Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 50
Þorbjörg Marínósdóttir
tobba@mbl.is
„Ég vildi tryggja að kvöldið endaði á sætum nótum og
útbjó þess vegna kveðjugjöf fyrir gestina – plötu af
uppáhaldssúkkulaðinu mínu sem ég umpakkaði í per-
sónulegar umbúðir með þökkum fyrir komuna og teikn-
ingu eftir pabba minn. Súkkið sem um ræðir er vegan
með hindberja- og chilibragði, frá fyrirtæki sem heitir
Naturata,“ segir Guðrún Sóley sem er annálaður sælkeri
eins og hlustendur Rásar 2 þekkja.
„Það tók drjúga kvöldstund að pakka súkkulaðinu en
ég var svo heppin að fá fjögurra manna her mér til lið-
sinnis við að pakka plötunum sem voru rumlega 120.
Verkið hófst á sirka tveimur klukkustundum. Afföllin af
súkkulaði voru ekki nema 5-6 plötur, sem voru nauðsyn-
legt eldsneyti í pökkunina.“
Ís á miðnætti
Sjónvarpsstjarnan með bjarta brosið er vegan og
borðar því engar dýraafurðir en afmælið var langt því
frá bragðlítið. „Ég hef mikla unun af að útbúa veislur og
veitingar, en í þetta sinn var mitt eigið framlag í lág-
marki – ég gerði bara snittur, annars vegar með hum-
mus, sriracha, spírum, pestó og salthnetum og hins veg-
ar „blinis“ með vegan kavíar (!) (sjávarþangs-perlur sem
fást í matvöruverslun IKEA), sýrðum hafrarjóma og
graslauk. Síðan blandaði ég skessurótarkokteil úr ill-
gresi nágrannagarðanna, sem mörgum þótti hressandi.
Á miðnætti var svo borinn fram ís í vöffluformi: kasjú-
hnetu- með súkkulaði og saltkaramellu.“
Grillaðir borgarar voru einnig á staðnum en jafnvel
hörðustu kjötætur stundu af sælu yfir borgurunum.
„BioBorgarar sáu um að grilla grænmetisborgara ofan í
gesti, en að mínu mati býður staðurinn upp á besta veg-
anbúrgerinn í borginni. Grillið mæltist vel fyrir, en 70
borgarar hurfu ofan í gesti á augnabliki og voru gestir á
einu máli um að þeir hefðu verið ljúffengir og akkúrat
mátulega djúsí og sveittir,“ segir Guðrún Sóley alsæl
með afmælið.
Aðspurð hvað sé framundan hjá henni á RÚV svarar
hún: „Áframhaldandi ræktun og skrásetning á íslensku
menningarlífi; við kynnum okkur frumýningar leikhús-
anna, sinnum gagnrýni, fjöllum um íslenska tónlist og
grósku í öllum mögulegum listformum. Af nógu að taka.“
tobba@mbl.is
Pakkaði 120
súkkulaðistykkjum
Guðrún Sóley Gestsdóttir, fyrrverandi útvarpskona á Rás 2, söðlaði nýlega
um og færði sig yfir í sjónvarp en hún stýrir nú menningarumfjöllun Kast-
ljóssins ásamt Bergsveini Sigurðssyni. Guðrún Sóley söðlaði þó einnig um
aldurslega og færði sig yfir þrítugt og fagnaði af því tilefni í góðra vina hópi.
Matarvefurinn frétti sérstaklega af glæsilegum veitingum í boðinu auk þess
sem allir fengu með sér persónulegt gúmmelaði heim.
Lekkert. Ásamt
hamborgurunum
var boðið upp á dí-
sætar dúllutertur.
Mátulega sveittir
Strákarnir frá Bio-
borgurum grilluðu
grænmetisborgara
ofan í viðstadda.
Súkkrún Guðrún Sóley
Gestsdóttir hefur slegið í
gegn á RÚV með björtu
brosi og skörpum og
skemmtilegum athuga-
semdum.
Sætur endir
Guðrún hannaði
sjálf pakkningarnar.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Kókosjógúrt
Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt:
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Nýjar vörur frá geoSilica
Kísill Íslenskt kísilsteinefni
Recover Fyrir vöðva og taugar
Renew Fyrir húð, hár og neglur
Repair Fyrir bein og liði
Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum,
Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is