Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er von aðÍslendingarfylgist af at-
hygli með atburð-
um í Katalóníu.
Spánn er nærri
mörgum hér á
landi. Viðskipta-
samböndin við
landið hafa verið sterk lengi.
Stór hluti þjóðarinnar hefur
dvalið lengur eða skemur á
Spáni. Langflestir skemur, en
þá oftar og eiga þaðan góðar
minningar.
Það eru fleiri en ein ástæða
fyrir því að þjóð í sambandsrík-
inu Spáni, 25 sinnum fjölmenn-
ari en sú íslenska er að knýja á
um sjálfstæði sitt. Spurningin
er fremur sú, hvers vegna ein-
mitt núna. Það eftir að reginöfl í
Evrópu hafa unnið hörðum
höndum síðustu áratugi að því
að deyfa mikilvægi þjóðríkisins
í tilverunni eins og frekast er
fært. Og náð töluverðum ár-
angri.
Því er beint og óbeint haldið
fram af þunga að þjóðríkið eigi
naumast við lengur. Og rökin
sem færð eru fram eru fjarri því
að vera öll út í bláinn. Heim-
urinn hefur vissulega skroppið
saman, þótt í óeiginlegri merk-
ingu sé. Hin gamla „órafjarlægð
ríkja á milli“ kemur ekki lengur
í veg fyrir að þau geti átt í sam-
keppni og í þéttu samstarfi.
Þess vegna er talið mikilvægt
og jafnvel óhjákvæmilegt að
áþekkar viðurkenndar reglur
gildi hvarvetna um viðskipti.
Reglur sem einstök ríki geti
ekki að hentugleikum eða vegna
pólitískra sjónarmiða fiktað í.
Eftir því sem fleiri hafa beygt
sig fyrir hinum al-
gildu sjónarmiðum
hefur ríkisvald með
stoð í lýðræðis-
legum grunni látið
undan. Ekki síst
fyrir þeim sem
standa utan og ofan
við það allt í hinni
nýju veröld.
Í þessu samhengi eru ekki
efni til að fara yfir rök með eða
móti þessari þróun. En stað-
reyndin er sú að sjálfstæðisvit-
undin og þjóðarástin hafa
reynst miklu sterkari en ætlað
var. Og þær hafa lítinn áhuga á
lögmálum exelskjala sem öll
heimsins viðskiptaráð fagna
með lófataki. Ekki frekar en
ást, tryggð, trú eða samkennd
og allt hitt sem tekur svo lítið
pláss en getur orðið fyrirferðar-
mest alls.
Margir myndu ætla að Kata-
lónía gæti unað sér í þróuðu
evrópsku menningarríki á borð
við Spán. Það ætti að geta samið
með friðsemd um að enn frek-
ara tillit yrði tekið til þess að
þar fari þjóð með eigin sögu og
tungu, sem vilji að rödd hennar
sjálfrar verði þýðingarmeiri en
nú er. En kostur þessa var kýld-
ur niður. Kylfur lögreglu ríkis-
ins voru látnar flytja gagnrökin.
Þá er eðlilegt að færri vilji
hlusta en voru tilbúnir til þess
fyrr.
Nú hóta leiðtogar ESB að
Katalónía hverfi úr heimi sam-
bandsins beygi hún sig ekki fyr-
ir yfirvöldum í Madríd. Þau
sömu yfirvöld hafa nú ákveðið
að senda herdeildir alríkisins til
Barselóna. Þau hafa ekkert lært
og Brussel enn minna.
Það er þyngra en
tárum taki hve yfir-
völd Spánar hafa
haldið illa á sínum
málstað}
Hækka róminn og hóta
Flokkarnir tveirsem enn sitja í
ríkisstjórn en mæl-
ast ekki með mann
á þingi í skoðana-
könnunum eiga sér-
kennilegan feril
þegar kemur að
gömlum grundvall-
aratvinnugreinum þjóðarinnar.
Sumir stuðningsmenn Bjartrar
framtíðar telja að sá flokkur
hafi slegið sér upp og skriðið
inn á þing fyrir síðustu kosn-
ingar með því að berjast gegn
bændum. Það hafi átt upp á
pallborðið í einhverjum hópum,
en ekki er líklegt að þeir hafi
verið stórir.
Nú hefur hinn smáflokkurinn
skipað fulltrúa í nefnd sem
fjallar um verðlag búvara og þá
tókst þannig til að alræmdur
andstæðingur landbúnaðarins
var skipaður í nefndina. Ef til
vill telur þessi smáflokkur að
með því að kasta þannig stríðs-
hanskanum framan í íslenskan
landbúnað megi hífa flokkinn
upp og inn á þing,
en það er ekki lík-
legt að slíkar að-
ferðir dugi til þess.
Það er þó ekki
aðeins landbún-
aðurinn sem smá-
flokkunum tveimur
er í nöp við, sjávar-
útvegurinn hefur einnig orðið
fyrir árásum. Flokkarnir settu
til að mynda sem skilyrði fyrir
stjórnarþátttöku að halda þess-
ari undirstöðuatvinnugrein
þjóðarinnar í óvissu með því að
skipa nefnd um breytingar
þóknanlegar andstæðingum
þess farsæla fiskveiðistjórnar-
kerfis sem verið hefur við lýði
um áratugaskeið.
Atvinnulífið í landinu þarf
ekki að gráta það þó að þessir
tveir furðuflokkar hverfi úr
stjórnarráðinu og af vettvangi
stjórnmálanna. Og vonandi
verða niðurstöður kosninganna
á þann veg að atvinnulífið þurfi
ekki að óttast árásir á næsta
kjörtímabili.
Sumir telja gagnlegt
að reyna að slá sér
upp á óvild í garð
einstakra greina
atvinnulífsins}
Furðuflokkar gegn atvinnulífi
Þ
að var ánægjulegt að heimsækja
Hvanneyri á þriðjudaginn og
spjalla við ungt fólk í bú-
fræðinámi við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands. Viðtalið við þau
má sjá á blaðsíðum 28 og 30 í blaðinu í dag.
Eins og heyra má á unga fólkinu er áhuginn
mikill á því að gerast bændur, þau eru
bjartsýn og kraftmikil og ætla ekki að láta
slæma stöðu í sauðfjárræktinni eða nið-
urbrjótandi tal um landbúnaðinn hrekja sig
frá því að starfa við það sem þau hafa
áhuga á og ástríðu fyrir.
Aðsóknin á búfræðibraut hjá Landbún-
aðarháskólanum er mikil og hefur farið vax-
andi síðustu ár, námið er góður grunnur
fyrir þá sem ætla að starfa við landbúnað og
ánægjulegt að sjá að unga fólkið vill mennta
sig í því sem það ætlar að starfa við, jafnvel þó að það
hafi alist upp í sveit og unnið sveitastörf frá barns-
aldri.
Viðmælendur mínir voru ekki sáttir við neikvætt
viðhorf margra til matvælaframleiðslu á Íslandi og
sögðu það stafa af þekkingarleysi og voru ósáttir við
að það neikvæða kæmist alltaf í umræðuna en sjaldan
það jákvæða. Þekkingarleysið næði ekki bara til borg-
arbúa heldur líka til landbúnaðarráðherrans sem þau
sögðu afleitan. Það væri lágmark að sá sem stýrði
landbúnaðarmálunum vissi eitthvað um hvað málin
snerust.
Starfandi landbúnaðarráðherra, Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir, sýndi litla viðleitni
til að kynnast landbúnaðinum á sinni stuttu
stjórnartíð og þegar hún loksins fór að
sýna viðleitni til að bjarga sauðfjárbændum
frá stórfelldu tekjutapi þá sprakk stjórnin.
Það fóru sumir að hafa smá trú á Þor-
gerði sem ráðherra landbúnaðarmála þegar
hún fór að vinna af alvöru í málefnum sauð-
fjárbænda en sú trú var fljót að hverfa þeg-
ar hún ákvað að sýna hvar hún stæði í lok
ráðherratíðar sinnar með skipun í verðlags-
nefnd búvara. Þar sýndi hún að hún stend-
ur enn með fyrrverandi launagreiðendum
sínum hjá Samtökum atvinnulífsins (Sam-
tök verslunar og þjónustu eru m.a. aðild-
arsamtök þeirra) eins og Þorsteinn Víg-
lundsson félags- og jafnréttismálaráðherra,
fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins,
gerir líka.
Það var Þorsteinn sem skipaði Þórólf Matthíasson
hagfræðing í verðlagsnefnd búvara en eins og kunnugt
er hefur Þórólfur reglulega sent bændastéttinni kaldar
kveðjur. Það er óskiljanlegt að tilnefna slíkan mann í
verðlagsnefnd búvara, nefnd sem ákveður laun bænda
og verð búvara í heildsölu. Maðurinn er skipaður og
ekki við hann að sakast heldur þá sem skipuðu hann,
þeir vilja ekki skapa frið. Landbúnaðarráðherra segir
að bændur geti ekki handvalið í nefndina, en ætli
Samtök atvinnulífsins geti það? ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Kaldar kveðjur ráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verðlagsnefnd búvara hefurþað hlutverk að ákvarðamjólkurverð. Styðst húnvið gögn frá Hagstofu Ís-
lands við vinnu sína. Þótt oft hafi ver-
ið tekist á um málin í nefndinni hefur
henni ávallt tekist að komast að sam-
eiginlegri niðurstöðu, að minnsta
kosti í tíð fráfarandi formanns, og því
hefur ekki reynt á heimild formanns
til að nýta tvöfaldan atkvæðisrétt til
að skera á hnútinn þegar fylkingar
eru jafnar.
Ákvarðanir ráðherra Viðreisnar
í starfsstjórn, Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur og Þorsteins Víg-
lundssonar, við tilnefningar og skipan
fulltrúa í verðlagsnefnd búvara víkja
frá hefðinni og hafa verið gagnrýndar
harðlega af bændum og forystu
þeirra.
Formaður utan ráðuneytis
Kveðið er á um skipan verðlags-
nefndar í búvörulögum og hlutverk
hennar er skýrt afmarkað. Hana
skipa sex fulltrúar. Formaðurinn er
skipaður af landbúnaðarráðherra án
tilnefningar. Það hefur svo lengi sem
elstu menn muna verið yfirmaður úr
ráðuneytinu, nú um langa hríð Ólafur
Friðriksson skrifstofustjóri. Bænda-
samtök Íslands og búgreinasamtökin
tilnefna tvo fulltrúa og afurðastöðvar
aðra tvo. Ávallt víkur þó einn fulltrúi
sæti við atkvæðagreiðslur, eftir því
hvaða ákvarðanir er verið að taka,
þannig að þótt bændur og afurða-
stöðvar standi saman, sem ekki er al-
gilt, hafa þeir aldrei fleiri en þrjú at-
kvæði.
Samtök launþega skulu tilnefna
tvo fulltrúa í nefndina. Þar sem ASÍ
og BSRB hafa frá árinu 2015 hafnað
að tilnefna fulltrúa hefur það komið í
hlut velferðarráðuneytisins að skipa
fulltrúa launþega. Hafa ráðherrar,
þangað til nú, sótt þá fulltrúa í raðir
launþega sem tengjast ASÍ og BSRB.
Þorsteinn Víglundsson félags-
málaráðherra tilnefndi Þórólf Matt-
híasson, hagfræðing og þekktan
gagnrýnanda landbúnaðar- og verð-
lagskerfisins, og Dóru Sif Tynes, lög-
mann og varaþingmann Viðreisnar,
sem fulltrúa launþega. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir gekk framhjá
fulltrúum ráðuneytisins og skipaði í
formannssætið Kristrúnu M. Frosta-
dóttur, hagfræðing hjá Viðskiptaráði
Íslands. Viðskiptaráðið er ekki í
uppáhaldi hjá bændum, ekki frekar
en Þórólfur, vegna „árása“ þess á
landbúnaðinn.
Geta ráðið ákvörðunum
Ljóst er að ráðherrunum gefst
ekki tími til að breyta búvörulög-
unum en reyna þess í stað, á síðustu
vikum sínum í embætti, að stokka
upp spilin með fólki af öðru sauðahúsi
en var fyrir. Ekki hefur reynt á störf
þessa fólks en búast má við fjörugum
umræðum þegar fulltrúar bænda og
Þórólfur Matthíasson hittast á fund-
um í atvinnuvegaráðuneytinu til að
verðleggja mjólk.
Bændur og afurðastöðvar hafa
þrjá fulltrúa við afgreiðslu mála í
verðlagsnefndinni, jafnmarga og ráð-
herrar Viðreisnar hafa tilnefnt og
skipað. Formaðurinn hefur tvöfalt at-
kvæðavægi ef ágreiningur kemur til
atkvæðagreiðslu og geta hinir nýju
fulltrúar því ráðið ákvörðunum ef
þeir standa saman. Ekkert liggur þó
fyrir um að svo verði.
Verðlagsnefnd ákvarðar ein-
göngu verð á mjólk því verðlagning á
kjöti og öðrum búvörum er frjáls.
Nefnin ákveður lágmarksverð á
mjólk frá bónda til afurðastöðvar.
Einnig vinnslukostnað og þar með
heildsöluverð, en þó aðeins á til-
teknum grundvallarafurðum eins og
nýmjólk, smjöri og vissum ostateg-
undum.
Tala sig niður á sam-
eiginlega niðurstöðu
Ljósmynd/Thinkstock
Afurðir Verðlagsnefnd búvara verðleggur aðeins vissar tegundir mjólkur-
afurða í heildsölu. Álagning afurðanna í smásölu er frjáls.
Ríkisendurskoðun gaf stjórn-
sýslu verðlagsnefndar búvara
heilbrigðisvottorð í skýrslu til
Alþingis á árinu 2015. Telur
stofnunin að ekki verði ráðið
af fyrirliggjandi gögnum að
meint hagsmunatengsl for-
manns verðlagsnefndar hafi
haft áhrif á störf nefndarinnar
eða niðurstöðu. Tilefnið var
opinber umræða um hæfi
Ólafs Friðrikssonar, skrif-
stofustjóra í atvinnuvegaráðu-
neytinu, sem sat í stjórnum
fyrirtækja sem tengjast KS en
fyrirtækið er einn af eigendum
Mjólkursamsölunnar og á
hagsmuna að gæta við störf
nefndarinnar.
Í skýrslunni var vakin athygli
á því að verðlagsnefnd búvöru
hefði alltaf komist að sameig-
inlegri niðurstöðu í formanns-
tíð Ólafs og því aldrei reynt á
lagaákvæði um að odda-
atkvæði hans ráði úrslitum
falli atkvæði jöfn.
Ekki gerðar
athugasemdir
RÍKISENDURSKOÐUN