Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
Björn Bjarnason spyr:
Hvers vegna dettur vinstri mönn-um fyrst í hug orðið hræðslu-
áróður þegar vakin
er athygli á líkum á
vinstri stjórn? Það er
af því að þeir vita
hverjar eru afleið-
ingar slíks stjórnar-
samstarfs. Bæði fyr-
ir eigin flokka og
samfélagið í heild.
Ein vinstri stjórnhefur setið hér
á þessari öld, stjórn
Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Steingríms
J. Sigfússonar, Sam-
fylkingar og VG, á
árunum 2009 til 2013.
Þótt stjórnin væri í raun dauð áárinu 2011 sat hún áfram í
skjóli Birgittu Jónsdóttur, fráfar-
andi þingmanns Pírata, og Þórs Sa-
aris sem bauð sig nú eins og 2016
fram í prófkjöri Pírata – von Þórs er
að komast á þing að nýju þótt hann
(hafi) einkum varið kröftum sínum
til að hallmæla Alþingi og starfs-
háttum þar á meðan hann sat þar.
Markmið Jóhönnu og SteingrímsJ. var að afsanna þá kenningu
að vinstri stjórn gæti aldrei setið
heilt kjörtímabil.
Afleiðingar stjórnarsamstarfsinsurðu þær meðal annars að
Samfylkingin varð næstum að engu
og VG stóð eftir sem meistara-
flokkur í kosningasvikum.
Það þarf engan að undra aðvinstri mönnum detti fyrst í hug
orðið hræðsluáróður þegar bent er á
það sem er í kortunum samkvæmt
könnunum og að þeir eigi kost á
meirihluta á alþingi.“
Björn Bjarnason
Staðreynd –
hræðsluáróður?
STAKSTEINAR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Veður víða um heim 4.10., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 6 léttskýjað
Akureyri 5 skýjað
Nuuk 6 skýjað
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 10 skýjað
Kaupmannahöfn 9 rigning
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 11 skýjað
Lúxemborg 12 léttskýjað
Brussel 14 skýjað
Dublin 12 súld
Glasgow 10 rigning
London 15 skýjað
París 17 heiðskírt
Amsterdam 13 súld
Hamborg 12 rigning
Berlín 12 skýjað
Vín 16 heiðskírt
Moskva 7 rigning
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 25 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 24 léttskýjað
Róm 23 heiðskírt
Aþena 21 heiðskírt
Winnipeg 10 léttskýjað
Montreal 19 skúrir
New York 20 heiðskírt
Chicago 20 rigning
Orlando 27 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:50 18:43
ÍSAFJÖRÐUR 7:58 18:45
SIGLUFJÖRÐUR 7:41 18:28
DJÚPIVOGUR 7:20 18:12
Héraðsdómur
Reykjavíkur hef-
ur dæmt karl-
mann á fimmtugs-
aldri í 14 mánaða
fangelsi fyrir að
aka ítrekað bíl
undir áhrifum
vímuefna.
Maðurinn var
stöðvaður þrívegis í október á síð-
asta ári og reyndist hann í öll skiptin
vera undir áhrifum amfetamíns og
kókaíns.
Maðurinn játaði brot sitt. Fram
kemur í dómi héraðsdóms að
skömmu eftir að þessi brot voru
framin var hann dæmdur í 12 mán-
aða fangelsi fyrir önnur umferð-
arlagabrot og var dómurinn nú því
hegningarauki.
Þá kemur fram að maðurinn hefur
sex sinnum áður verið fundinn sekur
um að aka undir áhrifum ávana- og
fíkniefna. Þá hefur hann fimm sinn-
um áður verið fundinn sekur um að
aka sviptur ökurétti en þann rétt
hefur hann misst ævilangt.
Án ökuréttinda
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi
í gær konu á fertugsaldri í 6 mánaða
fangelsi fyrir að aka bíl án þess að
hafa ökuréttindi. Konan var stöðvuð
á Selfossi í sumar og var það í átt-
unda skipti sem hún varð uppvís að
samskonar umferðarlagabroti.
Þá dæmdi Héraðsdómur Suður-
lands karlmann á þrítugsaldri í 45
daga fangelsi fyrir að aka undir
áhrifum áfengis og kannabis. Sá
maður hefur fjórum sinnum áður
verið dæmdur fyrir samskonar brot.
Loks dæmdi Héraðsdómur Suð-
urlands annan karlmann á þrítugs-
aldri í 90 daga skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að aka undir áhrifum
amfetamíns, kókaíns og kannabis.
Sá hefur áður hlotið dóma fyrir
samskonar brot og önnur hegning-
arlagabrot.
Í fangelsi
fyrir um-
ferðar-
lagabrot
Allt um sjávarútveg