Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir þvísem dag-arnir líða
kemur betur í
ljós hve illa Björt
framtíð hljóp á
sig aðfaranótt
síðastliðins föstu-
dags þegar hún
sendi í ofboði frá sér yfir-
lýsingu um að hún væri hætt
þátttöku í ríkisstjórnarsam-
starfi. Þær ásakanir sem þá
komu fram hafa reynst hald-
lausar með öllu og ástæð-
urnar fyrir brotthlaupinu í
besta falli óljósar en í versta
falli svívirðilegar rang-
færslur.
Til marks um þetta má
hafa opinn fund stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar í
vikunni þangað sem Sigríður
Andersen dómsmálaráð-
herra mætti til að svara
fyrirspurnum nefndar-
manna um málefni sem
tengjast uppreist æru, en
eftir því sem næst verður
komist virðist næturfundur
Bjartrar framtíðar fyrir
tæpri viku hafa snúist um
þau mál.
Hið undarlega er að eftir
öll stóryrðin og brotthvarfið
úr ríkisstjórnarsamstarfinu
gerðist ekkert á fyrrnefnd-
um opnum fundi sem gat
réttlætt atburðarás daganna
á undan. Dómsmálaráðherra
mætti til að svara spurn-
ingum um mál sem átti að
vera stórmál, en nefndar-
menn, sem mættu vígreifir
og byrjuðu fundinn á því
furðuverki að kjósa sér nýj-
an formann, höfðu ekkert til
málanna að leggja og engar
spurningar til ráðherrans
sem talandi er um.
Ráðherrann útskýrði mál-
in ágætlega eina ferðina enn
og vera má að það hafi
gagnast einhverjum við-
staddra sem ekki höfðu þeg-
ar áttað sig á efnisatriðum.
En fundurinn opni skilaði þó
aðallega þeim árangri, ef svo
má segja, að staðfesta að
Björt framtíð hafði hlaupist
frá ríkisstjórnarsamstarfi
án nokkurs tilefnis og að við-
hengið Viðreisn hafði elt
endaleysuna með marg-
víslegum stóryrðum án
nokkurrar innistæðu.
Allt er þetta mikið
áhyggjuefni fyrir lands-
menn sem nú standa frammi
fyrir því að fara í gegnum
kosningabaráttu í annað
sinn á einu ári og í framhaldi
af því stjórnar-
myndun, sem
gæti orðið ekki
síður erfið en sú
síðasta, og gætu
eftir það setið
uppi með veika,
margflokka ríkis-
stjórn sem hefði
ekki burði til að sameinast
um neitt nema lægsta sam-
nefnarann. Hætt er við að þá
verði lægsti samnefnarinn
venju fremur lágur. Og
reynsla kjósenda, sem einn-
ig eru skattgreiðendur og
notendur þjónustu hins
opinbera, er sú að samnefn-
arinn sé iðulega ekki mjög
beysinn. Við þessar að-
stæður eru allar líkur á að til
verði ríkisstjórn sem hækk-
ar álögur og sóar fé í fjöl-
breytt og rándýr gæluverk-
efni sem nauðsynleg eru
talin til að halda mörgum og
ólíkum flokkum og flokks-
brotum saman við ríkis-
stjórnarborðið.
Því miður er það svo að
áhrif þeirrar upplausnar
sem Björt framtíð, Viðreisn
og aðrir vinstriflokkar bjóða
nú upp á eru þegar farin að
koma í ljós. Fyrstu viðbrögð
urðu á fjármálamörkuðum
þar sem þátttakendur
kipptu að sér höndum og
verð lækkaði. En sú óvissa
sem pólitísku upplausnar-
ástandi fylgir sést víðar en á
fjármálamörkuðum þó að
auðveldast sé að mæla hana
þar til að byrja með. Áhrifin
koma líka fram í hefðbundn-
um fyrirtækjarekstri með
því að eftirspurn minnkar
þegar fólk fer að halda fast-
ar um budduna af ótta við
hækkandi skatta og versn-
andi hag. Og þessi minnk-
andi eftirspurn verður til
þess að það hægist á í at-
vinnulífinu sem aftur veldur
minni eftirspurn eftir starfs-
fólki og minnkandi svigrúmi
til að hækka laun. Þannig
meðal annars hefur upp-
lausnarástandið bein áhrif á
afkomu heimilanna í land-
inu.
Það dettur engum í hug,
sem fylgist með umræðum
margra þeirra sem nú sitja á
þingi, að þeir geri sér
nokkra grein fyrir því að
ábyrgðarleysi þeirra kunni
að kosta almenning kjara-
rýrnun. En vonandi áttar al-
menningur sig á því að upp-
lausnarstjórnmálin eru ekki
ókeypis.
Opni nefndarfund-
urinn staðfesti að
Björt framtíð hafði
hlaupið illa á sig og
að aðrir hlupu á eftir
í óvitaskap}
Upplausnin
er ekki ókeypis
Þ
að eru erfiðir tímar framundan
fyrir fólk eins og mig, sem hefur
varla nokkurn áhuga á íslenskri
pólitík. Ekki er liðið ár frá síðustu
þingkosningum og núna á að end-
urtaka leikinn með tilheyrandi karpi í öllum
fjölmiðlum og endalausum rifrildum á Face-
book. Síðan verða sveitarstjórnarkosningar
haldnar strax næsta vor – ó mig auman!
Mér leiðist líka Evróvisjón, og af svipuðum
ástæðum: valkostirnir eru ósköp óáhugaverð-
ir, boðið upp á fátt annað en ófrumlegar klisj-
ur, drama, bjánaskap og miðjumoð. Lögin eru
hvert öðru lík, fara inn um annað eyrað og út
um hitt, og yfirleitt verður allur þorri fólks
hundfúll með niðurstöðu atkvæðagreiðsl-
unnar.
En kannski er það sem þarf að almennileg-
ur frambjóðandi stígi fram í sviðsljósið: hvenær fáum
við smá ABBA í stjórnmálin? Hvar er Julio Iglesias?
Hvar er Celine Dion? Hvar eru Stefán & Eyfi íslenskra
stjórnmála? Ég myndi jafnvel gera mér Dönu Inter-
national að góðu.
Hvernig getur nokkur maður verið sérstaklega
spenntur fyrir þeim flokkum sem eru í boði í dag?
Auðvitað er smekkur fólks á flokka misjafn, rétt eins
og smekkur fólks á tónlist. Þeir sem vilja heyra sama
gamla raulið um aukin ríkisafskipti, fyrirgreiðslur og
gjafir munu hafa úr um það bil tólf stjórnmálaflokkum
að velja á kjörseðlinum í október. Við hin sem viljum há-
marka frelsið og smækka ríkið eigum erfitt
með að finna okkur flokk við hæfi. Eðlileg-
ast væri fyrir hörðustu aðdáendur frjáls-
hyggju að sitja heima eða skila auðu, þó
margir láti tilleiðast að gefa Sjálfstæðis-
flokki, Viðreisn eða Pírötum atkvæði sitt,
því þótt þeim hugnist ekki bandið geðjast
þeim að einhverjum bakraddarsöngvar-
anum sem fær stundum að láta ögn í sér
heyra.
En það þarf meira en eina litla bakrödd í
La det swinge.
Eins og margir aðrir róttækir frjáls-
hyggjumenn furða ég mig á því að alvöru
frjálshyggjuframboð hafi ekki litið dagsins
ljós. Ef íslenskum stjórnmálaflokkum er
raðað á pólitíska kompásinn blasir við að
stór skiki er óvaldaður frelsismegin á átta-
vitanum. Ég get varla verið sá eini sem myndi glaður
greiða atkvæði með alvöru „lokum-helvítis-búllunni-og-
skellum-í-lás“ frjálshyggjuflokki.
Kannski eru frambærilegustu anarkó-kapítalistarnir
of uppteknir við að græða pening og njóta lífsins til að
standa í því stappi að stofna flokk. Eða ef til vill eru þeir
löngu fluttir úr landi, á einhvern yndislegan stað þar
sem skattar eru lágir, regluverkið smátt og ríkið ekki að
skipta sér af löstum og lífsstíl borgaranna. Við þá sem
hafa fundið þetta draumaland segi ég eins og Charlotte
Nilsson hér um árið: „Take me to your heaven, hold on
to a dream“. ai@mbl.is
Ásgeir
Ingvarsson
Pistill
Þegar allir syngja sama lagið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sérstakt átak í skimun fyrirlifrarbólgu C stendur til22. september. Þeir semeru í aukinni áhættu að
hafa smitast af sjúkdómnum eru
hvattir til að fara í greiningarpróf
sem má fá á öllum heilsugæslu-
stöðvum. Auk þess er nú boðið upp
á hraðgreiningarpróf á höfuðborg-
arsvæðinu. Munnstrok eða blóð-
dropi nægir í þeim tilvikum og fást
niðurstöður á 20-40 mínútum.
Hraðgreiningarprófin eru gerð
á Landspítalanum, Göngudeild 10E
við Hringbraut og Göngudeild A3 í
Fossvogi og á Sjúkrahúsinu Vogi
frá kl. 8-16. Einnig í bíl Rauða
krossins, Frú Ragnheiði, kl. 18-21
og á opnu húsi hjá Samtökunum ’78,
Suðurgötu 3, í dag kl. 17-21. Hrað-
greiningarprófin eru fólki að kostn-
aðarlausu meðan á átakinu stendur.
Þeir sem eru í mestri áhættu
að fá lifrarbólgu C eru þeir sem
hafa sprautað sig með fíkniefnum í
æð. Um 90% þeirra sem greinst
hafa hér á landi eru úr þeim hópi.
Einnig eru í aukinni áhættu þeir
sem fengu blóðgjöf, storkuþætti eða
ígrædd líffæri fyrir 1992, þeir sem
eru með HIV, þeir sem eiga maka
sem smitaður er af lifrarbólgu C og
karlmenn sem hafa haft mök við
aðra karlmenn.
Um 600 manns hafa þegið
lyfjameðferð gegn lifrarbólgu C frá
því að opinbert þriggja ára átak
hófst í ársbyrjun 2016. Að verkefn-
inu vinna íslensk heilbrigðisyfirvöld
og lyfjaframleiðandinn Gilead sem
leggur til lyfin. Talið er að þegar
hafi náðst til 70-80% þeirra sem eru
smitaðir hér á landi. Um 95% þeirra
sem luku meðferð á fyrsta ári
átaksins læknuðust. Landspítalinn
annast framkvæmd verkefnisins og
aðalsamstarfsaðili hans er sjúkra-
húsið Vogur. Sóttvarnalæknir hefur
haft yfirumsjón með verkefninu.
Greina þarf sjúkdóminn
Sigurður Ólafsson, sérfræði-
læknir og stjórnandi átaksins, sagði
ekki tök á að bjóða upp á hraðgrein-
ingarprófið annars staðar en á
höfuðborgarsvæðinu að þessu sinni.
Prófið er sérhæft og þarf að þjálfa
starfsfólk til að gera það. Allar
heilsugæslustöðvar geta hins vegar
greint hvort fólk er smitað af lifrar-
bólgu C með blóðprufu.
Sjúkrahúsið Vogur hefur frá
upphafi skimað sjúklinga, sem hafa
notað vímuefni í æð, fyrir lifrar-
bólgu C. Þeir eru stærsti áhættu-
hópurinn. Talið er að menn fari
nærri um heildarfjölda þeirra sem
kunna að vera smitaðir hér á landi
og að sá hópur sé um 800 manns.
Áætlað er að allt að 20% hinna smit-
uðu séu enn ógreind. Mikilvægt er
að greina sem flesta sem smitast
hafa af lifrabólgu C og bjóða þeim
meðferð. Sjúkdómurinn er oft ein-
kennalaus.
„Fólk getur verið með þetta
áratugum saman án þess að finna
fyrir einkennum,“ sagði Sigurður.
„Við höfum dæmi þess að fólk grein-
ist fyrst þegar það er komið með
skorpulifur og jafnvel lifrarbilun á
lokastigi.“ Aðrir geta verið með ein-
kenni eins og þreytu og úthaldsleysi
án þess að gera sér grein fyrir því
hvað valdi.
Meðferðin gegn lifrarbólgu
C fer fram á Landspítalanum
og sjúkrahúsinu Vogi sem hef-
ur meðhöndlað um þriðjung
sjúklinganna sem hafa fengið
meðferð. Ráðgert er að bjóða
einnig upp á meðferð á Sjúkra-
húsinu á Akureyri. Eins og
meðferðin er núna er tekin
ein tafla á dag í tólf vikur.
Aukaverkanir eru engar
eða vægar.
Stórkostlegur árang-
ur gegn lifrarbólgu C
Morgunblaðið/Ásdís
Lifrarbólga C Þeir sem sprautað hafa fíkniefnum í æð eru helsti áhættuhóp-
urinn gagnvart því að smitast af þessum lúmska sjúkdómi.
„Algerlega frábært“ eru orðin
sem Valgerður Á. Rúnarsdóttir,
yfirlæknir og forstjóri Sjúkra-
hússins Vogs, notaði um ár-
angurinn af meðferðinni sem
nú er beitt gegn lifrarbólgu C.
„Í fyrsta lagi er frábært að
meðferðin bjóðist öllum. Í öðru
lagi að meðferðin sé svona létt
fyrir sjúklinginn og í þriðja lagi
að 95% þeirra sem ljúka með-
ferð læknast,“ sagði Valgerður.
Hún sagði að árangur af lækn-
ismeðferð gerðist ekki mikið
betri. Eldri meðferðir gegn
sjúkdómnum hafi verið erfiðar
og ekki jafn árangursríkar.
Valgerður sagði að flestir
sjúklinganna hefðu smitast
við að sprauta vímuefnum í
æð. Sumir bara einu sinni
en aðrir oftar. „Margir í
þessum hópi telja sig ekki
eiga neitt gott skilið.
Þetta er því mjög
þakklátt verk-
efni,“ sagði Val-
gerður.
„Algerlega
frábært“
ÁTAK GEGN LIFRARBÓLGU C
Valgerður Á.
Rúnarsdóttir