Morgunblaðið - 21.09.2017, Qupperneq 60
60 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Ég er að hugsa um að taka mér frí í tilefni dagsins og skreppaupp til fjalla á mótorhjólinu mínu,“ segir Björgvin Þórissondýralæknir, sem á 50 ára afmæli í dag. „Síðan verð ég í faðmi
fjölskyldunnar í kvöld.“ Eiginkona Björgvins er Ragna Björk Emils-
dóttir, yfirflugfreyja hjá WOW air, en þau eiga samtals 7 börn en börn
Björgvins eru Óðinn, Þórunn og Steinunn og svo er fóstursonurinn
Alfreð Logi Ásgeirsson enn á heimilinu.
Björgvin rekur dýralæknaþjónustuna Drösul og sérhæfir sig í hest-
um. „Ég er hestamaður og það æxlaðist þannig að ég fór í að sjá ein-
göngu um hesta, en áður var ég að vinna hjá Dýraspítalanum í Garða-
bæ og var að sinna hundum og köttum og fleiru.“
Aðspurður segir Björgvin enga sérfræðiþekkingu þurfa til að sinna
sérstaklega íslenska hestinum. „Ég lærði við Dýralæknaháskólann í
Hannover og hef farið töluvert erlendis til að viðhalda þekkingu og að
sækja mér meiri menntun. Íslenski hesturinn er harðgerðari en mörg
önnur hestakyn og kvartar síður. Erlendum dýralæknum finnst oft
erfitt að eiga við íslenska hestinn því hann bítur á jaxlinn áður en
hann kvartar og er þá orðinn veikari en menn gera sér grein fyrir.“
Fyrir utan hestamennsku og mótorhjól stundar Björgvin mikið
veiðar. „Ég er með veiðihund, tíkina Blökk, og fer með hana á rjúpu,
gæs og endur. Hún er hérna hjá mér í vinnunni alla daga.“
Ljósmynd/Pétur Alan Guðmundsson
Vinirnir Björgvin og Blökk eftir vel heppnað veiðipróf.
Íslenski hesturinn
kvartar síður
Björgvin Þórisson er fimmtugur í dag
A
lbína fæddist í Reykja-
vík 21.9. 1947 og ólst
þar upp á Hagameln-
um: „Pabbi og Friðjón
Stephensen, sem var
með efnalaugina Hjálp, byggðu
Hagamel 23-25, fyrst kjallarann og
seldu hann síðan, þá hæðina og seldu
hana og loks byggðu þeir aðra hæð
og ris þar sem fjölskyldan flutti inn.
Þá var nú Vesturbærinn töluvert
öðruvísi en hann er í dag. Hagamel-
urinn var syðsta íbúðagatan á Mel-
unum og íbúðabyggð á Högunum
nánast engin. Melaskólinn var ný-
kominn svo það var stutt í skólann
fyrir mig, en engin Hótel Saga, ekk-
ert Háskólabíó, ekkert hús hjá
Raunvísindastofnun Háskólans,
enginn Hagaskóli og engin Nes-
kirkja. Hún var ekki vígð fyrr en
1957. Suður af Hagamelnum var því
samfelld víðátta alveg niður á Ægi-
síðu og við sáum út á Skerjafjörðinn.
Það var því rúmt um okkur krakk-
ana og maður lék sér úti, frír og
frjáls, allan daginn.
Einu sinni stakk ég af þegar ég
var tveggja ára og var komin niður á
Ægisíðu. Þar hitti ég Ásgeir Ás-
geirsson sem skömmu síðar varð
forseti. Hann spurði mig hvar ég
ætti heima og ég kunni skil á því.
Gerður systir hafði kennt ér að vera
gangandi merkimiði. Ég sagðist því
eiga heima á Hagamel 25, í Reykja-
vík, á Íslandi, í heiminum – og Ás-
geir kom mér heim.“
Albína var í Melaskóla, lauk gagn-
fræðaprófi frá Hagaskóla, stundaði
nám við Húsmæðraskóla Suður-
lands á Laugarvatni 1965-66, stund-
aði síðan nám við Fósturskóla Ís-
lands og lauk þaðan prófum 1992.
Auk húsmóðurstarfa hefur Albína
stundað verslunarstörf og fisk-
Albína Unndórsdóttir, fyrrv. leikskólakennari – 70 ára
Næstum því öll fjölskyldan Frá vinstri: Sigurður Maron, Hákon, Sveinbjörn, afmælisbarnið, Auðunn, Sigurður
Magnús, Guðrún með Matthildi Yrsu, Unndór með Hugrúnu Köru og loks Sigurður, eiginmaður Albínu.
Leggur lykkju á leið
sína með Lykkjunni
Hjónin Albína og eiginmaður, Sig-
urður Magnús Ágústsson, fyrrv. að-
stoðaryfirlögregluþjónn.
Þær Birta Ísgerður Þorsteinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir og Rut Haraldsdóttir
héldu tombólu og söfnuðu 7.849 kr. og gáfu Rauða krossinum að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
SOUS VIDE TÆKI OG
LOFTTÆMINGARVÉL
Verð 10.354 m.vsk Verð 19.980 m.vsk