Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 32

Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 32
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hamfarir og almennar breytingar á náttúrufari eru orsakavaldar þess að byggja hefur þurft eða þarf nýjar brýr yfir fjórar jökuls- ár á Suðausturlandi. Nýjasta til- vikið er brúin yfir Steinavötn í Suðursveit en í vatnsflóðinu þar eystra í síðustu viku gróf mikið undan einum af fimm stöplum brúarinnar svo hún skekktist og burðarþol hennar brast. Fyrir vik- ið er hún metin ónýt og síðan um helgi hafa starfsmenn Vegagerð- arinnar unnið að smíði nýrrar bráðabirgðabrúar sem verður tilbúin um eða eftir komandi helgi. Þetta er þó aðeins lítill partur af stórri sögu sem gerst hefur frá 2011 til 2017. Verkefnum sem þessu hafa fylgt hafa kostað hundruð milljóna króna. Múlakvíslarbrú mátti sín lítils Brúna yfir Múlakvísl, sem er vestast á Mýrdalsjökli, tók af flóði að næturlagi 9. júlí 2011. Senni- legasta skýringin á því er talin vera hlaup úr jarðhitakötlunum í Kötlu, sem eru á austanverðum jöklinum. Meðal jarðvísindamanna hafa þó verið deildar meiningar um þetta og sumir í þeirra hópi telja að skyndileg innspýting af kviku eða jafnvel lítið eldgos hafi orsakað hlaupið. Vatnssýni sem tekin voru strax eftir hlaupið bentu þó frekar til þess að í ánni væri jarðhitavatn, sem ekki hefði komist í snertingu við goskviku. Vatnselfur í stjarnfræðilegum stærðum byltist fram um farveg svo Múlakvíslarbrú, steypt og sterk að því er virtist, mátti sín lítils og henni skolaði fram. Þjóð- vegurinn var í sundur og allt stoppaði. Vegagerðarmenn höfðu hröð handtök, reistu á um einni viku bráðabirgðabrú sem þótti snaggaralega gert. Ný varanleg brú yfir fljótið var tekin formlega í notkun sumarið 2014; hún er 162 metrar og er brúargólfið 2 metrum hærra en á eldri brú. Lágpunktar eru í veg- inum sinn hvorum megin brúar svo flóðið rjúfi veg en ekki brú. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 Stærsta Skaftárhlaup frá því mælingar hófust kom í október 2015. Það var úr Eystri-Skaftár- katli, sem hafði þegar þarna var komið sögu breikkað mikið og vatnsmagn í honum aukist. Flóðið fór fram um Skaftá og Eldvatn, sem úr henni rennur en það myndaðist í Skaftáreldunum 1783. Skaðinn af þessu Skaftárhlaupi varð helstur sá að mikið brotnaði Brýr í landi breytinga  Flóð í jökulám og hop jökla vegna hlýnunar  Brýr brotna og ár í nýja farvegi  Mikill kostnaður  Múla- kvísl, Eldvatn, Skeiðará og Steinavötn Steinavötn Í miklum vatnavöxtum í Vatnajökulssveitum í sl. viku gróf und- an stöpli svo þessi brú er ónýt. Reisa þarf varanlega í staðinn á næstunni. Eldvatn Í Skaftárhlaupi 2015, þegar þessi mynd var tekin, gróf undan eystri landstöpli Eldvatnsbrúar við Ása sem er nánast í lausu lofti. Framkvæmdir við nýja brú hefjast fljótlega. Morgunblaðið/Eggert Formlegt Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra opnaði nýja brú yfir Múlakvísl með borðaklippingu við hátíðlega athöfn sumarið 2014. Ljósmynd/Sveinn Þórðarson Steinavötn Framkvæmdir við bráðabirgðabrú nú í vikunni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Maðurinn má sín lítils gagnvart náttúrunni og reginöflum hennar. Heinabergsvötn aust- ast í Suðursveit komu undan Heinabergsjökli, ásamt ánni Kolgrímu, og féllu um aura til sjávar. Þetta var talsvert vatns- fall sem reist var 38 metra löng stálgrindarbrú yfir og var hún tekin í notkun árið 1948. Á þessum tíma var þjóðleiðin um sveitina nokkru norðar og ofar í landinu en nú er. Fáum miss- erum eftir að umrædd brú komst í gagnið færðu Heina- bergsvötnin sig svo öll yfir í farveg Kolgrímu. Síðan þá hef- ur brúin verið á þurru sem er hliðstætt því sem gerðist með Skeiðará sem nú fellur í Gígju- kvísl. Svona er landið alltaf að breytast og því þarf að bregð- ast við, svo lengi sem mann- legir kraftar duga. Lengi hafa til dæmis verið uppi áhyggjur af því að sjórinn gengur sífellt meira á haftið milli sjávar og Jökulsárlóns á Breiðmerkurs- andi. Getur því svo farið að lón- ið með sínum óteljandi jökum breytist í óbrúanlegan fjörð þannig að hringveginum skoli burt. Brú á þurru og önnur er í hættu HEINABERGSVÖTN Í SUÐURSVEIT FÓRU Í NÝJAN FARVEG Heinabergsvötn Náttúran er gráglettin. Spáný brúin, reist 1948, stóð eftir á þurru. Breiðmerkursandur Haft gæti brostið og Jökulsárlón breyst í óbrúanlegan fjörð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.