Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það er kraftur og bjartsýni í verð-
andi bændum þessa lands a.m.k.
þegar rætt er við nemendur á bú-
fræðibraut Landbúnaðarháskóla Ís-
lands á Hvanneyri í Borgarfirði.
Fimmtíu og tveir nemendur stunda
nám á búfræðibraut skólans, 24 á
fyrsta ári og 28 á öðru ári. Um
tveggja ára nám á framhalds-
skólastigi er að ræða og eftir útskrift
bera þau titilinn búfræðingur. Mark-
mið búfræðináms er að auka þekk-
ingu og færni einstaklingsins til að
takast á við búrekstur og alhliða
landbúnaðarstörf og í það sækir flest
ungt fólk sem ætlar sér að vera
bændur. Mikil aðsókn hefur verið í
skólann síðustu ár og gefur það góða
mynd af áhuganum á búskap, hann
er mikill og erfið staða í sauð-
fjárræktinni og oft á tíðum neikvæð
umræða um landbúnaðinn virðist
ekki stoppa ungt fólk í því að stefna á
þessa atvinnugrein.
„Það er aukinn áhugi á búskap.
Þeir sem eru með okkur í bekk hafa
bullandi áhuga á þessu,“ segir Frið-
rik Andri Atlason frá Syðri-
Hofdölum í Skagafirði. Hann er á
öðru ári og útskrifast sem búfræð-
ingur í vor ásamt kærustu sinni,
Lilju Dóru Bjarnadóttur frá Mann-
skaðahóli í Skagafirði. Þau ætla beint
í búskap að loknu námi, með for-
eldrum Friðriks í Syðri-Hofdölum.
Ekki var í boði að taka við á Mann-
skaðahóli því þar er systir Lilju kom-
in inn í búskapinn með foreldrum
þeirra.
Friðrik og Lilja ræddu við blaða-
mann ásamt Gunnhildi Gísladóttir
frá Stóru-Reykjum í Flóa og Grími
Kristinssyni frá Ketilvöllum í Blá-
skógabyggð en þau eru nemendur á
fyrsta ári búfræðibrautar. Fjór-
menningarnir eru á aldrinum 20 til
22 ára og stefna öll á búskap, Friðrik
og Lilja strax að loknu búfræðinámi
en Gunnhildur og Grímur stefna
mögulega á frekara nám eftir bú-
fræðinginn. Draumurinn er þó að
taka við á sínum heimabæjum á Suð-
urlandi þegar fram líða stundir.
Þau koma öll frá blönduðum bú-
um, með kýr og kindur, og vilja
stunda slíkan búskap áfram.
Vilja blómlegar sveitir
„Við höfum ekki áhyggjur af nýlið-
un í landbúnaði, viljinn er fyrir hendi
en fjármagn og ástandið í samfélag-
inu gæt hamlað því að nýliðunin geti
átt sér stað,“ segir Friðrik. Hin taka
undir það, varla sé möguleiki fyrir
ungt fólk að hefja búskap ef það geti
ekki tekið við búi. Þau öll eru heppin,
geta tekið við af foreldrum sínum en
nokkrir bekkjarfélagar þeirra koma
úr þéttbýli og eiga sér þann draum
að verða bændur, möguleikarnir fyr-
ir þau séu litlir. „Það er hálfsvekkj-
andi þegar fólk hefur brennandi
áhuga á þessu að geta ekki komist
inn í stéttina,“ segir Friðrik. Ef jörð
á sæmilegu verði kemur í sölu er yf-
irleitt allt í niðurníðslu, engin útihús
og túnin í órækt og þá sé ógerningur
fyrir ungt fólk að keppa við efnafólk
um jarðir. „Það er efnafólk að kaupa
flottar jarðir undir veiði, hross eða
ferðamenn, það er leiðinlegt að sjá
góðar bújarðir fara í svoleiðis,“ bætir
Friðrik við.
Grímur vill sjá meiri lög um nýt-
ingu á landinu. „Það er ekki gott fyr-
ir neinn að bú leggist af, að á milli
ferðaþjónustubæja blasi aðeins við
sinutún og hús í niðurníðslu. Þegar
þú keyrir um landið viltu hafa blóm-
legar sveitir.“
Óvissa í sauðfjárrækt
Staðan í sauðfjárræktinni hefur
ekki verið beysin að undanförnu,
með lækkandi afurðaverði og kröfu
um fækkun fjár. Þau eru sammála
um að sú umræða öll sé frekar letj-
andi en hafa fulla trú á að ástandið
lagist á næstu árum, staðan í sauð-
fjárræktinni hafi ekki dregið úr löng-
un bekkjarfélaganna til að búa með
sauðfé, fleiri hafi hug á því en að búa
með kýr. „Búskapur er líka svo mikið
áhugamál. Það er enginn sauð-
fjárbóndi því hann græðir svo mikið
á því. Þess vegna er svo erfitt að
hætta með sauðféð því áhuginn
minnkar ekkert,“ segir Gunnhildur.
Friðrik bendir á að það vanti alla
nýliðun í sauðfjárræktina, meðal-
aldur sauðfjárbænda sé hár. „Ein-
hvern tímann kemur að þeim tíma-
punkti að fólki fer fækkandi í þessari
stétt. Meðalaldurinn er alltaf upp á
við og einhvern tímann verður
kannski skortur á lambakjöti og þá
komum við sterk inn.“
Þau ætla öll að halda áfram með
kindur á sínum búum þó að Friðrik
búist við lítillegri fækkun. „Menn eru
búnir að leggja til allan kostnað þetta
framleiðsluár, áburð og heyöflun hef-
ur verið mjög góð, svo maður skilur
alveg að bændur hangi kannski eitt-
hvað núna en hugsi sig um næsta
haust ef ástandið verður eins þá.“
Grímur bendir líka á að aðgerð-
irnar sem ríkisstjórnin ætlaði að fara
í til að koma til móts við sauð-
fjárbændur séu allar í uppnámi núna
eftir stjórnarslitin og því sé allt í
lausu lofti. Þau dæsa öll þegar póli-
tíkina ber á góma.
„Við fengum afleitan landbún-
aðarráðherra,“ segir Friðrik og vísar
þar til Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttur, hún sé ekki hátt skrifuð inn-
an veggja skólans. „Það er lágmark
að sá sem situr í stól landbúnaðar-
ráðherra hafi einhverja þekkingu á
landbúnaði. Viti um hvað málið
snýst,“ segir Lilja. „Hún reyndi lík-
lega sitt besta en það átti ekki alltaf
við. Pólitíkin er í einhverju rugli
núna og maður veit ekkert hvernig
þetta á eftir að fara,“ segir Friðrik.
Þau eru ekki ánægð með ástandið á
Alþingi og finnst þingmenn taka litla
ábyrgð á stöðu sinni. „Það gerist
ekkert í þjóðfélaginu ef það er enda-
laust verið að kjósa í nýjar stjórnir,
það er aldrei hægt að klára verk-
efnin,“ segir Lilja.
Kókómjólk úr svörtum kúm
Spurð út í hvernig þeim finnst við-
horfið í samfélaginu til bænda eru
þau sammála um að þekkingin sé lít-
il. „Það er ekkert spes viðhorf til
bænda en það byggist oft á þekking-
arleysi, sérstaklega hjá þeim sem
eru vegan,“ segir Grímur og vísar
þar til sístækkandi hóps sem neytir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gömlu skólahúsin Hvanneyri er blómlegt skólaþorp þar sem boðið er upp á fjölbreytt háskólanám og búfræði á framhaldsskólastigi. Gömlu skólahúsin á myndinni eru um og yfir 100 ára gömul.
Kraftur og bjartsýni í bændum
Fimmtíu og tveir nemendur í búfræðinámi á Hvanneyri Fjórir verðandi bændur segja aukinn
áhuga á búskap hjá ungu fólki Hafa áhyggjur af nýliðun bænda Lítil þekking á sveitastörfum
Smíðar Grímur Kristinsson frá Ketilvöllum í Bláskógabyggð var í valáfang-
anum búsmíði þegar Morgunblaðið hitti hann á þriðjudaginn.
Búfræðingur Gunnhildur Gísladóttir frá Stóru-Reykjum í Flóa er á fyrsta
ári í bændadeild. Hér rennir hún stólfót í búsmíði.