndi kalla þambvæn vín
(„chuggable“). Ég fór einu sinni í vín-
smökkun hjá fyrrverandi vínþjóni á
Noma sem lét okkur taka einn gúl-
sopa af hefðbundnu víni og síðan
annan af náttúruvíni. Síðan tókum
við gúlsopa af verksmiðjufram-
leiddum eplasafa og bárum saman
við eplasafa með engu viðbættu og
engu teknu úr. Náttúruvínið, alveg
eins og náttúrulegi eplasafinn, rann
ljúflega niður á meðan hitt næstum
því stoppaði í hálsinum, eins og
líkaminn væri að hafna því.“
Hvernig kynntistu þessum vínum?
„Fyrsta náttúruvínið sem ég
smakkaði, meðvitaður um hugtak-
Náttúruvín –
súrdeigsbrauð vínheimsins
NáttúruvíN, hvað er
það eigiNlega?
„Hvað í ósköpunum er náttúru-
vín?“ kunna margir að spyrja sig.
Því höfum við fengið Axel Aage
Schiöth, framreiðslumann á Grill-
inu, Hótel Sögu, og sérfræðing í
náttúruvínum til að svara þeirri
spurningu:
„Náttúruvín (fr. vin nature, e.
natural wine) eru vín sem gerð
eru úr lífrænt ræktuðum þrúgum
og þar sem engu er við bætt og
ekkert tekið úr í víngerðarferlinu.
Grunnurinn er að vínræktunin sé
lífræn, þ.e.a.s að enginn kemískur
áburður eða eitur, svo sem skor-
dýra-, jurta- eða sveppaeyðir, séu
notaður við ræktun vínekrunnar.
Margir náttúruvínsframleiðendur
nota bíódýnamískar aðferðir
(lífefldar aðferðir) þar sem litið er
á ræktunarsvæðið sem heildrænt
lífkerfi og notaðir eru hvatar til að
viðhalda jafnvægi á vínekrunni.
Þegar kemur að víngerðinni
er náttúrulega gerinu sem þrífst
á hýði þrúgnanna leyft að um-
breyta safanum í vín, án þess að
tilbúnu geri sé blandað við. Það
má líkja því við súrdeigsbakstur í
samanburði við gerbakstur.
Margir framleiðendur átappa
svo víninu án þess að sía það eða
grugghreinsa og rotvarnarefnum,
t.d. SO2 er ekki bætt í vínið. Nátt-
úruvín eru sem sagt lífræn vín og
engu er bætt við og ekkert tekið
úr víninu í víngerðarferlinu.“
Hvar má finna þessi vín á Ís-
landi?
„Skál á Hlemmi, Port9, Coo-
coo's Nest, Sandholt, Flatey
og fleiri eru með vín í glasa- og
flöskuvís. Líka margir af veitinga-
stöðunum t.d. Grillið, Dill og
Messinn.“
Einnig má sérpanta náttúruvín
á vefsíðu ÁTVR en þar var nýlega
settur upp sérstakur sérpönt-
unarvefur. Vínbóndinn og Berja-
mór eru þau fyrirtæki sem leggja
sérstaka áherslu á innflutning
náttúruvína.
Náttúruvín virðist
vera á vörum allra
helstu sælkera lands-
ins um þessar mund-
ir og flestir veitinga-
staðir í Reykjavík
keppast um að bjóða
upp á þessa tegund
víns. En hvað er
náttúruvín og hvers
vegna þessi mikla
hrifning?
ið, var sumarið 2014 í Kaupmanna-
höfn á veitingastað sem heitir
Relæ. Síðan þá hefur Kaupmanna-
höfn verið ein af uppáhaldsborg-
unum mínum. Kaupmannahöfn er
morandi í náttúruvíni og mikið af
Tumi Ferrer,
vínáhugamaður
vínbúðum þar sem selja einungis
þannig vín. Enda fer manifestó
nýnorrænnar matargerðar, eins og
Relæ vinnur eftir, mjög vel saman
við hugmyndafræði náttúruvíns,
að mínu mati.
Ég hafði kynnst hugtakinu þegar
ég vann á Dilli 2011-2013 en þá var
ekkert til á Íslandi sem kallaðist
náttúruvín, þannig að þegar gestir
spurðu hvort við ættum þannig vín
gátum við bara mælt með lífrænum
eða bíódýnamískum vínum í stað-
inn.
Með tímanum fór ég að kynnast
fólki sem gat sagt mér meira frá
þessu fyrirbæri og það sköpuðust
tækifæri til að smakka vínin í
stórum hópi, jafnvel pöruð saman
með góðum mat.“
Hver finnst þér vera munurinn á
náttúruvíni og hefðbundnu víni?
„Ef ég á að vera virkilega neikvæð-
ur þá eru náttúruvín fyrir mér eins
og alvöru súrdeigsbrauð á meðan
hefðbundin vín eru sjaldan meira
en „glorified“ heimilisbrauð. En það
eru auðvitað til undantekningar.
Sum af mínum uppáhaldsvínum
sem ég hef smakkað yfir ævina hafa
verið „hefðbundin“.
Hvað telurðu ástæðu þess að nátt-
úruvín eru svona vinsæl núna?
„Ég veit hreinlega ekki af hverju
náttúruvín er að ná svona miklum
skriðþunga núna. Ég hræðist mest
að stemningin fari saman með góð-
ærinu sem er í gangi núna og það
verði litið niður á náttúruvín þegar
kemur kreppa. En ég held samt að
náttúruvín eigi soldið móment
núna vegna þess að það hafa verið
manneskjur með ástríðu fyrir
þessum vínum á Íslandi sem hafa
verið duglegar við að gauka þeim að
okkur í þeirri von að fleira og fleira
fólk verði forvitið og sé tilbúið að
stíga út fyrir þægindarammann og
smakka eitthvað skrýtið. Skrýtið er
skemmtilegra.“
stefanthor@frettabladid.is
Stefán Þór
Hjartarson
stefanthor@frettabladid.is
NáttúruvíN fyrir
mér [eru] eiNs og
alvöru súrdeigsbrauð á
meðaN hefðbuNdiN víN eru
sjaldaN meira eN „glori-
fied“ heimilisbrauð.
1 4 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r66 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð
1
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
7
5
-9
9
0
4
1
F
7
5
-9
7
C
8
1
F
7
5
-9
6
8
C
1
F
7
5
-9
5
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
8
s
_
1
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K