Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 49

Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Eikjuvogur 29 Opnunartími: 104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Hlýjar peysur í miklu úrvali Ellen Ragnarsdóttir ellen@mbl.is Hreyfingin hefur svo marga kosti. Hún eykur bæði þol og styrk, sem gerir daglegt líf miklu auðveldara. Fæðingin sjálf verður gjarnan auðveldari og maður er fljótari að jafna sig. Auk þess eru minni líkur á að konur sem eru duglegar að hreyfa sig á meðgöngunni bæti of mikið á sig. Þær eru jafnan fljótari að ná fyrri þyngd. Svo sofa þær yfirleitt betur og hafa þar af leiðandi betra starfsþrek. Hreyfing get- ur líka fyrirbyggt eða dregið úr ýmsum kvill- um sem gera vart við sig á meðgöngunni, svo sem stoðkerfisverkjum og þvagleka. Íþrótta- iðkun hefur einnig góð áhrif á harðlífi, krampa í fótleggjum, æðahnúta og ýmislegt fleira. Svo ekki sé talað um andlega líðan því hreyfing hefur góð áhrif á meðgöngu- og fæðing- arþunglyndi. Það er líka gott að komast út úr húsi og hitta aðrar konur í svipuðum sporum,“ segir Dagmar, en bætir við að konur þurfi þó að fara varlega af stað og hlusta á líkamann. „Flestar konur geta haldið áfram nokkurn veginn sams konar þjálfun og þær eru vanar, en það eru þó ýmsar æfingar sem gott er að varast. Ef konur eru farnar að fá verk í bak eða grind ættu þær að hægja á sér. Á með- göngunni slaknar á öllum liðböndum og því nauðsynlegt að vera skynsamur, það er nefni- lega erfitt að snúa til baka ef maður gerir ein- hverja vitleysu. Almennt séð myndi ég einnig varast of miklar þyngdir á neðri hlutann því grindin getur verið viðkvæm. Konur ættu einnig að forðast að gera æfingar á öðrum fæti. Þær ættu að reyna að hafa jafnt álag á grindina og ekki gera uppstig, hnébeygjur á öðrum fæti eða æfingar þar sem myndast ójafnvægi. Þá er ég sérstaklega að tala um þegar farið er að sjást vel á þeim og þyngd- arpunkturinn hefur breyst. Þegar hendur eru þjálfaðar er þó óhætt að halda áfram að vera með miklar þyngdir,“ segir Dagmar og bætir við að allur gangur sé á því hvenær konur kjósi að mæta í meðgönguleikfimi. „Konur eru að koma allt frá 12. viku og margar æfa fram á síðasta dag. Það hafa þó líka verið að koma til mín konur sem hafa haldið sinni líkamsrækt áfram, og skella sér svo til mín við 30 vikur. Taka kannski eitt námskeið í lokin. Þær sem hafa heilsu til eru síðan gjarnan að æfa fram að fæðingu, en það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Þær eru jafnvel farnar að ganga fram yfir og maður bíður spenntur eftir fréttum,“ segir Dagmar, sem leggur mikla áherslu styrktaræfingar í tímum. „Ef þær eru vanar að hreyfa sig geta þær haldið þeirri hreyfingu áfram á meðan þær treysta sér til. Þær verða þó að hlusta á líkam- ann og taka út æfingar sem eru óþægilegar,“ segir Dagmar og bætir við að ef konur séu í vafa sé alltaf gott að fá ráðleggingar. Hún mælir einnig með því að konur sem ekki hafa stundað líkamsrækt áður leiti ráða hjá þjálf- ara sem þekkir hvað má, og hvað má ekki. „Fyrst og fremst ættu þær þó að fara ró- lega af stað, og ekki ætla sér of mikið. Svo eru almennar styrktaræfingar alltaf góðar. Ba- kæfingar eru til dæmis góðar, sem og allar grindarbotnsæfingar, en við gerum mikið af þeim í tímum. Það er best að taka sitt lítið af hverju og reyna að taka bak og grindarbotn með. Þá er maður í góðum málum.“ Konur sem eru forvitnar um hreyfingu á meðgöngu geta kíkt á heimasíðuna www.fullfrisk.com, en Dagmar heldur einnig úti samnefndri Facebook-síðu. Meðgöngu- tímarnir fara fram í Sporthúsinu. Morgunblaðið/ Hanna Barnshafandi kon- ur ættu klárlega að hreyfa sig Hjúkrunarfræðingurinn Dagmar Heiða Reynisdóttir hefur kennt með- gönguleikfimi í 10 ár, en hún rekur fyrirtækið Fullfrísk. Dagmar segir að þungaðar konur ættu klárlega að hreyfa sig, enda hafi líkamsrækt marga góða kosti í för með sér. Frískar Það er jafnan mikil stemning í tímum. Ekki vanfærar Dagmar seg- ir að þungaðar konur geti vel tekið á því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.