Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
✝ Margrét Ís-leifsdóttir
fæddist 25. desem-
ber 1942 að Ytri –
Sólheimum í Mýr-
dal, Vestur-
Skaftafellssýslu.
Hún lést á Grund,
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu, 14.
september 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Ísleifur
Erlingsson, f. 1893, og Lilja
Tómasdóttir, f. 1906. Margrét
var ein fjögurra systkina, hin
voru Erlingur, f. 1931, Hallbera
Sigríður, f. 1934, og Tómas, f.
1948.
Eiginmaður Margrétar var
Steinþór Jóhannsson, f. 28. apr-
íl 1932 að Króki í Meðallandi, d.
4. mars 2016.
Börn þeirra eru Sólborg
Lilja, f. 13. maí 1963, gift
Tryggva Þórhallssyni og eiga
þau Þórhall. Áður átti Sólborg
dæturnar Sædísi og Selmu með
rúmlega tvítug og bjó þar til
ársins 2012. Þá fluttu hún og
Steinþór í Blásali í Kópavogi.
Þau Gréta og Steinþór voru
heimilisfólk á Grund frá og
með haustinu 2015.
Margrét vann í Kaupfélagi
Vestur-Skaftfellinga á Klaustri
og hóf síðan störf á Hótel Eddu
við almenn hótelstörf, en árið
1974 var hún ráðin hótelstjóri
þar og gegndi því starfi í tæp-
lega 20 ár. Hún tók þátt í hót-
eluppbyggingu á Kirkjubæjar-
klaustri og var einn af
stofnendum Bæjar ehf. Einnig
var hún einn af eigendum
Ferðaskrifstofu Íslands sem átti
og rak meðal annars Edduhót-
elin.
Þá hóf hún aftur störf í versl-
uninni í nokkur ár þar til hún
hóf störf á Hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Kirkjubæj-
arklaustri þar sem hún var við
umönnun og síðustu starfsár
sín þar var hún matráðskona.
Margrét tók virkan þátt í
starfi Kvenfélags Kirkjubæj-
arhrepps og söng í Kirkjukór
Prestbakkakirkju.
Útför Margrétar fer fram frá
Guðríðarkirkju í Grafarholti í
dag, 21. september 2017, og
hefst athöfnin klukkan 13.
fyrrverandi eig-
inmanni sínum
Karli Kristinssyni.
Selma á Bjarna
Hafstein með
Steinari Bjarna-
syni, hún er í sam-
búð með Helga
Margrétarsyni og á
hann Óliver. Fyrir
átti Tryggvi dæt-
urnar Helgu, í
sambúð með Jóni
Péturssyni, eiga þau dæturnar
Rán og Sögu, Önnu, á hún syn-
ina Arnlaug og Hallgrím, og
Höllu í sambúð með Frederik
Antoniussen og eiga þau Jó-
hann. Njáll, f. 4. júní 1964, d.
12. nóvember 2011. Sif, f. 23.
desember 1977, á hún synina
Víking Goða og Atla með fyrr-
verandi sambýlismanni sínum,
Sigurði Kr. Árnasyni. Núver-
andi sambýlismaður hennar er
Joakim Wik.
Margrét var oftast kölluð
Gréta á Klaustri, flutti þangað
Móðir mín Margrét Ísleifs-
dóttir var fædd á Ytri-Sólheim-
um í Mýrdal, umvafin stórbrot-
inni og fallegri náttúrufegurð
Mýrdalsins. Hún flutti ung aust-
ur á Kirkjubæjarklaustur þar
sem hún hóf búskap með föður
mínum Steinþóri Jóhannssyni.
Ég og Njáll, bróðir minn, fædd-
umst á sitt hvoru árinu og því
töluverð vinna að vera með tvö
lítil börn. Mamma byrjaði samt
að vinna við skúringar og einnig
vann hún í Kaupfélaginu þegar
við vorum lítil. Hún hóf síðan
störf á Hótel Eddu og var árið
1974 ráðin hótelstjóri en hún
gegndi því starfi í um 20 ár.
Þetta var mikil áskorun fyrir
unga konu á þeim tíma. Hún
lagði sig fram um að taka vel á
móti fólki og halda vel utan um
reksturinn, vinnutíminn var oft
langur og því vorum við systk-
inin oft með henni og reyndum
að hjálpa til. Ég byrjaði því
mjög ung að vinna á hóteli og
reyndi að standa mig sem best.
Mamma var góð fyrirmynd, því
hún var mjög samviskusöm, ná-
kvæm, hlý en gat jafnframt ver-
ið ákveðin þegar á þurfti að
halda. Henni var í mun að hafa
allt smekklegt og var einstak-
lega flink í matargerð og
bakstri.
Hún hafði gaman af því að
syngja og hafði sérstaklega fal-
lega söngrödd. Á æskuheimili
hennar var mjög mikið sungið
og hún naut virkilega hverrar
stundar sem hún gat tekið þátt í
söng.
Saumaskapur, prjón og alls-
kyns handavinna lá vel fyrir
henni mömmu minni. Þegar ég
var á barnsaldri og hún hafði lít-
ið á milli handanna saumaði hún
flíkur upp úr gömlum fötum.
Þær voru ófáar peysurnar sem
hún prjónaði á mig og börnin
mín. Það einkenndi mömmu að
hún lét ekkert frá sér nema hún
væri sjálf ánægð með það. Það
kom oft fyrir að hún rekti heilu
peysurnar upp ef þær voru ekki
eins og hún vildi hafa þær. Þá
byrjaði hún upp á nýtt. Hún var
alltaf með eitthvað á prjónunum
og jafnvel margt í einu. Eftir að
mamma og pabbi hættu að vinna
áttu þau það sameiginlegt að
leggja rækt við handavinnu sína.
Þegar mamma og pabbi fluttu
í Kópavoginn notuðum við alltaf
tækifærið þegar við hittumst til
að spila vist. Við mamma spil-
uðum saman og karlarnir okkar
saman. Þetta voru dásamlegar
stundir. Mamma hafði mjög
gaman af því að spila og unnum
við mæðgurnar nær undantekn-
ingarlaust. Vorum við stundum
taldar vera í Selfossmeldingum,
ef einhver skilur það. En ef eitt-
hvað er öruggt í þessum heimi
þá er það víst að hún mamma
mín var heiðarleg og góð mann-
eskja sem mátti ekkert aumt
sjá.
Síðustu ár mömmu einkennd-
ust af baráttu hennar við veik-
indi sem sigruðu hana að lokum.
Það var aðdáunarvert hvað hún
hafði mikla þolinmæði og seiglu
allt til síðasta dags. Hún og
pabbi dvöldu á Hjúkrunar- og
elliheimilinu Grund frá haustinu
2015. Hún hafði oft á orði hvað
fólkið þar væri gott við sig og vil
ég því senda öllu starfsfólkinu
þar sem annaðist hana af alúð og
hlýju bestu þakkir fyrir.
Þú varst friðsæl og falleg þeg-
ar þú kvaddir þennan heim og
ég er þakklát fyrir að hafa deilt
stærstum hluta ævi minnar með
þér, elsku mamma mín.
Sólborg Lilja
Steinþórsdóttir.
Þetta ljóð, Blómið, er til
minningar um elsku ömmu
mína.
Blómið blómstrar í sumar sár
kætandi snældur og snáða.
Blómið vill vaxa í komandi ár
og þurfa ekki að mæða.
En nú er vetur og kulinn ráfar
og heimurinn heldur sár.
Blómið leggur þó engin tár
því sumarið heilsar von bráðar.
Sakna þín og mun ávallt muna
eftir þér.
Þórhallur Tryggvason.
Við ævilok Grétu systur er
mér ljúft og skylt að minnast
hennar.
Hún fæddist á jóladag árið
1942 og var þriðja barn foreldra
okkar, þeirra Lilju og Ísleifs á
Ytri-Sólheimum. Eldri systkinin,
Erlingur og Halla, voru þá ellefu
og átta ára. Ég er ekki til frá-
sagnar um næstu árin; yngstur
systkinanna. Fyrsta minning
mín um Grétu er frá því um sól-
stöður sumarið 1950 og koma
þar við sögu leikfélagar hennar.
Þá voru tvö býli heima á Sól-
heimum. Við bjuggum austur í
bæ og vestur í bæ var fjölskylda
Einars og Ólafar með börnum
og barnabörnum. Fyrr um vorið
höfðu ungu hjónin þar á bæ,
Kristjana og Addi, flutt út undir
Eyjafjöll að Önundarhorni, með
allan barnaskarann. Þrjú þau
elstu; Óli, Már og Svanlaug,
voru á líku reki og Gréta. Ör-
skammt var á milli bæjanna og
leikvöllurinn því sameiginlegur.
Við brottflutninginn missti hún
kæra leikfélaga. Sólstöðudaginn
man ég vegna fjaðrafoksins og
gleði Grétu þegar Kristjana,
Addi og börn komu óvænt í
stutta heimsókn.
Ég er yngri bróðir og vissi
ekki mikið. Ég veit þó að alltaf
var strengur á milli Grétu og
systkinanna á Horni. Ég minnist
þess að ætíð spurðu þau systkin
um Grétu þegar þau hittu mig
og hún talaði ætíð um þau með
hlýju.
Ég var of ungur til að gagnast
Grétu sem leikfélagi. Síðar sum-
arið 1950 minnist ég að Gréta
hafði fengið nýjan leikfélaga;
sumardreng úr Reykjavík. Hann
heitir Ólafur Kr. Sigurðsson og
var árinu yngri en hún. Þannig
gekk það næstu sumrin. Og þau
voru góðir félagar. Ég fékk að
fylgja með en var varla hlut-
gengur vegna aldursmunar.
Kannski var það haustið 1953 að
Óli fór ekki í bæinn og gekk í
skólann með Grétu austur yfir
Sólheimanes og næstu vetur til
loka barnaskóla.
Æskuminningar mínar um
Grétu eru mótaðar af meira en
fimm ára aldursmun. Minninga-
brotin ylja mér nú. Hún var dag-
farsprúð og býsna einbeitt. Hún
hafði góða kímnigáfu – sá þegar
feitt var á stykkjunum og átti til
að lauma út úr sér fyndnum at-
hugasemdum. Hún hló ljúflega.
Gréta var veitul og ég minnist
þess að hún kom stundum fólk-
inu sínu á óvart með því að luma
á sælgæti þegar allt var þorrið
hjá öðrum.
Fólkið mitt var söngvið. Gréta
hafði tæra sópranrödd og söng
við inniverk og mjaltir.
Tvítug flutti hún að heiman
og þau Steini stofnuðu heimili á
Klaustri. Þar var vettvangurinn,
síðar í nýju íbúðarhúsi, og hót-
elstjórn á Eddunni hafði hún í
áratugi. Heimili þeirra stóð opið
vinum og vandamönnum. Henni
var eðlislægt að miðla til sam-
ferðamanna. Í kirkjukór sveit-
arinnar hélt hún áfram að
syngja.
Farin að heilsu fluttu þau til
Reykjavíkur og bæði dvöldu þau
Steini á Grund sína síðustu ævi-
daga. Nú í tvö ár heimsótti ég
systur þangað, þegar ég var í
borginni. Parkinsonsjúkdómur-
inn með hreyfihömlun og minn-
istapi gerði hana örbjarga.
Henni var stirt um mál en hugs-
un hennar virtist skýr. Hún
hafði til enda sýn á það broslega
og bar kröm sína með þraut-
seigju.
Mín kæra systir hefur hlotið
líkn frá þrautum. Ég votta
frænkum mínum, Sólborgu, Sif
og frændfólki mínu öllu hlut-
tekningu.
Tómas Ísleifsson.
Margrét
Ísleifsdóttir
✝ Björk Frið-finnsdóttir
fæddist í Reykjavík
29. apríl 1960. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
nesja 10. sept-
ember 2017.
Foreldrar henn-
ar eru Rut Gíslína
Gunnlaugsdóttir, f.
21.9. 1928, d. 28.9.
1970, og Frið-
finnur Guðjónsson, f. 7.5. 1929,
d. 19.8. 2004.
Alsystkini Bjark-
ar eru: 1) Sævar
Bjarni, f. 3.2. 1951.,
d. 10.8. 2004. 2)
Hörður Trausti, f.
8.11. 1953, d. 30.8.
2002. 3) Garðar
Borg, f. 29.10.
1955, d. 22.2. 2014,
maki Hulda Sig-
urðardóttir. 4)
Ólafur Guðjón, f.
8.6. 1957, d. 3.2.
1993, hann á tvö börn. 5) Rut, f.
17.9. 1958, maki Tómas Krist-
inn Sigurðsson og eiga þau þrjú
börn. 6) Viðar Már, f. 25.2.
1963, hann á fimm börn. 7) Jök-
ull Ægir, f. 23.12. 1964, d. 8.4.
1999. Hann á þrjú börn. Hálf-
bræður Bjarkar sammæðra eru:
1) Guðjón Hilmar, f. 16.6. 1946.
2) Brandur Kristinsson, f.
10.10. 1947, d. 26.4. 2001. 3)
Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, f.
28.11. 1949.
Björk giftist Jón Óskari
Haukssyni, f. 12.10.1959. Börn
þeirra eru: 1) Jóhann Þór Jóns-
son, f. 23.8. 1979, maki Ásdís
Ágústsdóttir f. 1.10. 1985, og
eiga þau tvö börn. 2) Ólafur
Geir Jónsson, f. 23.5. 1985.
Útför Bjarkar verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag, 21.
september 2017, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku hjartans Björk okkar
kvaddi okkur eftir erfið veikindi.
Við vorum svo viss um að hún
hefði sigrast á veikindum sínum
í sumar eftir mjög erfitt tímabil.
Það er svo margs að minnast
með yndislegu bestu vinkonu
minni og fjölskyldu hennar og
vinum, á svona stundum leitar
hugurinn til endalausra ferða
með frábærum ferðafélögum,
frábærum vinum og fjölskyldum.
Við ólum strákana okkar upp
saman í leik og starfi, endalaus-
ar útilegur, fjölskylduferðir, að
ógleymdum utanlandsferðum
sem við fórum í saman. Það er
ekki hægt að lýsa með orðum
hvað við eigum eftir að sakna
þín, elsku hjartans vinkona okk-
ar, Björk Friðfinnsdóttir, og
hugur okkar er hjá ykkur, elsku
hjartans Jón Óskarsson, Jói, Óli
Geir og fjölskyldur. Orð geta
ekki lýst hversu söknuðurinn er
mikill, allar okkar hugsanir eru
hjá ykkur, elsku hjartans vinir
okkar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíldu í friði, elsku vinkona,
ég mun alltaf sakna þín.
Bergþóra (Beggý),
Ægir og fjölskylda.
Björk
Friðfinnsdóttir
Elsku hjartans sonur okkar og bróðir,
ARNAR DÓR HLYNSSON,
Hagaflöt 9, Akranesi,
lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn
14. september.
Arnar Dór verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju föstudaginn 22. september klukkan 13.
Hlynur Sigurdórsson Ragnheiður Ásgeirsdóttir
Jónína Herdís Sigurðardóttir Michael Wahl Andersen
Ásgerður Hlynsdóttir
Freyr Hlynsson
Eva Ösp Sæmundsdóttir
Aron Þór Kristjánsson
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGI ÁRNASON,
prófessor emeritus,
lést á Ísafold, Garðabæ, föstudaginn
8. september.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 22. september klukkan 13.
Lilja Kristín Bragadóttir Valdemar Gísli Valdemarsson
Guðrún Jóna Bragadóttir Hilmar Þorvaldsson
Anna Þóra Bragadóttir Haraldur Kr. Ólason
Jóhanna Bragadóttir Sigurjón Hendriksson
barnabörn og langafabörn
Okkar hjartkæra
KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR MÖLLER
lést á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn
18. september.
Elín Einarsdóttir Guðmundur Ingi Leifsson
Guðm. Thorlacius Einarsson Þórstína Aðalsteinsdóttir
Rósa Einarsdóttir Ragnar Baldursson
Steinunn Egeland Torstein Egeland
Petrína Helga Steinadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSTA G. ÞORKELSDÓTTIR
kjólameistari,
áður Norðurbrún 1,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 11. september, verður jarðsungin frá Áskirkju
föstudaginn 22. september klukkan 11.
Kolbrún, Nathanael og Helgi Ágústsbörn
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA MARKÚSDÓTTIR,
Reykjabraut 13, Þorlákshöfn,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
18. september. Útförin fer fram frá
Þorlákskirkju laugardaginn 30. september klukkan 14.
Haraldur Ármann Hannesson
Magnús Þór Haraldsson Ásgerður Eiríksdóttir
Markús Örn Haraldsson Guðbjörg Ósk Kjartansdóttir
Hannes Hrafn Haraldsson
Jóhanna Haraldsdóttir
Jón Haraldsson Ásdís Björg Ingvarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
DR. FROSTI SIGURJÓNSSON
læknir,
Þinghólsbraut 68, Kópavogi,
lést á heimili sínu 7. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu.
Jón Valur Frostason María Hrafnsdóttir
Fáfnir Frostason
Edda Freyja Frostadóttir Guðmundur R. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn