Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Unnsteinn Snorri Snorrason, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka sauð-
fjárbænda (LS), segir aukna sölu á
lambakjöti síðustu mánuði „að sjálf-
sögðu minnka fyrirséðan birgða-
vanda eftir núverandi haustslátrun“.
Tilefnið er 48% aukning í neyslu
lambakjöts innanlands í ágúst (723
tonn) og 131% aukning útflutnings
(225 tonn). „Síðustu ár hefur útflutn-
ingur verið um 3.500 tonn. Á næsta
ári er gert ráð fyrir að flutt verði út
um 1.500 tonn á markaði sem borga
viðunandi verð. Afgangurinn, eða um
2.000 tonn, er sá birgðavandi sem
rætt er um. Sá vandi minnkar því úr
u.þ.b. 2.000 tonnum í 1.800 tonn með
góðri sölu í ágúst,“ segir Unnsteinn.
Rætur markaðsbrestsins
Unnsteinn segir útflutningsverð á
lambakjöti hafa lækkað úr 660 kr/kg í
fyrra í 450 kr/kg í ár. Miðað er við svo-
nefnt fob-verð, verð vörunnar komið
um borð í flutningsfar í útflutnings-
landi. Þar sé að finna þann forsendu-
brest sem orðið hafi í útflutningi á
lambakjöti, sem aftur hafi leitt til
þeirrar lækkunar á afurðaverði sem
nú er orðin raunin. Hann segir að-
spurður að lækkun afurðaverðs til
bænda á lambakjöti úr 543 krónum í
fyrra í 369 krónur fyrir sláturtíðina í
ár hafi miklar afleiðingar.
„Ef þetta verður raunin verður
ekkert sauðfjárbú rekið með hagnaði
fyrir fjármagnsliði, afskriftir og
skatta. Þetta er orðinn alltof stór biti.
Það er ekki lengur borð fyrir báru,“
segir Unnsteinn Snorri.
Það stefni að óbreyttu í gjaldþrot
hjá mörgum sauðfjárbændum.
Hann segir mikla óvissu um fram-
haldið eftir aukafund LS í fyrradag.
Þar hafi Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, mætt og rætt
málin í Bændahöllinni. Ljóst sé að
áform fráfarandi ríkisstjórnar í mál-
efnum sauðfjárbænda séu komin á ís.
Því verði t.d. líklega ekki af fyrir-
huguðum niðurskurði á fé í haust.
Ályktaði fundurinn að bændum yrði
bætt upp tekjuskerðing með sérstöku
650 milljóna króna framlagi, sem mið-
aðist við innlögð kíló dilkakjöts árið
2017. Skilyrðið er að viðkomandi hafi
fleiri en 100 vetrarfóðraðar kindur.
Upphæðin samsvarar því framlagi
sem fráfarandi ríkisstjórn hugðist
verja til að hvetja til niðurskurðar á fé
(4.000 króna uppbót á kind sem kemur
til slátrunar), álagsgreiðslna vegna
kjaraskerðingar og álagsgreiðslna
tengdra búsetu.
Vandinn ekki verið leystur
Spurður hvort bætt birgðastaða
kalli á endurskoðun á afurðaverði til
bænda segir Unnsteinn Snorri var-
hugavert að draga þá ályktun, þótt
hún hjálpi verulega til. Vandamálið sé
fjarri því að vera leyst. Verð til bænda
hafi einmitt lækkað svo afurðastöðvar
geti flutt út þá framleiðslu sem verður
til nú í haust. Unnsteinn Snorri segir
hins vegar ekki loku fyrir það skotið
að bændur fái greitt uppbótarverð á
verðskrá haustsins ef skilaverð fyrir
útflutning verði betra en nú horfir við.
Fyrir því séu þó engar tryggingar.
Hann rifjar upp að 1. október í
fyrrahaust hafi birgðir af kindakjöti
verið um 7.500 tonn, eða 700 tonnum
meiri en árið áður. „Það var því verk-
efni ársins 2017 að takast á við þá
stöðu. Það var farið í aðgerðir til að
efla útflutning sem skiluðu okkur lík-
lega um 700 tonnum í útflutning sem
annars hefði ekki orðið. Áhrif af þess-
um aðgerðum sjást meðal annars á
því að við vorum með sterkan útflutn-
ing í ágúst.“
Vandinn var fyrirséður
Að sögn Unnsteins telja afurða-
stöðvarnar æskilegt að birgðir af
lambakjöti séu 600-800 tonn fyrir
upphaf sláturtíðar. Til samanburðar
hafi birgðirnar farið niður í 600 tonn
árið 2012. Þau mörk fari nærri skorti
á sumum vöruliðum, enda sé mánað-
arneyslan um 500-600 tonn. Birgðirn-
ar séu nú um 1.100 tonn af lambakjöti
og muni aukast í 6.500-7.500 tonn eftir
núverandi sláturtíð, sem sé svipað og
eftir sláturtíðina 2016.
Unnsteinn Snorri segir að í janúar
sl. hafi afurðastöðvarnar séð fyrir
þann vanda sem nú blasir við í út-
flutningi eftir sláturtíðina í haust.
„Lækkandi verð á heimsmarkaði
og styrking krónunnar hefur unnið
gegn okkur. Því fóru Bændasamtökin
og Landssamtök sauðfjárbænda þeg-
ar í mars að ræða við ríkisvaldið um
aðgerðir til að forða því að verðhrun
yrði á skilaverði til bænda.“
Rætt um sveiflujöfnun
Bændur hafi lagt til tvær mögu-
legar leiðir til að takast á við þennan
vanda. Annars vegar sveiflujöfnun á
birgðum, sem er útfærsla á útflutn-
ingsskyldu. Með sveiflujöfnun sé
hægt að takast á við markaðsbrest
með því annars vegar að skylda
bændur til að flytja út kjöt og hins
vegar með því að ríkið kaupi vöruna af
markaði. Hvort tveggja skapi jafn-
vægi í framboði og eftirspurn.
Unnsteinn Snorri rifjar svo upp að
slík verkfæri séu fyrir hendi í ná-
grannalöndum. Evrópusambandið
hafi til dæmis gripið inn í mjólkur-
markaðinn í ESB fyrir tveimur árum
með því að kaupa upp mjólkurduft.
Það hafi varnað frekara verðhruni og
fjöldagjaldþrotum.
Skv. tölum Hagstofu Íslands hefur
verð á lambakjöti, sem er nýtt eða
frosið, hækkað um rúm 25% frá 2008.
Sú niðurstaða er fengin áður en verð-
lækkanir fyrir sláturtíðina komu til
framkvæmda. Til dæmis hefur lands-
meðaltalið á afurðaverði á lambakjöti
til bænda lækkað um rúm 33% milli
ára. Vegna forsendubrests í útflutn-
ingi og þ.a.l. offramboðs er hætta á
frekari verðlækkunum innanlands.
Greiða 20% meira en aðrir
Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni,
forstjóra SS, í Morgunblaðinu á
fimmtudag að birgðastaða á lamba-
kjöti væri betri en óttast var. Stór
þáttur í því væri útflutningur um 800
tonna frá því í vor, þegar samstilltu
markaðsátaki var ýtt úr vör.
Steinþór segir SS greiða um 20%
hærra skilaverð til bænda í ár en aðr-
ar afurðastöðvar séu yfirborganir og
staðgreiðsla talin með.
„Lækkun birgða er mjög jákvæð
en hún breytir ekki grundvallar-
ástæðu þess að verð hefur lækkað. Að
öðru jöfnu er ekki við því að búast að
SS auki verðmuninn sem fyrir er og
hækki verð umfram það sem nú er,“
segir Steinþór og nefnir til saman-
burðar að SS hafi greitt 5-7% meira
en aðrar afurðastöðvar í fyrra.
„Það þarf að flytja út um 35% af
lambakjötsframleiðslunni í landinu og
verðið erlendis er miklu lægra en inn-
anlands. Þetta hefur ekkert breyst.
Þessir kraftar halda verðinu niðri.“
Steinþór segir aðspurður að „mjög
há birgðastaða hefði keyrt verðið enn
frekar niður“. Verðfallið sé þegar
orðið gríðarlegt.
Allt að 50% verðlækkun
Samkvæmt tölum frá SS og út-
reikningum blaðsins hefur meðalverð
sem SS greiðir fyrir kindakjöt lækkað
um tæp 24% milli ára að raunverði,
eða úr 534 krónum í 406 krónur á
verðlagi nú. Þá má nefna að verðið var
608 krónur árið 2014, eða um 50%
hærra en nú. Spurður hver ætla megi
að birgðastaðan verði eftir sláturtíð
segir Steinþór að lauslega áætlað
verði hún um 9.700 tonn í byrjun nóv-
ember. Samkvæmt upplýsingum frá
Landssamtökum sauðfjárbænda
lækkaði útflutningsverð á lambakjöti
úr 660 krónum kílóið í fyrra í 450
krónur í ár, eða um 32%.
Steinþór segir varhugavert að
draga of miklar ályktanir út frá slík-
um tölum. Fluttar séu út mismunandi
afurðir af kindakjöti, með og án beins.
Til dæmis sé flutt út mikið af slögum,
sem séu á lægra verði en heilir
skrokkar. Þá sé mikið flutt út af fram-
pörtum og lærum.
Þurrkaði upp eigið fé
Steinþór segir afurðastöðvarnar
hafa hagrætt mikið. „Það hefur gert
þeim kleift að borga bændum meira
en varan hækkaði á markaði. Síðan
kom að því að afurðastöðvarnar borg-
uðu meira en markaðurinn gaf. Þá
fóru þær að klára sitt eigið fé. Það var
að gerast á afurðaárinu sem lauk í
ágúst. Nú er komin mikil verðlækkun.
Við eigum eftir að sjá mál þróast en
mikilvægt er að draga úr framleiðslu
til að verð hækki á ný til bænda.“
Bændurnir þyrftu að fá uppbót
Landssamtök sauðfjárbænda álykta að bændur verði að fá hækkun á afurðaverði Óvissa eftir
stjórnarslit Forstjóri SS segir afurðastöðvar hafa tapað eigin fé á að borga meira en markaður leyfði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Offramleiðsla Lögmál framboðs og eftirspurnar hafa þrýst niður verði á
lambakjöti. Útlit er fyrir enn frekari verðlækkanir á næstunni.
Afurðaverð á kinda-
kjöti hjáSStil bænda
2002 til 2017
Meðalverð sem SS hefur
greitt fyrir kindakjöt hvert ár
Á verð-
lagi nú*
2002 229,5 458
2003 192,7 376
2004 215,2 407
2005 293,6 534
2006 302,2 515
2007 313,1 508
2008 363,7 525
2009 397,4 512
2010 401,4 491
2011 488,8 575
2012 541,1 605
2013 561,4 604
2014 577,1 608
2015 562,2 583
2016 534 545
2017 406 406
Breyting á
raunverði
frá 2008 -22,6%
frá 2016 -25,5%
*Miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs.
Reiknað er út frá meðaltali ársins og vísitölunni
í ágúst sl. Heimildir: Sláturfélag Suðurlands, SS.
600
500
400 406
608
2002 2005 2008 2011 2014 2017
kr./kg*
Afurðaverðá lamba-
kjöti hjáLStil bænda
2008 til 2017
LS – landsmeðaltal
afurðaverðs fyrir lambakjöt
Á verð-
lagi nú*
2008 380 548
2009 400 515
2010 421 515
2011 502 590
2012 550 615
2013 594 639
2014 600 633
2015 604 627
2016 543 554
2017 369 369
Breyting á
raunverði
frá 2008 -32,7%
frá 2016 -33,4%
*Miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs.
Reiknað er út frá meðaltali ársins og vísitölunni í
ágúst sl. Heimild: Landssamtök sauðfjárbænda.
Heimild: Vísitala neysluverðs, undirliður.
600
500
400 369
639
2008 2011 2014 2017
2008 2011 2014 2017
kr./kg*
130
100
Vísitala neysluverðs frá 2008
Lambakjöt,
nýtt eða frosið
125,3
99,3
Steinþór
Skúlason
Unnsteinn Snorri
Snorrason
Birgðir af lambakjöti á Íslandi
Kg
Heimild: Matvælastofnun
8.000.000
7.000.000
6.000.000
5.000.000
4.000.000
3.000.000
2.000.000
1.000.000
0
desember
nóvember
október
september
ágúst
júlíjúní
maí
apríl
mars
febrúar
janúar
2012 2013 2014 2015 2016 2017
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937