Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Ellen Ragnarsdóttir ellen@mbl.is Hildur mælir með því að konur flytji búferlum þegar þær eru barns- hafandi enda hafi hreiðurgerðar- tilfinningin fleytt skötuhjúunum langt, en sonur þeirra kom í heiminn fyrir nokkrum dögum. „Við erum Keflvíkingar, en við höfðum búið í Reykjavík í 10 ár. Við fluttum síðan aftur til Keflavíkur fyrir rúmi ári þegar við eignuðumst fyrsta barnið okkar. Segja má að við höfum í rauninni verið að flýja hús- næðismarkaðinn í Reykjavík,“ segir Hildur Hlíf, en lítið þurfti að gera fyrir íbúðina þegar skötuhjúin fluttu inn. „Sú sem bjó hér áður var búin að taka íbúðina í gegn, skipta um gólf- efni og annað. Við höfum síðan dúll- að okkur við að mála svolítið, finna réttu húsgögnin og gera þau upp. Mér finnst það voðalega gaman. Þegar við fluttum inn voru allir veggir gráir, sem mér finnst vera fallegur bakgrunnslitur og virka vel á móti litagleðinni minni. Við mál- uðum síðan veggina inni í barna- herbergjum í skærum litum. Ég dútlaði mér líka við að mála skápana og fleira smáræði til að poppa þetta upp,“ segir Hildur Hlíf, en hvað er það við sterka liti sem heillar hana? „Skærir litir hafa svo góð áhrif á mig. Ég klæði mig þannig, lita hárið á mér þannig og er þeirrar skoðunar að skemmtilegir litir næri sálina. Ég held hreinlega að allir skærir litir heilli mig jafn mikið,“ játar Hildur og bætir við að eiginmaður hennar sé blessunarlega sama sinnis. „Maðurinn minn deilir sömu lita- gleði og ég. Börnin hafa nú ekki vit á þessu strax, en ég grínast oft með að þau muni fara í uppreisn og ein- göngu klæðast svörtum fötum á ung- lingsárunum. En þá fá þau það bara,“ bætir hún við og skellir upp úr. Þegar Hildur Hlíf er spurð hvort hún geti hugsað sér að búa á míní- malísku heimili, innréttuðu með svart-hvítum mublum og skraut- munum, neitar hún staðfastlega. „Eftir að ég byrjaði að búa hef ég aldrei búið á þannig heimili. Mér finnst voða skemmtilegt að fylgja tískustraumum upp að vissu marki, en svo verður maður að hafa sinn persónulega stíl með. Maður verður að þora að vera maður sjálfur í hús- gagnavali og litavali og ekki vera hræddur við að fá ógeð á einhverju. Það er nefnilega alltaf hægt að breyta seinna meir.“ Ljósmyndir/Hildur Hlíf Litrík fjölskylda Hildur Hlíf, Elías Örn eiginmaður hennar og Stein- unn dóttir þeirra. Maður verður að þora að vera maður sjálfur Kötturinn Penný læt- ur sér fátt um finnast, en kvartar þó ekki yfir litadýrðinni. Hildur Hlíf Hilmarsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í litríkri íbúð í miðbæ Keflavíkur. Fjölskyldan flutti inn í byrjun sum- ars og hefur komið sér furðu vel fyrir á skömm- um tíma. Ljósmynd/Hildur Hlíf Litskrúð Baðherbergið er ekki undanskilið litadýrðinni. Húsfreyjan hefur málað hitt og þetta á heimilinu. Þar á meðal skáp- og innihurðir. Hildur dundaði sér við að mála vegg- ina í barnaherbergjunum skömmu áður en sonurinn kom í heiminn. Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 6. október Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haust / vetur 2017 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 2. október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.