Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 63
DÆGRADVÖL 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Minniháttar árekstur getur leitt til margskonar erfiðleika ef þú tekur ekki strax af skarið og leysir málið. Þú átt fullt í fangi með að fylgjast með tækninýjungum. 20. apríl - 20. maí  Naut Að reyna að standast freistingu er stundum erfitt en ekki alltaf. Vertu hrein- skilin/n, það borgar sig alltaf. Vinur er eitt- hvað daufur í dálkinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að hafa það á hreinu að enginn misskilji skilaboð þín því þá gætu af- leiðingarnar orðið skelfilegar. Deildu skyldu- störfum þínum með öðrum ef það hægt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Brennt barn forðast eldinn. Það á við um þig eftir síðasta ævintýri sem þú tókst þátt í. Þú ert þrátt fyrir allt með hjartað á réttum stað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að vera ekki of́yfirþyrmandi eða áhugasamur um eitthvað sem þig langar til þess að gera í dag. Að staðna er það sem þú óttast mest. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það væri ekki ónýtt að geta tekið sér smá frí til þess að hlaða batteríið fyrir svart- asta skammdegið. Þú hefur yfirleitt of margt á þinni könnu. Reyndu að fækka skylduverk- efnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Haltu þínu striki ótrauð/ur þótt þér finn- ist erfitt að starfa undir eftirliti annarra. Með stuðningi og hvatningu getur fólk náð langt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Undanfarin ferðalög og mennt- un hafa búið þig undir framgang í starfi sem verður á næstu tveimur árum. Nú er komið að því að sinna vandamálum og leiða þau til lykta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Atburðir dagsins eru fyllilega til marks um innri baráttu þína. Mundu bara að lofa ekki upp í ermina á þér, heldur vertu heiðarleg/ur við alla. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú einbeitir þér að heimili og fjöl- skyldu í dag. Fljótlega gerist eitthvað óvænt sem færir þig nær ástinni – því dásamlega fyrirbæri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhvers konar ringulreið leggst yfir umhverfi þitt í dag og þú átt fullt í fangi með að hafa þitt á hreinu. Taktu það ekki óstinnt upp þótt svör við spurningum láti stundum bíða eftir sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur aðeins sjálfum þér um kennt ef verkefnin eru að vaxa þér yfir höfuð. Út- helltu ekki hjarta þínu yfir ókunnuga. Víkverja skilst að bókin 1984 eftirGeorge Orwell sé nú aftur orðin vinsæl hér á Íslandi. Þær vinsældir má víst rekja til uppsetningar á leik- riti byggðu á bókinni. Víkverji veit varla hvort hann leggur í að sjá leik- ritið, þar sem umrædd bók er líklega uppáhaldsskáldverkið hans. x x x Það er nefnilega oft sagt um kvik-myndir sem byggðar eru á bók- um, að fólki hafi fundist bókin betri. Víkverji hefur raunar sjaldnast ver- ið á þeim buxunum sjálfur, en hann skilur samt hugsunina sem liggur að baki. Engin kvikmynd, sama hversu mikið er lagt í gerð hennar, getur jafnast á við þá hugarheima sem ímyndunaraflið býr til við lestur bókarinnar. Víkverja grunar að það sama eigi við um leikverk á sviði, all- tént skemmti hann sér ekki vel síð- ast þegar hann sá uppfærslu á 1984. x x x Raunar hefur bókin haft ýmis áhrifá Víkverja, allt frá því að hann las hana fyrst í upphafi þessarar ald- ar. Eitt sinn vann Víkverji til dæmis í bingói hótelgistingu úti á landi í einu ágætu sveitarfélagi. Þegar þangað var komið fékk Víkverji út- hlutað herbergi 101. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina þá er það her- bergi staðurinn þar sem allar verstu martraðir manns leynast. Víkverji vill nú ekki ganga svo langt í lýs- ingum sínum á því ágæta hótelher- bergi, en óneitanlega var hann nokk- uð smeykur þegar lykillinn snerist í skránni. Martröðina sem leyndist innandyra var síðan hægt að lagfæra á einfaldan hátt með því að færa rúmin saman. x x x Þá getur Víkverji einnig sagt aðhann hafi komið inn í „sann- leiksráðuneytið“, en Orwell byggði lýsingu sína á því á húsi einu í Lund- únum, sem nefnist Senate House. Sú bygging lítur raunar út eins og draumabygging verðandi einræð- isherra, og má geta þess að Oswald Mosley, leiðtogi breskra fasista, ætl- aði sér að nota húsið sem stjórnstöð sína, þegar þeir tækju völdin af lög- lega kjörnum stjórnvöldum. Vel val- ið hjá Orwell sumsé. vikverji@mbl.is Víkverji Enginn er heilagur sem Drottinn, eng- inn er til nema þú, enginn er klettur sem Guð vor. (I Sam. 2:2) www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚRLÍKA FYRIR DÖMURNAR Benedikt Jóhannsson yrkir áBoðnarmiði: Hún raunir geymdi í súrsarpi og sjaldan lenti’í þrákarpi. Hún fátt eitt sagði að fyrra bragði, en á Íslandsmet í andvarpi. Allt var í góðu gengi þegar Helgi R. Einarsson hlustaði á Benedikt Jóhannesson flytja fjárlagaræðuna: Fjármála-Bensi hinn bratti er býsna klókur í snatti. Málunum bjargað ef búfénu’ er fargað og bætt við svo örlitlum skatti. Og „kjarasamningar nálgast“: Að þumbast er þjóðlegur bransi og þykjast, sem miðill í transi og hér tíðkast það hjá húskörlum að eftir höfðinu limirnir dansi. En skjótt skipast veður í lofti og nú verða kosningar í næsta mánuði. Jósefína Meulengracht Dietrich er vel með á nótunum á Boðnarmiði: Minnsta flokksins meginstefnu mjálma ég um rómi býsna reffilegum: Ég galdra mun, svo gefist öllum góður slatti, pening upp úr pípuhatti. „Það er haust,“ segir Pétur Stef- ánsson á Leirnum: Vex nú haustsins vindagnauð, visna blóm og hníga. Lauf af trjánum detta dauð og dreifast um göngustíga. Ingólfur Óma grípur boltann á lofti: Haustið er að hefja spjöll hvellt í vindum gnauðar. Blómin visin eru öll og allar flugur dauðar. Og Pétur slær botninn í kveð- skapinn: Vorfuglar allir virðist mér vera burtu farnir. en nóg af flugum eftir er, einkum geitungarnir. Ólafur á Hellulandi segir frá því, að þegar Friðrik Sigfússon frá Pitta- gerði var á 18. ári reri hann vestur við Ísafjarðardjúp. Þá hafði verið nokkur faraldur að einkennilegum slysum eða sjálfsmorðum. Morgun einn sá Friðrik mann einn ganga fram af bryggju. Þá kvað hann: Lán þótt höfum lítið vér og leið sé töf í heimi taka gröf að sjálfum sér sýnist öfugstreymi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af súrsarpi, pípuhatti og dauðum flugum „VIÐ HÆKKUM EKKI RÓMINN – VIÐ LYFTUM AUGABRÚN.“ „ÞÚ GETUR SJÁLFUM ÞÉR UM KENNT AÐ HAFA EKKI KEYPT KATTAMAT.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið getið horft spennt fram á veg og sleppt því að horfa til baka. VERÐUR LÍFIÐ EITTHVAÐ BETRA EN ÞETTA, GRETTIR? ÉG VONA ÞAÐ EINS GOTT Ó, NÚ ERT ÞÚ BYRJUÐ AÐ ÝKJA!! ÞESSI VINDBELGUR ER ALLTAF AÐ ÝKJA! HELGA, EINN DAGINN MUN ÉG KAUPA HANDA ÞÉR KASTALA FULLAN AF ÞJÓNUM! MAMMA, HRÓLFUR ER BARA MENNSKUR! REIÐI- STJÓRNUN FYRIR LENGRA KOMNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.