Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Morgunblaðið/Golli Tómas H. Heiðar Stjórnar málstofu um vinnu við nýjan samning. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er nú unnið að gerð nýs samnings undir hafréttarsamningi S.þ. um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjöl- breytileika hafsins utan lögsögu ríkja (BBNJ). Gert er ráð fyrir að gild- issvið samningsins verði mjög rúmt og að hann muni hugsanlega ná til alls lífs á úthafinu og á alþjóðlega hafsbotnssvæðinu. Tveir ríkjahópar eru helstu formælendur Ekki liggur enn fyrir hvort og þá að hvaða leyti hinn nýi samningur muni fjalla um fiskveiðar en árið 1995 var gerður sérstakur samningur um það efni, úthafsveiðisamningur S.þ. Nýr samningur, ef samkomulag tekst, mun ekki koma í stað hafrétt- arsamningsins eða einstakra hluta hans, heldur koma til viðbótar. Um yrði að ræða svokallaðan fram- kvæmdarsamning en úthafsveiði- samningurinn er einmitt slíkur samn- ingur. Á morgun, föstudaginn 22. sept- ember, frá kl. 12-13.30 heldur Haf- réttarstofnun Íslands málstofu um þennan nýja samning í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Þar flytja erindi þeir Tómas H. Heið- ar, forstöðumaður Hafréttarstofn- unar, Matthías G. Pálsson, lögfræð- ingur í utanríkisráðuneytinu og formaður sendinefndar Íslands á fundum undirbúningsefndar um BBNJ, og Stefán Ásmundsson, skrif- stofustjóri í atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu. Þeir fjalla um hvað felst í BBNJ, stöðu málsins og áherslur Íslands, og loks um tengsl fiskveiða við þennan nýja samning. Tómas H. Heiðar stjórnar málstofunni. Samkvæmt upplýsingum frá Tóm- asi hafa tveir hópar ríkja verið helstu formælendur nýs samnings en af ólíkum ástæðum. Annars vegar leggja ESB og nokkur ríki áherslu á að auka verndun líffræðilegs fjöl- breytileika á úthafinu, m.a. með stofnun verndarsvæða og umhverf- ismati. Hins vegar vilja þróunarríki tryggja aðgang að erfðaauðlindum á alþjóðlega hafsbotnssvæðinu, sem er sameiginleg arfleifð mannkyns, og skiptingu hagnaðar af nýtingu þeirra. Til umfjöllunar á allsherjarþinginu „Á hinum djúpa hafsbotni, þar sem sólarljóss nýtur ekki við, þrífast ör- verur sem verða til við efnatillífun við mikinn hita og þrýsting, og eru erfða- efni þeirra eftirsótt til lyfjafram- leiðslu og annars iðnaðar og því verð- mæt. Ekki var almennt vitað um tilvist lífvera á alþjóðlega hafsbotns- svæðinu þegar hafréttarsamning- urinn var gerður á sínum tíma. Allsherjarþing S.þ. hóf umfjöllun um málið árið 2004. Árið 2015 ákvað þingið að gerður skyldi alþjóðasamn- ingur um þetta efni undir hafrétt- arsamningnum. Undanfarin tvö ár hefur undirbúningsnefnd fundað í því skyni að ná samkomulagi um texta- þætti og lauk hún störfum í júlí í sum- ar. Í haust mun allsherjarþingið væntanlega taka ákvörðun um al- þjóðaráðstefnu þar sem samninga- viðræður um hinn nýja samning munu fara fram,“ segir Tómas, sem kosinn var í Alþjóðlega hafrétt- ardóminn árið 2014. Unnið er að nýjum samningi um hafréttarmál  Gæti náð til alls lífs á úthafinu og á alþjóðlega hafs- botnssvæðinu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Miklar breytingar hafa orðið á skipakosti Eskju á Eskifirði á einu ári. Fjárfest hefur verið í nýrri skip- um, sem nú eru öll á makrílveiðum í síldarsmugunni norðaustur af land- inu. Nöfn skipanna eru gamalkunn úr útgerðarsögu Eskifjarðar og hafa mikla þýðingu í sögu bæjarfélagsins. Um leið eru þau nátengd aðaleig- endum fjölskyldufyrirtækisins Eskju, þeim Björk Aðalsteinsdóttur og Þorsteini Kristjánssyni. Libas, Qavak og Charisma Í lok ágúst í fyrra gekk Eskja frá kaupum á norska uppsjáv- arveiðiskipinu Libas, sem var eitt af stærstu fiskiskipum norska flotans, 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd. Skipið fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson SU 11, en eldra frystiskip með sama nafni var selt til grænlenska útgerðarfyrirtækisins Arctic Prime Fisheries, sem aftur seldi það til Rússlands. Útgerðarfyr- irtækið Brim hf. er hluthafi í græn- lenska fyrirtækinu. Upp í kaupin á Aðalsteini Jóns- syni gekk grænlenska uppsjáv- arskipið Qavak GR 21 og fékk það nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Það er rúmlega 60 metra langt, smíðað 1999 í Noregi. Í sumar keypti Eskja síðan upp- sjávarskipið Charisma frá Hjalt- landseyjum, en það er byggt í Nor- egi 2003 og er 70,7 metrar á lengd. Skipið fékk nafnið Jón Kjartansson SU 111, en eldra skip með sama nafni er til sölu. Daði Þorsteinsson Kristjánssonar er skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni, Grétar Rögnvarsson er skipstjóri á Jóni Kjartanssyni og Hjálmar Ingvason er með Guðrúnu Þorkels- dóttur. Skipin afla öll hráefnis fyrir nýtt uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði sem tekið var í notkun í nóvember á síðasta ári. Stjórn- arformaður Eskju er Erna Þor- steinsdóttir. Bjartsýni og áræði Svo aftur sé vikið að nöfnum skip- anna þá hóf Aðalsteinn Jónsson snemma störf við útgerð og eign- aðist fyrst hlut í bát árið 1946. Árið 1960 tók hann við stjórn Hraðfrysti- húss Eskifjarðar og var forstjóri fram til ársins 2000. Foreldrar hans voru Jón Kjartansson póstur og Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja og áttu þau saman sex börn. Aðalsteinn var þeirra næstyngstur. Nöfn skip- anna þriggja eru því sótt til Að- alsteins, Jóns og Guðrúnar. Í minningapunktum um Aðalstein segir að rekstur fyrirtækisins hafi einkennst af bjartsýni og áræði Aðalsteins, sem snemma fékk við- urnefnið Alli ríki. Fyrirtækið var jafnan stærsti vinnuveitandi í byggðarlaginu. Í lok sjötta áratugarins eignaðist félagið sitt fyrsta skip, Hólmanes, sem var 130 tonna stálbátur smíð- aður í Noregi, og var gert út á línu- og netaveiðar, svo og á síldveiðar. Á árunum 1962-1970 eignaðist félagið nokkur skip af stærðinni 150-260 tonn, sem gerð voru út á línu- og netaveiðar, síldveiðar og togveiðar. Loðnan kemur til sögunnar Í sérstöku félagi bræðranna Að- alsteins og Kristins Jónssonar, sem lengi var stjórnarformaður Hrað- frystihúss Eskifjarðar, voru gerð út skipin Jón Kjartansson og Guðrún Þorkelsdóttir og voru bæði mikil aflaskip, ekki síst á síld. 1967-1968 hvarf síldin af Íslands- miðum, en nokkrum árum síðar hóf- ust veiðar á loðnu til bræðslu. Eftir því sem þær veiðar jukust var talið nauðsynlegt að fyrirtækið eignaðist skip til hráefnisöflunar og árið 1978 keypti félagið 780 tonna skip er fékk nafnið Jón Kjartansson SU-111, skipstjóri Þorsteinn Kristjánsson. 1982 keypti félagið annað skip, 360 tonn, er fékk nafnið Guðrún Þorkels- dóttir SU-211. Hætt var að gera það skip út 2003. Eftir því sem árin liðu urðu breyt- ingar í útgerð og áherslum og skipa- kosti sömuleiðis. Aukin áhersla var lögð á vinnslu á loðnu, síld og öðrum uppsjávartegundum. Nýtt uppsjáv- arskip kom til Eskifjarðar 2006 og fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson. Þá var hins vegar ekki að finna Guð- rúnu Þorkelsdóttur í flota Eskfirð- inga, en það breyttist aftur í sumar. Alli ríki og foreldrar hans hafa því öll verið á sjó síðustu vikurnar. Auk uppsjávarskipanna hefur Eskja frá 2010 gert út línubátinn Hafdísi SU 220. Alli ríki og foreldrar hans  Uppsjávarskip Eskju endurnýjuð á einu ári  Nöfnin sótt í fjölskyldu aðaleigenda  Á makríl í síldarsmugunni Ljósmynd/Eskja Til heimahafnar Nýr Jón Kjartansson SU 111 kemur til hafnar á Eskifirði í sumar. Í baksýn má sjá í gamla Jón Kjartansson og Aðalstein Jónsson. Uppsjávarskip Eskju hafa verið endurnýjuð og nýtt frystihús tekið í notkun. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.