Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 22

Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Á ári Hundsins 25. maí-12. júní 2018 með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt á LI fljótinu og farið upp á KÍNAMÚRINN. Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund Kínastund Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með myndasýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum. Kínasafn Unnar Njálsgötu 33B, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00–16.00. Aðgangur kr. 1.000.- Einnig er hægt að panta sérsýningar. Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 39. hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum. Til Kína með konu sem kann sitt Kína Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is GEYMIÐ GJARNAN AUGLÝSINGUNA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vertíð skemmtiferðaskipanna lýk- ur um helgina. Þá kemur síðasta skips sumarsins í Sundahöfn. Það heitir Ocean Dream, kemur á laugardaginn og fer á sunnudag- inn. Í ár voru skipakomur til Reykjavíkur 133 talsins og áætl- aður farþegafjöldi er 126.795. Starfsmenn Faxaflóahafna eru fyrir löngu byrjaðir að bóka skip fyrir næstu árin. Fyrir árið 2018 er búið að bóka nú þegar 127 skipakomur og áætlað er að far- þegar verði um 140.835, sam- kvæmt upplýsingum Ernu Krist- jánsdóttur, markaðsstjóra Faxaflóahafna. Búist er við því að fleiri skip verði bókuð á næstu mánuðum. Tvö skip munu koma í mars á næsta ári, Ocean Dream 2. mars og Magellan 9. mars, að sögn Ernu. Farþegar skipanna freista þess að sjá norðurljósin. Skipið er 171.598 tonn Annars byrjar vertíðin ekki af alvöru fyrr en í maí líkt og undan- farin ár. Fyrsta skipið í maí er Celebrity Eclipse og kemur það 3. maí. Stærsta skip sem hefur bókað komu sína næsta sumar heitir MSC Meraviglia og verður það stærsta skipið sem komið hefur hingað til lands, í brúttótonnum talið. Þetta er splunkunýtt skip, smíðað í Frakklandi, og var tekið í notkun í júní á þessu ári. Það er flaggskip skipafélagsins MSC Cruises. Það er 171.598 brúttó- tonn og 333 metrar að lengd. Skipið er rúmlega 30 þúsund tonn- um stærra en MSC Preziosa, stærsta skipið sem hingað kom í sumar. MSC Meraviglia tekur rúmlega 4.500 farþega og í áhöfn eru 1.536 manns. Káetur og svítur farþeganna eru á 15 hæðum. Það munu því koma rúmlega 6 þúsund manns á einu bretti í Sundahöfn næsta sumar, eða eins og mann- fjöldi í stórum kaupstað á Íslandi. MSC Meraviglia mun koma þrisv- ar yfir sumarið, 26. maí, 29. júní og 2. ágúst. Síðasta skipakoma ársins 2018 verður 21. október. Sama skip og núna í ár, Ocean Dream, verður síðasta skips ársins 2018. Risaskip til Reykjavíkur  127 skipakomur bókaðar 2018 Ljósmynd/MSC Cruises Risaskipið MSC Meraviglia tekur 4.500 farþega. Káetur og svítur eru á 15 hæðum og veitingastaðir skipta tugum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Spænski lífsstíllinn er þannig að það gefst mikill tími til að skrifa. Það er ýmislegt uppi á borðinu hjá mér, það er meira til,“ segir Jón Sigurður Eyj- ólfsson, rithöfundur með meiru. Jón Sigurður gefur í næstu viku út sína fyrstu bók á Spáni. Kallast hún El náufrago afortunado sem gæti útlagst Lánsami skipbrotsmað- urinn. Sögusvið bókarinnar er Bíldu- dalur og æskuár Jóns þar á níunda áratugnum. Fyrir tveimur árum gaf hann út bókina Bíldudalsbingó með Elfari Loga Hannessyni, sem sótt var í sama rann. „Þetta er saga af ungum dreng, mér sjálfum, sem varð fyrir því giftu- samlega óláni að verða ástfanginn alltof snemma. Þegar ímyndunaraflið var óbeislað, sakleysið algert og barnslegur vitleysisgangurinn í him- inloftum. Þegar barnapía kemur að sunnan og kyssir okkur strákana þá hefst kómedía sem leiðir út í ægilega tragedíu. Þetta hafði mikil áhrif á okkur Bíldudalspeyjana og ég veit ekki hvort nokkur okkar hefur beðið þess bætur.“ Hvernig kemur það til að saga frá Bíldudal ratar á bók á Spáni? „Kveikjan að þessu var sú að þegar ég var að kenna ensku í þorp- inu Priego de Córdoba átti ég það til þegar krakkarnir voru ekki í stuði að segja þeim sögur frá Bíldudal. Þá féll jafnan allt í dúnalogn og mestu óþekktarangarnir sátu kyrrir og sögðu ekki múkk. Þá datt mér í hug að ég þyrfti að skrifa þetta niður. Ég byrjaði að leita hófanna með útgefanda í janúar og var svo af- skaplega heppinn að finna einn í Granada sem heitir Editorial Nazarí. Það er ekkert spaug að komast að í bókaheiminum,“ segir Jón sem býr í bænum Alcalá la Real í Andalúsíu ásamt spænskri konu sinni og átta ára dóttur. Fegurð Bíldudals ljóslifandi Jón Sigurður er ánægður með útkomuna og telur að bókin henti ungum sem öldnum. „Ég reyni að vera skáldlegur eins og þegar ég skrifa á íslensku. Lesandinn á að geta séð Bíldudal fyr- ir sér, fjöllin og fjörðinn og fegurðina alla. Og þetta skrautlega fólk sem hélt þarna til á mínum bernskudög- um.“ Þannig að þarna koma við sögu raunverulegar persónur? „Já já. Ég er svo langt frá þessu fólki að ég leyfði mér meira að segja að nota rétt nöfn á þau. Þarna eru mínir bernskuvinir og þar á meðal meðhöfundur síðustu bókar, Elfar Logi, og nokkur sem frekar hefur ræst úr eins og Jón Páll Jakobsson sjómaður. Þau eru komin inn í spænskar bókmenntir.“ Gerir upp Grikklandsárin Jón kveðst munu þýða bókina á íslensku við tækifæri en þangað til geta bókaormar huggað sig við að síðar í mánuðinum kemur ný bók eft- ir hann út á íslensku. Sú kallast Tví- flautan og er uppgjör við fimm ára búsetu hans á Grikklandi. „Ég er búinn að vera með hana lengi í smíðum. Ég var skipbrots- maður á Grikklandi í fimm ár, var eins og Ódysseifur með Sírenunum. Eftir slæmt fyrsta ár þar sem ég var að drepast úr niðurlægingu í mexí- könsku eldhúsi var ég svo agalega heppinn að komast inn á grískt menningarsetur þar sem grísk tónlist var leikin af fingrum fram á hverju kvöldi. Þarna var samansafn af heim- spekingum, kvennaflögurum, drykkjumönnum og miklum grískum þjóðernissinnum sem vissu skónúm- er á grískum söngvurum og viður- kenndu enga músík nema í henni væri yfirgnæfandi búzúkí. Ég geri þetta tímabil upp og fleygi þessum persónum öllum til íslenskra lesenda. Eflaust er Grikklandi breytt en þetta Grikkland sem var lifnar við á þessum síðum. Þetta er algerlega stórkostlegt land. Þarna er allt til alls en eins og oft þegar svo er þá fer allt til andskotans.“ Sögur frá Bíldudal skrifaðar á spænsku Ljósmynd/Raúl Góngora Upplestur Jón Sigurður les Bíldudalssögur í skáldaklúbbnum Entre Aldonzas y Alonsos um liðna helgi.  Jón Sigurður rifjar upp skrautlega æsku fyrir Spánverja Í yfirlýsingu sem Alda Hrönn Jó- hannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sendi frá sér í gær segir hún mikinn létti að LÖKE-málið hafi verið fellt niður enda hafi hún verið ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi sínu hjá lögreglunni á Suður- nesjum. „Allt hefur þetta vakið mig til um- hugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjöl- miðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstak- lega þegar grun- ur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæru- efni,“ segir hún í yfirlýsingunni og bendir á að full ástæða sé fyrir löggjafann og stéttarfélög opin- berra starfsmanna að skoða það vandlega. LÖKE-málinu svokallaða er þar með lokið og endar með niðurfell- ingu setts héraðssaksóknara. LÖKE-málinu lokið með niðurfellingu  Alda Hrönn fagnar niðurstöðunni Alda Hrönn Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.