Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 50
Þorbjörg Marínósdóttir tobba@mbl.is „Ég vildi tryggja að kvöldið endaði á sætum nótum og útbjó þess vegna kveðjugjöf fyrir gestina – plötu af uppáhaldssúkkulaðinu mínu sem ég umpakkaði í per- sónulegar umbúðir með þökkum fyrir komuna og teikn- ingu eftir pabba minn. Súkkið sem um ræðir er vegan með hindberja- og chilibragði, frá fyrirtæki sem heitir Naturata,“ segir Guðrún Sóley sem er annálaður sælkeri eins og hlustendur Rásar 2 þekkja. „Það tók drjúga kvöldstund að pakka súkkulaðinu en ég var svo heppin að fá fjögurra manna her mér til lið- sinnis við að pakka plötunum sem voru rumlega 120. Verkið hófst á sirka tveimur klukkustundum. Afföllin af súkkulaði voru ekki nema 5-6 plötur, sem voru nauðsyn- legt eldsneyti í pökkunina.“ Ís á miðnætti Sjónvarpsstjarnan með bjarta brosið er vegan og borðar því engar dýraafurðir en afmælið var langt því frá bragðlítið. „Ég hef mikla unun af að útbúa veislur og veitingar, en í þetta sinn var mitt eigið framlag í lág- marki – ég gerði bara snittur, annars vegar með hum- mus, sriracha, spírum, pestó og salthnetum og hins veg- ar „blinis“ með vegan kavíar (!) (sjávarþangs-perlur sem fást í matvöruverslun IKEA), sýrðum hafrarjóma og graslauk. Síðan blandaði ég skessurótarkokteil úr ill- gresi nágrannagarðanna, sem mörgum þótti hressandi. Á miðnætti var svo borinn fram ís í vöffluformi: kasjú- hnetu- með súkkulaði og saltkaramellu.“ Grillaðir borgarar voru einnig á staðnum en jafnvel hörðustu kjötætur stundu af sælu yfir borgurunum. „BioBorgarar sáu um að grilla grænmetisborgara ofan í gesti, en að mínu mati býður staðurinn upp á besta veg- anbúrgerinn í borginni. Grillið mæltist vel fyrir, en 70 borgarar hurfu ofan í gesti á augnabliki og voru gestir á einu máli um að þeir hefðu verið ljúffengir og akkúrat mátulega djúsí og sveittir,“ segir Guðrún Sóley alsæl með afmælið. Aðspurð hvað sé framundan hjá henni á RÚV svarar hún: „Áframhaldandi ræktun og skrásetning á íslensku menningarlífi; við kynnum okkur frumýningar leikhús- anna, sinnum gagnrýni, fjöllum um íslenska tónlist og grósku í öllum mögulegum listformum. Af nógu að taka.“ tobba@mbl.is Pakkaði 120 súkkulaðistykkjum Guðrún Sóley Gestsdóttir, fyrrverandi útvarpskona á Rás 2, söðlaði nýlega um og færði sig yfir í sjónvarp en hún stýrir nú menningarumfjöllun Kast- ljóssins ásamt Bergsveini Sigurðssyni. Guðrún Sóley söðlaði þó einnig um aldurslega og færði sig yfir þrítugt og fagnaði af því tilefni í góðra vina hópi. Matarvefurinn frétti sérstaklega af glæsilegum veitingum í boðinu auk þess sem allir fengu með sér persónulegt gúmmelaði heim. Lekkert. Ásamt hamborgurunum var boðið upp á dí- sætar dúllutertur. Mátulega sveittir Strákarnir frá Bio- borgurum grilluðu grænmetisborgara ofan í viðstadda. Súkkrún Guðrún Sóley Gestsdóttir hefur slegið í gegn á RÚV með björtu brosi og skörpum og skemmtilegum athuga- semdum. Sætur endir Guðrún hannaði sjálf pakkningarnar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.