Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 43

Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Hvernig er það eig- inlega, eftir um 2000 ár af kristinni íhugun, þar sem kirkja Krists í heiminum hefur verið að hlýða á, íhuga og biðja í Jesú nafni, að okkur, kirkjunni, hefur í raun tekist að forðast að mestu allt það sem Jesús kenndi? Með þessu er ég bæði að horfa í eigin barm, sem og yfir sögu kristninnar og hinna ólíku kirkjudeilda, lútersku kirkj- unnar, kaþólsku kirkjunnar, rétt- trúnaðarkirkjunnar, hvítasunnu- kirkjunnar og annarra kirkjudeilda. Trúmennska við boðskapinn Okkur hefur svo oft tekist að horfa fram hjá kjarnaatriðum fjallræð- unnar, sæluboðunum, varnarorðum Jesú um að dýrka ekki mammón, skýru dæmisögunum um að lifa lífinu í friði og vinna gegn ofbeldi, boðinu um að elska náungann og einnig óvin- inn, sem kannski er augljósasta dæmið um það að kirkjan hefur snið- gengið kjarnann í boðskap Jesú Krists. Kannski má segja að kirkjan hafi varið mestum tíma sínum í að velta fyrir sér því sem Jesús talaði aldrei um, til dæmis um fóstureyð- ingar, getnaðar- varnarpillur og sam- kynhneigð, svo eitthvað sé nefnt. Jesús talaði aldrei um þessi atriði, en kirkjan í heiminum hefur haft stórar mein- ingar um þetta í gegn- um áratugina. En ef Jesús sagði eitthvað mjög skýrt, til dæmis að hjálpa fólki í neyð, sbr. söguna um miskunnsama samverjann, þá er til- hneigingin sú að við myndskreytum kannski söguna og setjum upp í hillu en gleymum svo alveg að lifa í anda hennar. Þetta er svo augljóst, við þurfum ekki annað en að líta í okkar eigin barm. Ólík sjónarmið styrkja kristnina Ein af ástæðunum fyrir því að ekki hefur tekist betur til við að miðla lær- dómi Jesú um frið og kærleika, er sú að í gegnum aldirnar hefur það eink- um verið einsleitur hópur manna sem hefur annast það hlutverk að miðla fagnaðarerindinu áfram til nýrra kynslóða, þ.e. menntaðir hvítir karlar frá Evrópu og N-Ameríku. Af því að kirkjan á umliðnum öld- um hefur ekki tekið lærdóm Jesú al- varlega, þá er svo komið að fólk er hætt að taka kirkju og kristni alvar- lega. Kristnin hefur verið svo mikið í höfðinu og orðunum, í stað þess að vera í hjartanu og verkunum, þ.e. að lifa ábyrgu, friðsömu og kærleiksríku lífi þar sem er pláss fyrir alla. Breytingar eru í loftinu Það er kannski ekki fyrr en núna á umliðnum árum sem kirkjan, þá á ég við kristna kirkju í heiminum, allar kirkjudeildir, er loksins orðin miklu opnari í boðun sinni. Hópar á jaðrin- um, hópar fólks sem hafa verið kúg- aðir, veita kirkjunni dýrmæta nálgun og nýja sýn á það hvernig skilja beri fagnaðarerindið. Það er verið að end- uruppgötva boðskapinn með nýjum augum, þar sem nýjar spurningar verða til og ný sjónarhorn. Kirkjan er svo nýbyrjuð að heiðra sjónarmið kvenna, minnihlutahópa, og svo margra hópa sem hafa ekki haft aðgang að völdum eða rétt- indum. Í rauninni voru það einmitt fulltrú- ar þessara þjóðfélagshópa sem með- tóku fyrstir fagnaðarerindið og leyfðu því að umbylta lífi sínu á rót- tækan máta og miðluðu góðum tíð- indum út um heiminn. Eining kristninnar Stóru spurningarnar í lífinu um til- gang og merkingu eru nú á dagskrá þar sem rætt er saman milli menn- ingarheima, milli trúarbragða, þar sem friður og virðing er undirtónninn og engin þörf er fyrir andstæðinga, refsingar eða andúð á einstaklingum eða öðrum trúarbrögðum. Það er ein- hver gríðarleg þörf fyrir djúpa speki og heilagan anda, nú þegar mann- kynið telur næstum 8 milljarða ein- staklinga. Það má kannski segja að framtíð okkar verði annað hvort friðsöm eða engin. Í því ljósi að kristnar kirkjudeildir hlusta nú betur og betur hver á aðra, starfa saman og biðja saman, er nú von á helsta leiðtoga rétttrúnaðar- kirkjunnar hingað til lands. Hans heilagleiki, samkirkjulegi patríarkinn í Konstantínópel, Bartholómeus 1. verður gestur þjóðkirkjunnar, Al- kirkjuráðsins og Hringborðs norður- slóða á ráðstefnum um umhverfismál og réttlátan frið við jörðina, sem haldnar verða hér á landi í október. Umhverfismálin Með því móti vil ég setja umhverf- ismálin á dagskrá í kirkjunni okkar, samhliða því að helga í fyrsta skiptið í kirkjunni Tímabil sköpunarverksins, Season of Creation, frá 1. september til 4. október sl. Því ég tel að stund sannleikans sé runnin upp í umhverf- ismálum. Heimsbyggðin skynjar nú sem aldrei fyrr, nauðsyn þess að hlúa að jörðinni og sérstaklega því að snúa við og draga úr ofhlýnun jarðarinnar. Næstu 5-10 ár munu skipta sköpum um það hvort mannkyn nái mark- miðum Parísarsamkomulagsins, svo að hlýnunin fari ekki yfir 2°C, gerist það ekki, verða afleiðingarnar skelfi- legar fyrir mannkyn og lífríkið allt. Nú þurfa orð að verða að verkum og þar getur kirkjan skipt sköpum. Í Gamla testamentinu sem og í guðspjöllunum og öðrum ritum Nýja testamentisins kemur fram hvernig Guð leiðir mannkyn til lausnar, frelsis og upprisu, í samræmi við fyrirætlun sína, þ.e.a.s. í samhljóman við Guðs kairos, náðartíð hér í heimi. Í því samhengi er stund sannleikans í um- hverfismálum að renna upp. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að hlýða kallinu og láta um þig muna í þjónustunni við sköpunarverkið, lífið og skaparann. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur »Með því móti vil ég setja umhverfis- málin á dagskrá, sam- hliða því að helga Tíma- bil sköpunarverksins í kirkjunni frá 1. sept- ember til 4. október sl. Agnes M. Sigurðardóttir Höfundur er biskup Íslands. Tímabil sköpunarverksins í kirkjunni Atburðir undanfarnar vikur í íslenskum stjórn- málum hafa verið með miklum ólíkindum. Und- anfarin ár hafa að sönnu verið sviptingasöm en atburðarásin sem hófst með fundarhöldum á heimili formanns Bjartr- ar framtíðar hinn 14. september síðastliðinn er til þess fallin að setja stjórnmálalífið í meiri óvissu og upp- nám en dæmi eru um í stjórn- málasögu okkar á síðari tímum. Gengið verður til kosninga eftir rúmar þrjár vikur, í annað sinn á innan við ári, en eins og málum er nú háttað er hugsanlegt að þær verði síst til þess fallnar að skýra línur eða leiða til afdráttarlausra úrslita. Hættan á áframhaldandi óvissu- ástandi er því umtalsverð. Þegar í kjölfar brotthlaups Bjartrar framtíðar úr ríkisstjórninni lýsti þingflokkur Viðreisnar yfir vilja til nýrra kosninga sem allra fyrst og tóku forystumenn stjórn- arandstöðuflokkanna, að Pírötum undan- skildum, undir það. Var því ljóst á fáein- um klukkustundum að ekki voru for- sendur til annars en að rjúfa þing og boða til kosninga í sam- ræmi við ákvæði stjórnarskrár. Þegar sú niðurstaða lá fyrir þurfti með ein- hverjum hætti að ljúka þingstörfum og kom fljótlega í ljós að mestur vilji var meðal flestra flokka til að taka fyrir tvö mál og ljúka þeim með ein- hverjum hætti fyrir þinglok, annars vegar máli sem varðaði uppreist æru og hins vegar breytingu á útlend- ingalögum. Ýmsir ráðherrar og þingmenn reyndu að koma öðrum málum á dagskrá á mismunandi for- sendum og var eins og menn áttuðu sig ekki á því að ákvörðun um þing- rof og kosningar, sem þeir sjálfir höfðu gert kröfu um, hefði þær óhjá- kvæmilegu afleiðingar að þing- störfum yrði ekki haldið áfram eins og ekkert hefði ískorist. Þetta óraunsæi rjátlaðist reyndar af flestum á nokkrum dögum en þá bar svo við að þingmenn Pírata hófu mikla kröfugerð um að nýju þing- máli um breytingu á breyting- arákvæði stjórnarskrár yrði komið á dagskrá áður en þingi lyki. Flæktu þessar kröfur viðræður forystu- manna flokkanna og töfðu þinglok um nokkra daga, en mál enduðu þó með því að dagskrártillaga Pírata og Samfylkingarinnar í þessa átt var felld með afdráttarlausum hætti. Þegar upp var staðið virtust flestir þingmenn átta sig á því að það væri fullkomlega óraunhæft að ætla að fara út í einhverjar breytingar í þessum efnum og opna á deilur um stjórnarskrármál á þingi, sem hefði þegar verið rofið, og aðeins örfáar vikur til kosninga. Í framhaldi af þessari atburðarás hefur hins vegar komið fram ný kenning, einkum af hálfu Pírata. Hún er sú að tillögur svokallaðs stjórnlagaráðs frá 2011 feli með ein- hverjum hætti í sér breytingar, sem séu til þess fallnar að mæta þeim pólitíska óstöðugleika sem við höfum upplifað að undanförnu. Margt er við þennan málflutning að athuga. Í fyrsta lagi má spyrja hvort harðar deilur um stjórnar- skrármál séu yfir höfuð til þess falln- ar að koma á meiri stöðugleika á stjórnmálasviðinu. Frá mínum bæj- ardyrum séð er alveg ljóst að svo er ekki og reynslan af stjórnarskrár- deilum undanfarin ár styður þá skoðun mína. Í öðru lagi má spyrja hvort það að breyta mörgum grundvallarreglum stjórnskipunarinnar og leikreglum stjórnmálanna á sama tíma sé til þess fallið að auka stöðugleika. Er líklegt að pólitískur stöðugleiki náist með því að breyta í einu vetfangi reglum um verksvið forseta, rík- isstjórnar og þings, valdmörkum og hlutverki mismunandi handhafa rík- isvaldsins, reglum um fyrirkomulag kosninga og kjördæmi og svo má lengi telja? Er líklegt að það verði til þess að minnka pólitískan óróa að taka samhliða þessu upp fjölmargar nýjar leiðir til að kalla fram þjóð- aratkvæðagreiðslur? Auðvitað ekki. Þvert á móti er ég sannfærður um að tilraunastarfsemi af þessu tagi myndi auka verulega pólitískan óstöðugleika hér á landi til langrar framtíðar. Nú geta menn auðvitað verið sam- mála einhverjum af þeim tillögum sem stjórnlagaráð setti fram á sín- um tíma og jafnframt geta menn haft áhuga á að breyta stjórnar- skránni með einhverjum allt öðrum hætti en þar var lagt til. En það er hins vegar fjarstæðukennt að halda því fram að stjórnmálalegur stöð- ugleiki náist með því að efna til átaka um stjórnarskrána og breyta á einu bretti mörgum helstu leik- reglum stjórnmálanna. Svarið við pólitískum óróleika er ekki fólgið í því að efna til enn meiri upplausnar. Er upplausn svarið við óstöðugleika? Eftir Birgi Ármannsson Birgir Ármannsson » Spyrja má hvort það að breyta á sama tíma mörgum helstu grundvallarreglum stjórnskipunarinnar sé til þess fallið að auka stöðugleika. Auðvitað ekki. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þriðjudaginn 26. september birtist frétt á RÚV undir fyrir- sögninni „Einkavædd heilbrigðisþjónusta dýrari“. Fréttin hefst á eftirfarandi fullyrðingu „Einkavæðing í heil- brigðisþjónustu í Sví- þjóð hefur margfaldað kostnað sveitarfélaga í stað þess að draga úr honum eins og lagt var upp með“. Þegar undirrit- aðir fóru inn á síðu SVT (sænska rík- issjónvarpið) til að skoða fréttirnar sem vísað var í kom í ljós að sænska fréttin er um kostnað sænskra sveit- arfélaga vegna heilbrigðisstarfsfólks sem ráðið er í gegnum mönnunar- fyrirtæki inn á opinber sjúkrahús eða heilsugæslur. Fréttin er þannig um allt annað en fyrirsögnin gefur til kynna og hefur á engan hátt skírskotun í ólík rekstr- arform heilbrigðisþjónustu. Með sömu rökum og RÚV notar mætti segja að búið sé að „einkavæða“ Heil- brigðisstofnun Vesturlands undan- farinn áratug, þar sem meginhluti af heilsugæslustöðvum stofnunarinnar er mannaður svokölluðum leigulækn- um. Sama á við um heilsugæslur víð- ar á landinu. Þetta er tímabundin Eftir Odd Stein- arsson og Hjálmar Þorsteinsson » Þessi frétt RÚV er afar ónákvæm end- ursögn á upprunafrétt- inni hjá sænska rík- issjónvarpinu. Vonandi er að ástæðan sé fremur þýðingarvillur frétta- mannsins en vísvitandi rangfærslur. Oddur Steinarsson Oddur er sérfræðingur í heim- ilislækningum. Hjálmar er sérfræð- ingur í bæklunarskurðlækningum. Nauðsynleg ábending til fréttastofu RÚV Hjálmar Þorsteinsson ráðstöfun þegar starfsumhverfi heil- brigðisþjónustunnar er ekki nógu að- laðandi og nýmönnun starfsfólks ófullnægjandi. Í fréttinni segir orðrétt: „Árið 2010 greiddu sveitarfélögin tæpa tvo millj- arða sænskra króna fyrir heilbrigð- isstarfsfólk og þjónustu sem keypt var hjá einkafyrirtækjum. Fimm ár- um síðar hafði sá kostnaður marg- faldast.“ Þetta er rangt hjá RÚV og stendur ekki í frétt sænska sjón- varpsins. Hið rétta er að kostnaður vegna samskonar þjónustu árið 2016 var 4,5 milljarðar. Hann hafði því ríf- lega tvöfaldast sem er talsvert annað en að margfaldast. Að lokum segir í fréttinni: „Lækn- isverk einkasjúkrastofnana eru dýr- ari en þau sem unnin eru á spítölum í almenningseign. Samkvæmt rann- sókn sænska samkeppniseftirlitsins er læknir sem starfar í almennum lækningum á einkarekinni stofu allt að tvöfalt dýrari fyrir skattgreið- endur en sá læknir sem er starfs- maður í heilbrigðisþjónustu á spítala í almannaeigu.“ Þarna er líka rangt með farið. Um er að ræða lækna á opinberum heilsugæslum og sjúkra- húsum, þar sem læknar eru leigðir inn í neyð á hærra kaupi og starfa oft við hlið þeirra sem fastráðnir eru. Samanburður af þessu tagi er einnig villandi þar sem starfsfólk sem kem- ur í gegnum mönnunarfyrirtæki hef- ur ekki réttindi til símenntunar né veikindarétt á kostnað vinnuveitand- ans eins og fastráðinn starfsmaður. Undirritaðir hafa um árabil starf- að í Svíþjóð sem læknar og stjórn- endur, annars vegar innan heilsu- gæslu og hins vegar innan sjúkrahúsa, og hafa því ágæta þekk- ingu á málaflokknum. Það er mat okkar að þessi frétt RUV sé afar óná- kvæm endursögn á upprunafréttinni hjá sænska ríkissjónvarpinu. Von- andi er að ástæðan sé fremur þýðing- arvillur fréttamannsins en vísvitandi rangfærslur. Í lokin er ástæða til að minna fréttastofuna á að einkavæð- ing heilbrigðisþjónustunnar er allt annað en einkarekin heilbrigðis- þjónusta. Ef fréttir eru hins vegar skrifaðar til þess að hafa skoð- anamyndandi áhrif í eina átt frekar en aðra skiptir raunveruleg merking orða e.t.v. engu máli – hvorki á ís- lensku né sænsku í þessu tilviki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.