Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 SÖGUÞRÆÐIR Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ef Íslendingar gleyma André Cour- mont eru þeir hættir að vera sagna- þjóð, hættir að unna ævintýrum. Þá eru þeir á leiðinni að gleyma sjálfum sér.“ Svo mælti Sigurður Nordal pró- fessor þegar hann í tímaritsgrein árið 1924 minntist franska ræðismannsins og háskólakennarans sem heillað hafði Íslendinga með óvenjulegum tökum á íslenskri tungu og þekkingu á bókmenntum landsins, fornum og nýjum. Courmont hafði dvalist hér tvívegis, fyrst sem frönskukennari við Háskóla Íslands 1911 til 1913, og síðar sem ræðismaður Frakklands frá 1917 til 1923. Hann hafði stofnað til kynna við marga helstu andans menn þjóðarinnar og stjórnmála- leiðtoga, og ferðast um landið vítt og breitt og hvarvetna verið aufúsugest- ur. Það varð öllum sem til hans þekktu mikið áfall þegar þær fréttir bárust hingað til lands í desember 1923, rúmum mánuði eftir brottför hans, að hann væri látinn, aðeins 33 ára að aldri. „Ekkert er getið um hvert banameinið hafi verið,“ sagði Morg- unblaðið í frétt um lát hans. En það spurðist innan tíðar, þótt ekki væri um það skrifað, að Courmont hefði fyrirfarið sér. Sú saga gekk að þetta hefði hann gert því hann fékk ekki ís- lenskrar stúlku sem hann elskaði. Vildi giftast Svanhildi Nýlega greindi Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnufræðingur frá því í erindi sem hann flutti fyrir vistmenn á Grund að stúlkan sem Courmont elskaði hefði verið móðir sín, Svan- hildur (1905-1966), dóttir þjóðskálds- ins Þorsteins Erlingssonar. Svanhild- ur þótti óvenju fríð og völdust margar myndir af henni á póstkort þegar hún var ung. Hún átti fjölda aðdáenda, bæði hérlendis og erlendis, en hún var mikil málamanneskja og kunni fjölda tungumála. „Ensku og frönsku lærði mamma í tímum hjá franska konsúlnum André Courmont,“ segir Þorsteinn í erind- inu sem hann hefur góðfúslega leyft Morgunblaðinu að vitna í. „Samskipti þeirra Courmonts eru sérstakur kafli í lífi mömmu. Um þau hefur mikið verið skrafað á liðinni tíð en lítið sem ekkert fært í letur. Courmont var ein- stakur tungumálamaður sem tileink- aði sér íslensku svo vel að enginn út- lendingur mun hafa náð slíkri færni nema ef til vill Daninn Rasmus Kristian Rask, einhver mesti mála- snillingur 19. aldar,“ segir Þorsteinn og getur þess að eitt nýyrði í íslensku sé frá Courmont komið. Er það orðið „litróf“ sem er þýðing á erlenda orð- inu „spectrum“. Courmont mun hafa lært íslensku hjá Þorsteini Erlings- syni, en íbúð og skrifstofa franska ræðismannsins var við Skálholtsstíg, steinsnar frá húsi Þorsteins við Þing- holtsstræti. Í húsinu við Skálholtsstíg er nú íbúð sendiherra Frakka á Ís- landi. Síðan segir Þorsteinn í erindinu: „Árið 1920, þegar mamma er á 15. ári, verður Courmont heillaður af henni. Hann segir við mömmu að hún sé feg- ursta stúlka sem hann hafi séð og býðst til að kenna henni frönsku. Það verður úr að mamma lærir hjá honum frönsku og einnig ensku, en Cour- mont hafði meistarapróf í því máli frá Oxfordháskóla. Varðveist hefur fjöldi bréfa sem Courmont skrifaði mömmu, fyrst á ensku og íslensku, síðan á frönsku og stundum á öllum þremur málunum í sama bréfi. Á rösklega tveggja ára tímabili hef ég fundið 65 bréf og skeyti til mömmu frá Courmont. Bréfaskriftirnar stafa sumpart af ferðalögum þeirra hvors um sig, en bréfafjöldinn er samt með ólíkindum. Í síðustu bréfunum kemur fram að Courmont hafi viljað kvæn- ast mömmu en hún ekki viljað sam- þykkja það þótt hann væri henni mjög kær. Foreldrar hans voru líka andvíg slíkum ráðahag þar sem þau höfðu ætlað honum annað kvonfang.“ Fyrstu litljósmyndirnar Courmont, sem var af auðugu fólki kominn, átti ljósmyndavél og tók fjölda mynda þegar hann dvaldist hér. Meðal þeirra eru fyrstu litmynd- irnar sem teknar voru hér á landi. Nokkrar þeirra eru af Svanhildi og hafa þær sem hér birtast ekki sést áð- ur. Þegar tíðindin um andlát Cour- monts spurðust til Íslands urðu margir til að syrgja hann. „Dagblaðið Tíminn helgaði forsíðuna minning- argrein um Courmont eftir ritstjór- ann, Jónas frá Hriflu, sem kynnst hafði Courmont í París veturinn 1910 til 1911. Er það sennilega einsdæmi að erlendur maður sé þannig heiðr- aður í íslensku dagblaði,“ segir Þor- steinn. Þá fjallaði Sigurður Nordal um Courmont og störf hans í langri ritgerð. „Sú saga gekk staflaust að Cour- mont hefði fyrirfarið sér vegna þess að hann fékk ekki að eiga móður mína, en ég hygg að fleira hafi komið til. Þessi mikli gáfumaður gekk ekki heill til skógar. Hann hafði særst al- varlega í heimsstyrjöldinni fyrri, og þótt hann næði sér smám saman lík- amlega er sennilegt að andlega áfallið hafi orðið varanlegra. Síðasta árið hans á Íslandi einkenndist af miklu þunglyndi.“ Þorsteinn segir að fréttin um frá- fall Courmonts hafði valdið móður hans mikilli sorg. Hún var þá 18 ára gömul. Hún kynntist síðar Sæmundi Stefánssyni og gengu þau í hjóna- band 1932. Svanhildur starfaði í mörg ár á skrifstofu Alþingis. Árið 1943 gaf hún út smásagnasafn, Álfaslóðir, sem fékk góðar viðtökur. Ekki varð af frekari útgáfu, en þegar hún lést lét hún eftir sig þrettán óbirtar smásög- ur. Synir hennar hafa nýlega gefið þær út undir heitinu Veðrabrigði. Ást og örlög ræðismanns  Franski ræðismaðurinn André Courmont heillaðist af landi og þjóð  Vinur helstu andans manna  Varð ástfanginn af dóttur Þorsteins Erlingssonar skálds  Sneri vonsvikinn heim og fyrirfór sér Ljósmynd/André Courmont Rómantík Courmont tók þessa mynd af Svanhildi Þorsteinsdóttur árið 1922 í ræðismannsbústaðnum. Hann var gjörsamlega heillaður af henni. Ljósmynd/André Courmont Hjá Courmont Svanhildur Þorsteinsdóttir Erlingssonar ásamt vinkonu sinni fyrir framan ræðismannsbústað Frakka við Skálholtsstíg, nú sendiherrabú- stað, á fallegum sumardegi í byrjun þriðja áratugarins. Þetta er ein af fyrstu litmyndunum sem teknar voru hér á landi. Morgunblaðið/RAX Sendibréfin Þorsteinn Sæmundsson með bréfin sem Courmont skrifaði móður hans. Þau kynntust þegar hún var á 15. ári og var kært á milli þeirra. André Courmont var þriðji ræð- ismaðurinn sem Frakkar sendu til Íslands. Margvísleg tengsl höfðu verið á milli þjóðanna um langt skeið og Frakkar m.a. rekið hér spítala til að þjóna stórum fisk- veiðiflota sínum við Íslands- strendur. Fyrsta verkefni hans 1917 var að semja við stjórnvöld og útgerðarmenn um kaup á næstum öllum togurum landsins. Frakkar þurftu á öflugum skipakosti að halda vegna styrjaldarinnar í Evr- ópu. Sjálfur hafði Courmont tekið þátt í stríðinu og særst alvarlega sumarið 1915. Þegar hann hafði jafnað sig voru honum fengin önn- ur störf sem leiddu til Íslandsfar- arinnar. Taldi franska stjórnin miklu skipta að hafa hér á stríðs- árunum vel hæfan og kunnugan mann og var þá enginn hæfari en Courmont. Hann var afar máttfar- inn er hann kom og heilsaði lengi með vinstri hendi vegna mátt- leysis í hægri hendi. En brátt fékk hann fullan styrkleika og kvað Ís- land hafa gefið sér lífið að nýju. Hér dvaldi hann næstu sex árin. Keypti nær alla togarana ÞRIÐJI RÆÐISMAÐUR FRAKKA Á ÍSLANDI Courmont Hann var kennari við Háskóla Íslands og seinna ræðismaður Frakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.