Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
✝ Kristján Er-lendur Har-
aldsson fæddist í
Sandgerði 12. maí
1936. Hann lést 5.
september 2017 á
Landspítalanum
við Hringbraut.
Foreldrar hans
voru Ragnheiður
S. Erlendsdóttir, f.
9 maí 1896, d. 16.
janúar 1977, og
Haraldur Kristjánsson, f. 1. ap-
ril 1905, d. 23. júní 1980.
Systkini Kristjáns voru tveir
hálfbræður frá fyrra hjóna-
bandi. Gunnar H. Valdimars-
son, eiginkona Aðalheiður
Björnsdóttir og áttu þau þrjú
börn, Kolbrúnu, Valdimar og
Gunnar Björn. Valdimar R.
Valdimarsson, eiginkona Fann-
ey Björnsdóttir og áttu þau
þrjár dætur, Ragnheiði, Eygló
og Hafdísi sem er látin. Al-
systkini Kristjáns eru Marinella
R., eiginmaður Jón Guðmunds-
son sem er látinn og börn
þeirra eru Haraldur, Guð-
Takefusa og Felicia og Isak
Wihlborg með Valgerði Dag-
mar Jónsdóttur.
Kristján bjó til ellefu ára ald-
urs í Sandgerði en flutti svo til
Reykjavíkur 1947. Kristján
starfaði til sjós með föður sín-
um á unglingsárum sem og við
vinnu að uppbyggingu Ábyrgð-
arverksmiðjurnar. Hann hóf
múraranám 1957 en til 1996
vann hann sem múrari en hafði
síðar aðrar stöður inn sam-
bandsins, var meðal annars for-
maður í nokkur ár, var for-
stöðumaður lífeyrissjóðins og
starfaði við mælingar. Síðustu
10 starfsárin starfaði Kristján
sem forstöðumaður verka-
mannabústaða í Kópavogi.
Kristján var alla tíð virkur í
Sjálfstæðisflokknum bæði í
Kópavogi og á landsvísu. Hann
var einnig meðlimur í Kiwanis
og Frímúrarareglunni. Kristján
var einn af forystumönnum í
Múrarafélaginu þegar ákveðið
var og keypt var orlofslandið
Öndverðarnes í Grímsnesi og
var virkur í uppbyggingu á því
svæði.
Kristján og Erla fluttust til
Kópavogs 1958 og bjuggu þar
meginhluta ævinnar.
Útför Kristjáns fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 21. sept-
ember 2017, klukkan 11.
mundur, Ragnheið-
ur og Berglind.
Þórður, eiginkona
Halla S. Þorvalds-
dóttir og börn
þeirra, Þorvaldur,
Helgi og Margrét.
Guðmundur, eig-
inkona Guðfinna
Sigurðardóttir og
börn þeirra, Sig-
ríður, Bryndís,
Ragnheiður og Íris
Halla.
Kristján giftist Erlu Hjart-
ardóttur 26. nóvember 1955 og
áttu þau fjögur börn. Sigrún
sem átti Ragnar Orra og Erlu
Heiðrúnu með Benedikt Bene-
diktssyni, en Sigrún er látin.
Haraldur sem átti Kristján,
með Guðrúnu Valdimarsdóttur,
og Davíð Örn með Kristínu
Ingadóttur. Sveinbjörn sem átti
Guðný Ósk og Guðrúnu Helgu
með Önnu Vigdísi Gísladóttur
og Dag Stein með Ragnhildi
Ragnarsdóttur en Sveinbjörn
er látinn. Kristján Ragnar sem
átti Kristu Takefusa með Dóru
Það er ólýsanlega erfitt að
kveðja þig, afi minn.
Ég er svo þakklátur fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við átt-
um saman. Þakklátur fyrir öll
samtölin okkar, þakklátur fyrir
að hafa getað litið upp til þín,
þakklátur fyrir að hafa átt þig
að í allan þennan tíma. Að
koma til ykkar ömmu í heim-
sókn var alltaf gaman. Þú varst
alltaf með sögurnar á færi-
bandi, sem enduðu alltaf á því
að þú hlóst hátt og innilega. Þú
hafðir alltaf eitthvað skemmti-
legt eða áhugavert til málanna
að leggja. Alltaf að grínast og
að hlæja. Líka þegar komið var
á spítalann. Þó að þú værir
máttvana og veikur varstu
ennþá að grínast og hlæja.
Mér þótti ótrúlega vænt um
að þú sýndir mér að hvað þú
varst stoltur af mér. Ég er líka
stoltur af þér. Eftir allt það
sem á hefur gengið í lífi þínu,
gegnum allar hæðir og alla dali,
þá varst þú alltaf þú. Það var
alltaf hægt að líta til þín og líta
upp til þín. Það er ólýsanlega
erfitt að kveðja svo stóran kar-
akter. Ég er þakklátur fyrir að
hafa eytt svo miklum tíma með
ykkur síðustu ár. Að hafa getað
verið til staðar fyrir þig og
ömmu er mér ómetanlegt.
Einnig er ég þakklátur fyrir
hvað þú hvattir mig alltaf
áfram. Hvað þú sýndir öllu sem
ég geri mikinn áhuga og varst
alltaf að hvetja mig til dáða og
segja mér reynslusögur af svip-
uðum erindagjörðum sem þú
hafðir aðhafst í gegnum lífið.
Ég er glaður að þú hafir fengið
að sjá Kristján Dór og sjá hann
labba, og ég mun aldrei gleyma
því hvað þú varst glaður að sjá
hann.
Þegar þú hringdir voru ein-
göngu tvö ávörp, „Sæll höfð-
ingi“ eða „Sæll nafni“. Ég heyri
það ennþá fyrir mér. Ég heyri
þig ennþá heilsa mér á slíkan
hátt. Þannig heilsaðir þú mér í
síðasta skiptið sem við töluðum
saman. Aldrei hefði mér dottið í
hug að það væri í síðasta skiptið
sem við töluðum saman.
Það var sárt að sjá þig þjást
svona mikið en núna vitum við
að þjáningunum er lokið.
Ég finn engin orð nógu stór
til að lýsa því hvernig mér líður
að kveðja þig. Ég held að það
séu ekki til nógu stór orð til
þess. Ég veit að þú veist hvað
þú skiptir mig miklu mál, ég
veit að þú veist hvað ég sakna
þín mikið.
Nú kveð ég þig, höfðingi og
nafni. Takk fyrir allt.
Við sjáumst í eilífðinni.
Kristján Haraldsson.
Fallinn er frá kær bróðir,
Kristján Erlendur Haraldsson.
Við systkinin vorum sex, þar af
tveir hálfbræður, Gunnar og
Valdimar Valdimarssynir, frá
fyrra hjónabandi, en faðir þeirra
drukknaði þegar þeir voru barn-
ungir. Móðir okkar, Ragnheiður
Sigríður Erlendsdóttir frá Hlíð-
arenda, giftist síðar Haraldi
Kristjánssyni og eru börn þeirra
fjögur; Marinella, Kristján,
Þórður og Guðmundur.
Kristján var fæddur í Sand-
gerði og bjó þar til 11 ára aldurs
en þá ákváðu foreldar okkar ár-
ið 1947 að flytja til Reykjavíkur
til að eiga kost á betri menntun
fyrir börnin. Kristján lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Hann hóf síðan
ungur að vinna, fyrst með föður
okkar á sjó á sumrin en síðar
við uppbyggingu Áburðarverk-
smiðjunnar.
Árið 1957 ákvað Kristján að
hefja nám í múrverki og fór á
samning hjá Magnúsi Baldvins-
syni múrarameistara. Hann lauk
náminu og starfaði við múrverk
og flísalagnir í mörg ár. Kristján
var mikill félagsmálamaður og
var m.a. formaður Múrarafélags
Reykjavíkur i nokkur ár. Um
það leyti keyptu múrarar Önd-
verðarnes í Grímsnesi, en þar
byggði hann sér sumarbústað og
stóð að uppbyggingu svæðisins
ásamt góðum félögum.
Kristján kynntist konu sinni,
Erlu Hjartardóttir, ungur að
aldri, en hún bjó hjá foreldrum
sínum að Melabergi á Stafnesi en
þau kynntust á 16. ári og úr varð
gæfuríkt hjónaband. Þau eign-
uðust fjögur börn, elst var Sig-
rún en hún átti tvö börn og er
hún látinn. Næstelstur er Har-
aldur og á hann tvo syni og býr
núna í Los Angeles. Næstyngst-
ur var Sveinbjörn og hann átti
tvær dætur og einn son. Hann er
látinn. Yngstur er Kristján
Ragnar, en hann á eina dóttur og
býr hann í Stokkhólmi.
Kristján og Erla komu sér
upp íbúð í Kópavogi sem þau
fengu afhenta fokhelda en þau
hjálpuðust við að grafa út her-
bergi í kjallaranum og luku við
íbúðina á mjög skömmum tíma.
Síðar byggðu þau á Kársnes-
braut 45 í Kópavogi og bjuggu
þar lengst af sínum búskap.
Kristján var mikill félagsmála-
maður og starfaði m.a. fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í hinum ýms-
um nefndum og ráðum í gegnum
tíðina, m.a. í Kópavogi. Þegar
hann hætti í múrverkinu hóf
hann störf hjá Múrarafélagi
Reykjavíkur við mælingar og í
hálfu starfi hjá Lífeyrissjóði múr-
ara þar til hann lagði til að sjóð-
urinn yrði sameinaður öðrum
sjóði til að tryggja betri lífeyri
fyrir sjóðsfélaga.
Kristján og Erla ferðuðust
mikið og eignuðust íbúð á Taí-
landi. Voru þau oft þar í nokkra
mánuði ár hvert í meira en einn
áratug og nutu þess vel.
Síðustu starfsárin sá hann um
Verkamannabústaði Kópavogs
en hætti þar vegna aldurs.
Gott var að leita til Kristjáns
með ýmsar úrlausnir, þar sem
hann var vanur og góður samn-
ingamaður, vel kynntur, vildi
leysa vandamál annarra og hafði
oft góða yfirsýn á málunum.
Að lokum kveðjum við kæran
bróður með söknuð í huga, því
margs er að minnast á langri
ævi.
Við sendum Erlu, börnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og megi Guð blessa
ykkur öll.
Kær kveðja,
Marinella, Þórður og
Guðmundur.
Öll höfum við okkar sérkenni.
Öll mætum við heiminum á okk-
ar eigin hátt. Þetta átti líka við
um vin okkar Kristján Haralds-
son, sem við erum nú að kveðja.
Það sem einkenndi hann, um-
fram annað, var hláturmildi
hans. Hann mætti heiminum
með sínum smitandi hlátri og
gerði við það líf okkar hinna að-
eins ljósara en ella. Japanirnir
segja að líf okkar sé jafn langt,
hvort sem við förum gegnum
það hlæjandi eða grátandi,
Kristján valdi hið fyrra, þótt
ekki sé hægt að segja að lífið
hafi ávallt hlegið við honum.
Kristján Haraldsson var mik-
ilvægur hluti af mótunarárum
okkar, sem fjölskylduvinur. Það
tók ekki ungar og óharðnaðar
sálir okkar langan tíma að átta
okkur á að hér var á ferðinni
ráðagóður og trygglyndur mað-
ur sem skirrðist aldrei við að
hjálpa fólkinu í kringum sig.
Manneskja sem gott var að hafa
í sínu liði.
Maðurinn sem við kynntumst
var sterkur og stoltur fjöl-
skyldufaðir og það var ávallt
notalegt að vera með honum og
Erlu á góðra vina fundi. Þau
voru sannarlega glæsileg hjón
og gáfu bæði glaðværð og yndi
af sér. En lífið er ekki eintómur
dans á rósum, nokkuð sem þau
svo sannarlega hafa þurft að
þola á eigin skinni. Þau hafa
mátt sjá á eftir tveimur af börn-
um sínum inn í eilífðina. Það er
tregara en tárum taki að horfa
upp á fólk sem maður ann þurfa
að fara í gegnum ámóta táradal.
Ekki bara einu sinni heldur
tvisvar. Einasta sem maður get-
ur gert er að reyna að standa
við hlið þeirra í vanmætti sínum
og samhryggjast. Reyna að
hugga. Eitthvað sem aldrei er
alveg nóg.
Það er til merkis um hvurs-
lags klettur Kristján var, hversu
mikið var spunnið í þennan
mann, að hann hefur ávallt tekið
á öllum áföllunum með æðru-
leysi og hetjulund. Með dyggum
stuðningi elsku Erlu sinnar sér
við hlið og með reistan makka,
þótt hann væri að fara í gegnum
ferli sem sjálfsagt hefði bugað
minni menn. Það er vöntun á
slíkum manneskjum. Hans kom-
um við ávallt til með að sakna.
Núna hefur Kristján fengið
sína hvíld. Horfinn frá okkur inn
í eilífðina. Eftir stöndum við
með tár á hvarmi, söknuð og
þakklæti í hjarta. Þakklæti fyrir
að hafa fengið að ferðast með
honum spottakorn í gegnum lífs-
leiðina. Samtímis samhryggj-
umst við elsku Erlu okkar,
Halla og Kristjáni Ra, yfir að
hafa misst enn einn hlekkinn úr
fjölskyldukeðjunni. En það eru
auðvitað barnabörnin sem misst
hafa mest við að þurfa að sjá á
eftir elskulegum afa sínum en
sérstaklega hlýtur hugur okkar
að dvelja hjá alnafna afa síns á
þessari kveðjustund, en þeir
stóðu alltaf saman í gegnum
þykkt og þunnt. Hetjan okkar
sem kemur til með að bera nafn
hans með stolti um ókomin ár.
Hann og langafabarnið Kristján
Dór, sem nú fær ekki að kynn-
ast langafa sínum sem skyldi.
Hvíldu í friði, kæri vin, núna
örugglega í faðmi Sigrúnar og
Bjössa, sem við vitum að þú
saknaðir svo sárt.
Þínir vinir,
Dúna og Barði.
Kristján Erlendur
Haraldsson
✝ Lúðvík Fa-hning Hansson
fæddist í Reykjavík
17. maí 1940. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 11. sept-
ember 2017.
Foreldrar hans
voru Dórathea
Fritzdóttir, sem
kom frá Þýska-
landi, og Hans And-
es Þorsteinsson frá Vest-
mannaeyjum. Lúðvík átti eina
alsystur, Láru Margréti Hans-
1) Guðmundur Grétar, f. 13.
september 1960, maki Anna K.
Björnsdóttir. Börn hans eru a)
Eva Björk, f. 1980, dóttir Sara
Björk, f. 2009. b) Auður Mar-
grét, f. 1986, maki Smári Þrast-
arson, synir Jökull Þór, f. 2009,
Sölvi Þór, f. 2014. c) Rafnar
Máni, f. 1995. 2) Arnar Fahning,
f. 31. maí 1964, maki Sigríður
Sæmundsdóttir. Börn hans eru:
a) Birna Fahning, f. 1986, maki
Kristinn Finnbogason, dóttir Al-
dís Berglind, f. 2009. b) Oddný
Ragna Fahning, f. 1996, maki
Jóhann Scott Sveinsson. c) Sæ-
mundur Friðrik Fahning, f.
1999, d) Arndís Fjóla Fahning, f.
2002. 3) Dórathea Fahning, f.
29. apríl 1967, maki Óskar
Björgvinsson. Sonur hennar er
Hlynur Örn, f. 1985.
Útförin fór fram í kyrrþey.
dóttur, sem bjó
lengst af í Ástralíu
ásamt fjölskyldu,
hún lést árið 2010.
Systkini samfeðra
eru: Sigurbergur, f.
1942, Valdís, f.
1945, Þorsteinn, f.
1948, Óskar, f.
1949, Elís, f. 1950,
og Erla, f. 1952.
Árið 1964 giftist
Lúðvík Margréti
Oddnýju Guðmundsdóttur, þau
skildu. Þau tóku aftur saman
2001, saman eiga þau þrjú börn:
Faðir minn er lagstur til hinstu
hvílu og þar sem ég gat ekki fylgt
honum síðustu skrefin langar mig
til að minnast hans með nokkrum
orðum.
Ég á ekki margar minningar um
pabba frá mínum yngri árum en þó
standa nokkrar upp úr svo sem að
eitt sinn sem oftar átti að rass-
skella mig og vissi ég það, þannig
að þegar hann kom heim var ég bú-
inn að stinga kartöfludisknum und-
ir buxurnar mínar. Þegar hann
lagði mig svo á hné sér og lét högg-
in dynja fór ég að hlæja og varð
hann að sjálfsögðu öskuillur, reið-
ari og reiðari með hverju höggi, því
alltaf hló ég, þar til hann uppgötv-
aði uppátækið og þá gat hann ekki
annað en hlegið með mér.
Það varð svo mitt lífstakmark
að vinna karlinn í sjómanni og
þegar ég var fimmtán ára tókst
það loksins og þá lagði ég hann
svo hart í borðið að úrið hans
brotnaði (en að sjálfsögðu var
aldrei var minnst á það meir).
Eftir að ég varð eldri brölluð-
um við mikið saman. Fórum sam-
an í fullt af veiðiferðum, keyptum
okkur bát saman og oft eftir vinnu
fórum við út á flóa til að fiska í
soðið. Fórum við einnig saman í
nokkrar ár og áttum við þar okkar
bestu stundir með stöng.
Ein ferð stendur þó upp úr. Þá
fórum við upp að Meðalfellsvatni
sem svo oft og var hann búinn að
tuða oft yfir því að hann þyrfti að
kaupa sér vöðlur til að geta vaðið
út í vatnið því það var svo grunnt
við bakkann.
Það sem karlinn gat nú tuðað.
En til að ná laxinum, og svo að
karlinn héldi nú kjafti, lánaði ég
honum vöðlurnar mínar og óð
hann út í mitt vatnið og ætlaði sko
aldeilis að ná laxinum. Ekki liðu
nema svona tíu mínútur, þegar
stór og feitur lax stökk fyrir aftan
hann. Eðlilega, sem og honum var
vant, varð hann drullufúll og tuð-
aði yfir því alla leiðina heim að lík-
lega þyrfti hann ekki vöðlur eftir
allt saman.
Langar mig í lokin að þakka
honum allar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Veiðiferðir, bíó-
ferðir, allar stundirnar sem hann
átti með barnabörnunum sínum,
sérstaklega þessar stundir sem
við áttum saman núna þegar við
komum heim í ágúst, og meira að
segja tuðið! Hans verður sárt
saknað.
Sérstakar þakkir fá einnig
systir mín, sem sá allra mest um
karlinn svona upp undir það síð-
asta og sá um útförina; dætur
mínar, sem aðstoðuðu hana í minn
stað; og starfsmenn hjúkrunar-
heimilisins Skjóls, fyrir umönnun
og vinskap í hans garð, hann
kunni mikið að meta það.
Haltu nú til hinstu hvílu. Minn-
ingin lifir.
Arnar Fahning
Lúðvíksson.
Jæja, þá er víst komið að því.
Tími til að kveðja. Elsku afi, í
gegnum árin höfum við átt þó
nokkrar skondnar minningar.
Það þurfti ekkert endilega að
vera merkilegt, en þó situr ým-
islegt af því alltaf með mér. Ég
gleymi því aldrei þegar þú varst í
Rauðagerðinu, þótt ég hafi nú
ekki verið há í loftinu, að ég var
nýbúin að vera hjá ömmu, og
hvíslaði hún því illkvittna prakk-
arastriki að mér að þegar ég
heilsaði þér ætti ég að vera viss
um að muna það að koma orðinu
„laukur“ fyrir, þarna fyrir aftan
nafnið þitt. Að sjálfsögðu lét ég nú
ekki segja mér það tvisvar, þó svo
að mamma og pabbi væru viss um
að ég væri búin að gleyma því. Og
þegar þetta datt út úr mér get ég
svarið að það hvítnaði aðeins yfir
þeim.
Þú heilsaðir mér líkt og venju-
lega „hæ beibí“ en í staðinn fyrir
að svara í sömu mynt svaraði ég
þér hátt og snjallt „halló Lúlli
laukur“. Ég get svo svarið það,
það kom lykt með fýlusvipnum!
En ég dó nú ekki ráðalaus og
þrátt fyrir svipinn og nístandi
þögnina sagði ég bara „hæ beibí“
og brosti svo út í eitt. Uppátæki
gleymt.
Það má líka minnast á öll þau
skipti sem þú settir á Cartoon
Network fyrir mig og sagðir mér
sko nákvæmlega á hvaða þætti
væri best að horfa. Á sumarbú-
staðarferðina okkar þar sem þú
hentir mér ofan í heita pottinn í
öllum fötunum og allar heimsókn-
irnar þar sem það mátti sko ekk-
ert gera fyrr en ég var búin að fá
að dansa fyrir þig og ömmu.
En þegar ég varð eldri, og við
vorum farin að ræða aðeins göf-
ugri mál á milli okkar, þá er ekk-
ert sem getur afsakað hvað sam-
tölunum okkar fór fækkandi.
Þegar amma féll frá og heilsu
þinni fór að hraka var bara svo
margt sem breyttist, ekki til hins
betra, því miður, og ég kem alltaf
til með að gráta það sáran.
En afi, ég samgladdist þér
samt þegar þú fékkst hvíldina
loksins, þótt ég muni alltaf sakna
þín. Að vita til þess að nú sitjirðu
ekki fastur inni í herbergi inni á
hjúkrunarheimili veitir mér vissa
ró. Það komu og sóttu þig tvær
stórglæsilegar konur sem hafa
beðið eftir þér í sjö ár og núna
loksins færðu að njóta eilífðarinn-
ar með þeim.
Það breytir því samt ekkert að
þú ert afi minn, Lúlli afi minn,
sem kenndi mér svo margt.
Við sjáumst hinum megin þeg-
ar þar að kemur.
Þín „beibí“,
Oddný.
Lúðvík Fahning
Hansson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar