Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 12. október í 4 nætur Bir tm eð fr irv ar au m re ntv illu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. VALENCIA Helgarferð til Síðustu sætin! Frá kr. 44.995 m/morgunmat Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. 2,4 milljarða kostnaður frá 2011  Dýpkun Landeyjahafnar stærsti kostnaðarliðurinn  Siglt verði alla daga ársins milli lands og Eyja Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er ekki bara kostnaður vegna dýpkunar þó að hann sé vissulega stærsti liðurinn, en inni í þessum tölum er einnig kostnaður vegna eftir- lits, mælinga, rannsókna og annarra minni framkvæmda innan hafnar,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni, við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að frá árinu 2011 hefur áðurnefndur kostnaður í Landeyja- höfn numið yfir 2,4 milljörðum króna. Þannig var, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, heildarkostnaður árið 2011 yfir 315,5 milljónir króna, rúmlega 311 milljónir árið 2013, um 250,3 milljónir ári síðar, um 625 milljónir 2015 og hátt í 466,3 milljónir króna í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur kostnaður vegna Landeyjahafnar numið tæplega 240 milljónum króna. „Sumir hafa velt því upp af hverju við látum ekki dýpka meira en gert er. Við létum hins veg- ar gera það árið 2015 og 2016, en það skilar litlu og svarar í raun ekki kostnaði,“ segir Sigurður og bendir á að hann eigi von á því að ástandið batni til muna þegar ný Vestmannaeyjaferja kemur hingað til lands og þegar búið verður að koma fyrir dýpkunarbúnaði í landi. „Þetta mun þá eflaust ekki ganga án allra vandræða, en að dýpka fyrir Herjólf, sem ristir 1,5 metrum dýpra en nýtt skip mun gera, er nær vonlaust verk,“ segir hann. Vestmannaeyjabær vinnur nú að sam- komulagi við ráðuneyti samgöngumála um yf- irtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Vestmannaeyjaferju. Hafa til þessa verið haldnir þrír undirbúningsfundir og verður sá fjórði haldinn í dag. Elliði Vignisson, bæjar- stjóri í Eyjum, segir á heimasíðu sinni ein- lægan vilja vera til að „ná þessu saman og til að svo megi verða þarf að vanda gríðarlega til undirbúnings“. En meðal þess sem Eyjamenn leggja áherslu á er að núverandi Herjólfur verði áfram til taks og hann nýttur ef þörf krefur, að siglt verði milli lands og Eyja alla daga ársins og að framlög ríkisins ásamt tekjum hvers árs standi undir kostnaði við rekstur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífæð Herjólfur á leið að bryggju. Ný 104 metra löng bráðabirgðabrú yfir Steinavötn í Suðursveit, sem kemur í stað þeirrar sem laskaðist mikið í vatnavöxtum þar eystra í síðustu viku, var opnuð í hádeginu í gær. Brúin er reist á tréstaurum sem reknir eru nið- ur í sand og síðan lagðir á þá bitar sem bera timburgólf. Á brúnni er svo einnig vegrið og ljós sem varar við að brúin er einbreið. „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig sem ég þakka góðu skipulagi og því að mannskapurinn var samhentur. Við kunnum þetta fag,“ sagði Sveinn Þórð- arson, brúarsmiður Vegagerðarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var þá með sínum mönnum í þann mund að reka smiðshöggið á verkið. Ætla má að þetta bráðabirgðamann- virki verði uppi að minnsta kosti næstu tvö árin, eða þar til ný og varanaleg brú er tilbúin. Vinnudagur brúarsmiðanna við Steinavötn frá síðastliðnum laugardegi stóð að jafnaði frá klukkan sjö að morgni fram til kl. 11 á kvöldin. Þannig keyrðu menn sig alveg í botn, sem líka þurfti enda var talsverð utanaðkom- andi pressa að ljúka verkefinu og koma samgöngum í samt lag „Það munaði miklu að öll aðföng í verkið sem þurfti voru tiltæk og bárust á réttum tíma. Við gátum reiknað með að vera búin strax á miðvikudegi, en sögðumst reikna með að verða ögn seinni til að lofa ekki upp í ermina á okkur. Í þessu verkefni gekk allt upp,“ segir Sveinn Þórðarson. sbs@mbl.is Brúarsmiðir kunna fagið  Nýtt mannvirki var reist á mettíma Ljósmynd/Óskar Örn Jónsson Brúarsmiðir Allir voru kátir að loknu góðu verki. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Framsókn- arflokksins og fyrrverandi ráð- herra, hefur ákveðið að ganga til liðs við Mið- flokkinn, nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og fara í framboð fyrir Miðflokkinn í kom- andi alþingiskosningum. Morgun- blaðið hefur öruggar heimildir fyrir þessu. Gunnar Bragi hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og er fyrrver- andi utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ekki liggur enn fyrir í hvaða kjör- dæmi Gunnar mun bjóða sig fram en allar líkur eru taldar á að hann muni leiða lista flokksins í einu af sex kjör- dæmum landsins. Gunnar Bragi sagði skilið við Framsóknarflokkinn í lok september þegar hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða lista framsóknarmanna í Norðvest- urkjördæmi. Þá sagðist hann kveðja sinn gamla flokk með mikilli sorg en sáttur við framlag sitt til hans. Í framboð fyrir Mið- flokkinn Gunnar Bragi Sveinsson  Gunnar Bragi til liðs við Sigmund Mary Hockaday, frá BBC World Service, flutti erindi um konur í fjölmiðlum fyrir fullum sal í húsakynnum Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær en hún kemur m.a. að verkefninu Turn Up The Volume á vegum BBC sem miðar að því að jafna hlut kynjanna í fjölmiðlum. Fundurinn sem Árvakur efndi til í gær er hluti af fjölmiðlaverk- efni FKA og Creditinfo og var ætlað að vekja at- hygli fólks á hlutdeild kvenna í fjölmiðlum. Sam- kvæmt Global Media Monitoring Project mælist hlutur kvenna á heimsvísu aðeins 24 prósent. Hér landi er staðan öllu betri og draga íslenskar konur og fjölmiðlar heimsmeðaltalið upp. Hér er hlutur kvenna 35 prósent og hefur aukist um 5 prósent frá árinu 2013. Fullt hús á fundi um konur í fjölmiðlum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.