Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Eikjuvogur 29 Opnunartími: 104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Hlýjar peysur í miklu úrvali Ellen Ragnarsdóttir ellen@mbl.is Hreyfingin hefur svo marga kosti. Hún eykur bæði þol og styrk, sem gerir daglegt líf miklu auðveldara. Fæðingin sjálf verður gjarnan auðveldari og maður er fljótari að jafna sig. Auk þess eru minni líkur á að konur sem eru duglegar að hreyfa sig á meðgöngunni bæti of mikið á sig. Þær eru jafnan fljótari að ná fyrri þyngd. Svo sofa þær yfirleitt betur og hafa þar af leiðandi betra starfsþrek. Hreyfing get- ur líka fyrirbyggt eða dregið úr ýmsum kvill- um sem gera vart við sig á meðgöngunni, svo sem stoðkerfisverkjum og þvagleka. Íþrótta- iðkun hefur einnig góð áhrif á harðlífi, krampa í fótleggjum, æðahnúta og ýmislegt fleira. Svo ekki sé talað um andlega líðan því hreyfing hefur góð áhrif á meðgöngu- og fæðing- arþunglyndi. Það er líka gott að komast út úr húsi og hitta aðrar konur í svipuðum sporum,“ segir Dagmar, en bætir við að konur þurfi þó að fara varlega af stað og hlusta á líkamann. „Flestar konur geta haldið áfram nokkurn veginn sams konar þjálfun og þær eru vanar, en það eru þó ýmsar æfingar sem gott er að varast. Ef konur eru farnar að fá verk í bak eða grind ættu þær að hægja á sér. Á með- göngunni slaknar á öllum liðböndum og því nauðsynlegt að vera skynsamur, það er nefni- lega erfitt að snúa til baka ef maður gerir ein- hverja vitleysu. Almennt séð myndi ég einnig varast of miklar þyngdir á neðri hlutann því grindin getur verið viðkvæm. Konur ættu einnig að forðast að gera æfingar á öðrum fæti. Þær ættu að reyna að hafa jafnt álag á grindina og ekki gera uppstig, hnébeygjur á öðrum fæti eða æfingar þar sem myndast ójafnvægi. Þá er ég sérstaklega að tala um þegar farið er að sjást vel á þeim og þyngd- arpunkturinn hefur breyst. Þegar hendur eru þjálfaðar er þó óhætt að halda áfram að vera með miklar þyngdir,“ segir Dagmar og bætir við að allur gangur sé á því hvenær konur kjósi að mæta í meðgönguleikfimi. „Konur eru að koma allt frá 12. viku og margar æfa fram á síðasta dag. Það hafa þó líka verið að koma til mín konur sem hafa haldið sinni líkamsrækt áfram, og skella sér svo til mín við 30 vikur. Taka kannski eitt námskeið í lokin. Þær sem hafa heilsu til eru síðan gjarnan að æfa fram að fæðingu, en það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Þær eru jafnvel farnar að ganga fram yfir og maður bíður spenntur eftir fréttum,“ segir Dagmar, sem leggur mikla áherslu styrktaræfingar í tímum. „Ef þær eru vanar að hreyfa sig geta þær haldið þeirri hreyfingu áfram á meðan þær treysta sér til. Þær verða þó að hlusta á líkam- ann og taka út æfingar sem eru óþægilegar,“ segir Dagmar og bætir við að ef konur séu í vafa sé alltaf gott að fá ráðleggingar. Hún mælir einnig með því að konur sem ekki hafa stundað líkamsrækt áður leiti ráða hjá þjálf- ara sem þekkir hvað má, og hvað má ekki. „Fyrst og fremst ættu þær þó að fara ró- lega af stað, og ekki ætla sér of mikið. Svo eru almennar styrktaræfingar alltaf góðar. Ba- kæfingar eru til dæmis góðar, sem og allar grindarbotnsæfingar, en við gerum mikið af þeim í tímum. Það er best að taka sitt lítið af hverju og reyna að taka bak og grindarbotn með. Þá er maður í góðum málum.“ Konur sem eru forvitnar um hreyfingu á meðgöngu geta kíkt á heimasíðuna www.fullfrisk.com, en Dagmar heldur einnig úti samnefndri Facebook-síðu. Meðgöngu- tímarnir fara fram í Sporthúsinu. Morgunblaðið/ Hanna Barnshafandi kon- ur ættu klárlega að hreyfa sig Hjúkrunarfræðingurinn Dagmar Heiða Reynisdóttir hefur kennt með- gönguleikfimi í 10 ár, en hún rekur fyrirtækið Fullfrísk. Dagmar segir að þungaðar konur ættu klárlega að hreyfa sig, enda hafi líkamsrækt marga góða kosti í för með sér. Frískar Það er jafnan mikil stemning í tímum. Ekki vanfærar Dagmar seg- ir að þungaðar konur geti vel tekið á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.