Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 22
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Bárður Guðmundsson, útgerðarmaður í Ólafsvík og formað- ur Samtaka smærri útgerða, segir að á síðustu árum hafi afli farið minnk- andi á línuveiðum. Sjórinn hafi verið hlýrri en áður og fyrir Norðurlandi muni nú heilum þremur gráðum mið- að við síðasta haust. Í raun sé um breytingar í náttúrunni að ræða, sem erfitt sé að bregðast við. Fiskurinn hafi meira æti og taki miklu verr, sér- staklega stærri og verðmætari fisk- urinn. Ekki hagkvæmt að keyra bjóðin langa leið daglega „Þoskurinn tekur ekki beituna þegar hann getur fengið nýtt og ferskt síli,“ segir Bárður. „Ef við veiðum eitthvað smávegis er það yfir- leitt smár fiskur og þá lokar Fiski- stofa svæðinu í tvær vikur. Að auki gengur það þvert á áætlanir um upp- byggingu þorsk- stofnsins að veiða bara smáfisk. Meðan sú staða er á miðunum, að stærri fiskurinn tekur ekki beitu, þurfum við að fá að veiða í önnur veiðarfæri.“ Bárður segir að staðan sé erfið hjá þeim sem landbeita línuna en Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri Kristinn SH Báturinn hefur undanfarin ár komið með um 1.400 tonn af bolfiski að landi og rúm 100 tonn af makríl. Bárður Guðmundsson  Vandi línubáta sem beita í landi  Stóri þorskurinn tekur treglega töluverð útgerð er á landbeitta línu frá Rifi og Ólafsvík, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Bárður ger- ir út línubátinn Kristin SH 812 ásamt Þorsteini syni sínum og hafa þeir undanfarin ár landað um 1.400 tonn- um af bolfiski og rúmlega 100 tonn- um af makríl. Fjórir eru í áhöfn báts- ins og sjö vinna við beitningu í landi. „Undanfarin 16 ár höfum við flutt okkur norður fyrir land strax um mánaðamótin ágúst-september og róið þaðan þar til sjór fer að kólna í Breiðafirði, sem er í lok nóvember, byrjun desember. Aflabrögð hafa verið talsvert betri fyrir norðan und- anfarin ár. En nú bregður svo við að sjávarhitinn í Húnaflóa er svipaður og í Breiðafirði og það höfum við aldrei séð áður. Þegar við gerðum út fyrir norðan þurftum við að keyra á hverjum einasta degi með bjóðin frá Ólafsvík og aftur til baka með tilheyr- andi kostnaði. Það myndi gjörbreyta rekstrar- umhverfi krókaaflamarksbáta ef þeim yrði heimilt að veiða í net. Sam- tök smærri útgerða hafa barist fyrir því að krókaaflamarksbátar fái að velja þau veiðarfæri sem best henta hverjum og einum. Í aflamarkskerf- inu hafa menn alla möguleika á að bregðast við vandanum með því að skipta um veiðarfæri. Mikil hækkun veiðigjalda Til okkar sem erum í krókaafla- markinu eru gerðar sömu kröfur og til annarra um að greiða enn hærra veiðigjald en áður. Samt erum við bundnir af stærð báta og við aðeins eitt veiðarfæri, sem er orðið óhag- kvæmt vegna hlýnunar sjávar. Af- sláttur vegna kvótakaupa féll niður með nýju fiskveiðiári og hjá okkar út- gerð þýðir það að veiðigjöldin hækk- uðu um 450% á milli ára,“ segir Bárð- ur. Útgerðir hafa mætt þessari stöðu á ýmsan hátt og til dæmis skipti Saxhamar SH frá Rifi yfir á dragnót um fiskveiðiáramótin. Skipið er í aflamarkskerfinu og hafði í ára- raðir verið á netum og línu. Erfið staða á Snæfellsnesi og víðar á síður við um stóru línubátana sem beita um borð og hafa meðal annars verið aust- ur við Langanes í haust. Snæfell, sem er aðildarfélag Landssambands smábátaeigenda á Snæ- fellsnesi, hélt nýlega aðalfund. Þar voru meðal annars samþykktar ályktanir um að krókaaflamarksbátar fái leyfi til veiða með þorskanet- um og hins vegar að LS vinni að því að krókaaflamark verði sameinað aflamarki. Á aðalfundi Snæfells, sem haldinn var í Grundarfirði, var Örvar Már Marteinsson frá Ólafsvík kosinn formaður félagsins. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Fái að veiða í þorskanet ÁLYKTUN SNÆFELLS Sjálfstæðisflokkurinn www.xd.is Opinn kosningafundur Sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, nú á laugardaginn klukkan 11:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið verður opnað klukkan 10:30. Kaffiveitingar í boði. Hefjum kosningabaráttuna 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Rangárþing eystra og landeig- endur við Seljalandsfoss undirbúa stofnun rekstrarfélags um innviði við fossinn. Seljalandsfoss er í eigu fjögurra jarða í Rangárþingi eystra. Sveitarfélagið á svo jörðina Hamragarða en fossinn Gljúfrabúi er í landi hennar. „Við vinnum að því að stofna rekstrarfélag til að geta staðið að uppbyggingu og rekstri á svæð- inu,“ sagði Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Næsti undirbúningsfundur verður 27. september. Ísólfur sagði að væntanlega yrði félagið einkahluta- félag. Hafin er innheimta þjónustu- gjalda við Seljalandsfoss. Ísólfur sagði að félagið mundi fá tekjurnar og vinna að uppbyggingu á svæð- inu. „Fram að þessu hefur þetta verið á könnu sveitarfélagsins,“ sagði Ís- ólfur. „Við höfum greitt nánast allt sem gert hefur verið þarna. Við borgum hátt á sjöundu milljón á ári fyrir að hafa þarna salernisaðstöðu, sem þó er ekki mjög merkileg.“ Stefnt er að því að ljúka gerð deiliskipulags svæðisins. Ísólfur sagði að ekki hefði enn náðst sam- komulag við alla landeigendur um deiliskipulagið. „Deiliskipulagið er grundvöllur þess að við getum hafist verulega handa,“ sagði Ísólfur. „Í fyrsta lagi stendur til að gera stórt sameig- inlegt bílastæði. Hugmyndin er að hafa alla þessa aðstöðu sem lengst frá sjálfum fossinum. Einnig eru menn að velta fyrir sér gerð var- anlegra malbikaðra göngustíga.“ Bændur á Seljalandi hafa að mestu séð um landvörslu á svæðinu eftir að innheimta hófst. Rekstr- arfélagið mun síðan taka við land- vörslunni. gudni@mbl.is Félag um fossinn  Undirbúa rekstrarfélag um Seljalandsfoss Morgunblaðið/Árni Sæberg Seljalandsfoss Mjög vinsæll við- komustaður ferðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.