Fréttablaðið - 19.05.2018, Síða 39

Fréttablaðið - 19.05.2018, Síða 39
Þessir bílar hafa verið á mark-aðinum á Íslandi í sex til sjö ár,“ segir Magnús Ólafsson, eigandi Áltaks og ástríðugolfari. „Þeir hafa enst einstaklega vel, nánast engin bilanatíðni og ekkert vesen á þeim.“ Hann bætir því við að fjöldi golfklúbba velji að nota Excar. „GKG hefur notað þessa bíla með mjög góðum árangri, ásamt fleirum eins og Brautar- holti, Hellishólum og Vestmanna- eyjum. Nokkrir þessara bíla eru á Kiðjabergsvellinum sem þykir einn sá erfiðasti fyrir svona bíla og þessi bíll er sá eini sem hefur náð að fara tvo hringi þar á sömu hleðslunni.“ Margir halda að ef ekið er um golfvöll í golfbíl fari öll hreyfing og útivist forgörðum en það er alrangt. „Það er búið að mæla það marg- sinnis að þegar þú ert að labba með kerruna og kemur kófsveittur upp á teig, ertu að labba ellefu kílómetra en ef þú keyrir þetta sama þá ertu kannski að labba sjö kílómetra,“ segir Magnús og segir ástæðurnar vera ýmsar. „Þú mátt ekki keyra alls staðar á vellinum, þú ert að leita að boltanum, hjálpa öðrum og svo framvegis. Þetta rýrir ekkert úti- vistargildi golfíþróttarinnar.“ Hann bendir enn fremur á að golfbílar geti reynst nauðsynleg hjálpartæki. „Svo hjálpa bílarnir eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu til að stunda íþróttina meira og lengur. Golfbíll gerir ekkert nema að hjálpa til og hreyfingin af því að vera á golfbíl er litlu minni en að vera að labba þetta.“ Á golfvellinum er mikilvægt að halda einbeitingu og ákjósanlegt að sem fæst valdi truflunum. Það er því góður kostur að velja golfbíla sem ganga fyrir rafmagni þar sem þeir eru bæði hljóðlausir og umhverfis- vænir. „Rafmagnsbílar eru mjög háðir rafgeymunum,“ segir Magnús. „Excar bílarnir ganga fyrir Tudor rafgeymum sem eru bestu rafgeym- ar sem þú færð. Bílnum er stungið í venjulega rafmagnsinnstungu sem þarf að vísu að hafa 16 A öryggi. Rafhleðslan dugar svo allt að áttatíu til hundrað kílómetrum.“ Hann segir að bílarnir séu með fram- og afturgír, handbremsu og flautu og mjög einfaldir í allri notkun. „Þessi bíll er ólíkur öðrum að því leyti að hann hefur bæði stefnuljós og ljós sem getur til dæmis komið sér vel í sumarbústaðabyggðum þar sem verið að er að keyra smáspotta kannski á þjóðveginum á leiðinni út á golfvöll.“ Hann segir enn fremur að bílarnir fáist í svörtu og hvítu og séu mjög vel útbúnir. „Þeir eru með hlífðartjaldi yfir golfsettið, klaka- boxi, boltahreinsi, kylfuþrifkistu og hrífu. Yfirleitt eru þeir opnir með þaki en svo er hægt að fá hliðar- lokanir og á endann og þá er komið hús á bílinn sem skýlir gegn vatni og vindum og þar sem hægt er að setja miðstöð og annað slíkt.“ Excar golfbíllinn rúmar tvo farþega en burðargetan er 360 kg. Sjálfur vegur bíllinn 250 kg. Hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. Magnús bendir á að verðið á bíl- unum sé mjög gott. „Þetta eru mun ódýrari bílar en aðrir og hafa reynst alveg gríðarlega vel. Þeir kosta kringum milljón og við bjóðum góð greiðslukjör.“ Að lokum vill Magnús minna á að hægt er að prófa bílinn. „Komið og reynslu- akið og sannfærist um gæði Excar golfbílanna.“ Nánari upplýsingar fást hjá Magnúsi í síma: 898-0860 / maggi@altak.is. Rafmagnsgolfbíll fyrir íslenskar aðstæður Golfbílar eru fyrir mörgum hluti af staðalbúnaði þegar kemur að golfiðkun. Áltak er með til sölu Excar rafmagnsgolfbíla, vandaða gæðabíla sem henta einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Excar rafmagnsgolfbílarnir eru umhverfisvænir og endingargóðir. Excar rafmagnsgolfbílarnir fást bæði svartir og hvítir og hægt er að fá þá með yfirbyggingu og ýmsum aukabúnaði. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 9 . M a í 2 0 1 8 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D A -4 A 7 8 1 F D A -4 9 3 C 1 F D A -4 8 0 0 1 F D A -4 6 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.