Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Lífskjör aldraðra og
öryrkja, sem eingöngu
hafa tekjur frá al-
mannatryggingum,
eru óviðunandi. Það er
engin leið að lifa af
þessum lífeyri. Hann
er svo lágur. Eldri
borgari í sambúð eða
hjónabandi hefur 197
þúsund krónur á mán-
uði eftir skatt. Þetta er
ekki prentvilla. Upp-
hæðin er ekki hærri en þetta. Þessi
upphæð dugar ekki fyrir nauðsyn-
legustu útgjöldum enda langt undir
neysluviðmiði velferðarráðuneyt-
isins og meðaltalsútgjöldum ein-
staklinga og heimila samkvæmt
neyslukönnun Hagstofunnar. Það
undarlega við þessar tölur er það, að
þær eru tiltölulega nýjar eða frá síð-
ustu áramótum. En þá voru sett ný
lög um almannatryggingar eftir 10
ára undirbúningsstarf. Og niður-
staðan fyrir aldraða og öryrkja var
sú, sem skýrt er frá í upphafi þess-
arar greinar. Hvers vegna? Hver er
skýringin á því, að stjórnvöld halda
lífeyri aldraðra og öryrkja svona
niðri? Ekki hafa fengist svör við því.
Áttu að vera viðbót við TR
Kjör aldraðra sem hafa lélegan líf-
eyrissjóð eru lítið betri. Algengt er
að verkafólk og iðnmenntað fólk hafi
100 þúsund kr. úr lífeyrissjóði á
mánuði. Þeir, sem eru betur settir í
þessum hópi eru ef til vill með 150-
200 þúsund úr lífeyrissjóði á mánuði.
En sjóðfélagar í þessum lífeyr-
issjóðum sæta miklum skerðingum
hjá almannatryggingum. M.ö.o.: Sá
sem hefur lífeyri úr lífeyrissjóði má
sæta því að lífeyrir hans hjá al-
mannatryggingum sé skertur veru-
lega. Útkoman er svipuð og að farið
sé beint inn í lífeyrissjóðina og líf-
eyrir þar skertur. Þegar lífeyrissjóð-
irnir voru stofnaðir var því lýst yfir,
að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við
almannatryggingar. Á
það hafa eldri borgarar,
sjóðfélagar, treyst. En
við þetta hefur ekki
verið staðið. Dæmi er
um, að eldri borgari,
sem aldrei hefur greitt
neitt í lífeyrissjóð, hafi
fengið jafnmikið frá al-
mannatryggingum og
sá sem alla tíð hefur
greitt í lífeyrissjóð. Það
er vegna skerðinganna.
Skerðingin verði af-
numin
Byggst hefur upp mikil óánægja
með lífeyrissjóðina síðustu árin. Ef
ríki og alþingi koma ekki til móts við
sjófélaga getur illa farið. Ég tel að
stefna eigi að því að skerðing lífeyris
sjóðfélaga hjá TR vegna lífeyr-
issjóða verði afnumin. Það má gera í
áföngum. En það verður að afnema
skerðinguna. Síðan þarf líka að
greiða sjóðfélögum til baka það sem
tekið hefur verið af þeim síðustu ár
og áratugi. Miðað við forsöguna tel
ég, að það haf verið ólögmætt að
skerða lífeyrisgreiðslur eldri borg-
ara (sjóðfélaga) jafnmikið og gert
hefur verið undanfarna áratugi.Það
verður því að endurgreiða eldri
borgurum þessar fjárhæðir. – Það
skiptir engu máli þó endurgreiðslan
verði kostnaðarsöm fyrir ríkið. Áður
hefur ríkið sparað sér mikla fjár-
muni með því að stunda umræddar
skerðingar. Nú er komið að skulda-
dögum hjá ríkinu.
Ríkið endurgreiði
öldruðum allar
eldri skerðingar
Eftir Björgvin
Guðmundsson
Björgvin
Guðmundsson
» Tel ég það hafa verið
ólögmætt að skerða
lífeyrisgreiðslur eldri
borgara (sjóðfélaga)
jafnmikið og gert hefur
verið undanfarnin ár.
Höfundur er fyrrverandi
borgarfulltrúi.
vennig@btnet.is
Undanfarnar vikur
hef ég fylgst með
stoltum framhalds-
skólanemum stíga sín
fyrstu skref inn í full-
orðinsárin. Halda af
stað þessa valfrjálsu
götu menntunar, and-
litin lýsa af eftirvænt-
ingu og stolti. Stolti
yfir að hafa loksins
val, val um skóla-
göngu. Ég sé þau á leið til og frá
skóla, sé þau í smáum og stórum
hópum svo geislandi glöð. Þau eru
svo lánsöm að búa á landi þar sem
tryggt er með lögum að allt unga
fólkið okkar hefur rétt til skóla-
göngu í framhaldsskóla frá 16 til 18
ára aldurs, þ.e. í tvo vetur burtséð
frá námsárangri, stöðu eða náms-
getu. „Það er eitthvað svo „fullorð-
ins“ að vera komin í framhalds-
skóla,“ sagði ung stúlka við mig um
daginn, ég tók brosandi undir það.
Þessir sömu einstaklingar fylltu
fréttaveituna mína á facebook í vor
með útskriftarmyndum eftir tíu ára
skyldunám í grunnskólum landsins,
fram undan spennandi tímar með
margvíslegum námstækifærum.
Ég fylgdist á sama tíma með vini
mínum sem átti þetta allt sameigin-
legt með jafnöldrum sínum. Ég
gladdist yfir útskriftarmyndinni þar
sem hann stóð glaður við hlið
bekkjarfélaga sinna. Ég skoðaði
myndir úr útskriftarferð bekkjarins
til Vestmannaeyja. Gleði og til-
hlökkun á hverju andliti, já og stolt
yfir að hafa lokið þessum stóra
áfanga sem skyldunámið er. Bekkj-
arfélagarnir höfðu fengið að sækja
kynningu í þeim framhaldsskólum
sem hugur þeirra stóð til og buðu
upp á námsleiðir sem hentuðu
þeim.
Spennandi framtíðin lá við fætur
þeirra. Eða hvað?
Vinur minn fékk synjun um
skólavist. Hvergi á höfuðborg-
arsvæðinu finnst pláss fyrir hann í
framhaldsskóla. Ástæðan er sögð
vera plássleysi.
Hann fæddist á Íslandi, hann er
16 ára, hann hefur sl.
10 ár mætt í grunn-
skólann sinn, stundvís,
sjaldan veikur og lagði
sig allan fram í þeim
verkefnum sem lögð
voru fyrir hann.
Hvernig má það vera
að hann fái hvergi
skólavist kann einhver
að spyrja. Það er þó
réttur hans samkvæmt
32. gr. VI. kafla í lög-
um nr. 92, lögum um
framhaldsskóla.
Fyrsta málsgrein hljóðar svo:
„Innritun, réttur til náms
Þeir sem lokið hafa grunnskóla-
námi, hafa hlotið jafngilda undir-
stöðumenntun eða hafa náð 16 ára
aldri eiga rétt á að hefja nám í
framhaldsskóla. Þeir sem rétt eiga
á að hefja nám í framhaldsskóla
samkvæmt málsgrein þessari eiga
jafnframt rétt á því að stunda nám í
framhaldsskóla til 18 ára aldurs,
sbr. ákvæði 2. gr. og 33. gr.
Vinur minn heitir Óskar Gíslason
og er með fötlun. Hann fékk ungur
að árum greininguna dæmigerð ein-
hverfa. Hann hefur nú setið heima í
fjórar vikur og skilur að sjálfsögðu
ekki hvers vegna hann fær ekki að
sækja framhaldsskóla eins og aðrir.
Óskar hefur ekki hátt, hann krefst
ekki svara, hann fer ekki í fjölmiðla
með málið, hann hringir ekki í
ráðuneyti menntamála til að krefj-
ast þess að réttindi hans séu virt og
að farið sé að lögum, Óskar er ekki
fær um það sökum fötlunar sinnar.
Við sem stöndum honum næst þurf-
um að aðstoða hann. Við þurfum að
krefjast þess að lög og réttindi séu
ekki brotin. Systir hans hefur talað
máli hans, komið fram í fjölmiðlum
og vakið máls á þessu mannrétt-
indabroti. Faðir hans hefur sent
tölvupósta, krafist svara og leitað
leiða til að fá hlut hans réttan.
Fólkið sem aðstoðar hann í daglegu
lífi hefur einnig leitað svara og tjáð
sig í fjölmiðlum. Enn situr þó vinur
minn heima og er engu nær um það
hvers vegna hann fær ekki að
sækja skóla eins og aðrir. Ég, fyrir
hönd þessa dýrmæta vinar míns, er
bæði sár og reið. Tíminn líður hratt
og það eru einungis þessi tvö ár
sem hann hefur til að sækja fram-
haldsskóla samkv. lögum.
Lög eru margbrotin, ekki ein-
göngu áðurnefnd lög um framhalds-
skóla, heldur einnig lög nr. 59, lög
um málefni fatlaðs fólks.
Samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks er brotinn.
Ísland undirritaði samninginn
hinn 30. mars 2007 og fullgilti hann
23. september 2016, sbr. þings-
ályktun nr. 61 sem samþykkt var á
145. löggjafarþingi.
Markmið samningsins er að efla,
verja og tryggja full og jöfn mann-
réttindi og grundvallarfrelsi fyrir
allt fatlað fólk til jafns við aðra.
„Hvar eru réttindi vinar míns?
Hvers vegna eru þau ekki virt?“
Ég skora hér með á Kristján Þór
Júlíusson menntamálaráðherra sem
og skólameistara þeirra framhalds-
skóla sem bjóða upp á sértækar
námsbrautir fyrir nemendur með
fötlun að svara þessum spurningum
mínum og síðast en ekki síst; bjóða
Óskar velkominn í framhaldsskóla
hið allra fyrsta.
Eru ungmenni með fötlun minna
virði en ófötluð ungmenni?
Eftir Ástu Sigríði
H. Knútsdóttur »Hann hefur nú setið
heima í fjórar vikur
og skilur að sjálfsögðu
ekki hvers vegna hann
fær ekki að sækja fram-
haldsskóla eins og aðrir.
Ásta Knútsdóttir
Höfundur er þroskaþjálfi.
haukstein@gmail.com
Með auknum
straumi ferðamanna
til Íslands ætti að
vera gullið tækifæri
til að hafa íslenskar
afurðir á boðstólum
alls staðar. Ferða-
menn koma ekki að-
eins til að skoða Gull-
foss og Geysi – þeir
vilja kaupa íslenskar
lopapeysur, borða ís-
lenskan mat og fá
mynd af fólkinu sem býr á eyju
úti í ballarhafi. En er raunin sú?
Jú, það er ekki hægt að loka Gull-
fossi eða íslenskri náttúru, en það
er hægt að útiloka íslenskar hefð-
ir. Þar eru ullarvörur fremstar í
flokki sem gæðavara unnin af ís-
lenskum konum. Það er svipað og
að fara til Tyrklands og kaupa
teppi sem ekki er innflutt frá
Kína, það er tilfinningin fyrir fólk-
inu sem hefur í aldir unnið þessa
vöru – þetta er arfur þjóðar. Ís-
lensk fyrirtæki mörg vilja kaupa
lopapeysur frá Kína. Það er hægt
að fá svo margfaldan hagnað af
því. Íslenskir framleiðendur sem
ekki geta eða vilja selja sína vöru
sjálfir loka sínum fyrirtækjum. Ef
bændur ætla að taka því að landið
verði lagt í eyði þá verður auðvit-
að engin ull til að vinna úr, engin
íslenskt lambskinn, ekkert ís-
lenskt kjöt. Íslenskt kjöt er nefni-
lega, ásamt fiski, það
besta sem erlendir
ferðalangar fá. Þeir
eru ekki komnir hing-
að til að borða ham-
borgara og erlent
nautakjöt – þeir geta
fengið það heima hjá
sér. Það er með öllu
óskiljanlegt að vit-
firrtir ráðamenn skuli
geta kollsteypt heilli
þjóð og þjóðarhefðum.
Hér er þjóð sem
hefur þraukað gegn-
um margt, en endilega látum
flóttamenn taka við stjórninni. Út-
lendir ferðamenn eru ekki að
koma til að sjá þá, þeir eru alls
staðar. Íslendingar eru þjóð –
ennþá – en við stefnum í að verða
þjóðarbrot og missa okkar karakt-
er. Ég hef ekkert á móti erlendu
fólki enda er það oft mann-
eskjulegra en mínir elskulegu
landar. En hér er fólksfjölgun of
ör fyrir smátt samfélag.
Er ekki ástæða til
að hlúa að íslenskri
framleiðslu?
Eftir Erlu Mögnu
Alexandersdóttur
Erla Magna
Alexandersdóttir
»Margfaldur ferða-
mannastraumur ætti
að kalla á aukna sölu á
íslenskum afurðum.
Höfundur er fatahönnuður,
leður-, ullar- og snyrtifræðingur
og spámiðill.
erla.magna@gmail.com
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Fenix PD35Tactical Edition
vasaljósið fer vel í hendi og vasa.
Tilvalið fyrir veiðimenn, útivistarfólk
og þá sem sinna öryggisvörslu.
Endursöluaðili: Iðnaðarlausnir ehf. | Hlíðasmári 9 | 201 Kópavogur | Sími 577 22 33
Ljósstyrkur: 1000 lumens
Drægni: 200 m
Lengd: 137 mm
Þvermál: 25,4 mm
Þyngd: 89 g (fyrir utan rafhlöðu)
Vatnshelt: IPX-8