Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 46

Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Flest íslensk fyr- irtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferða- þjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. Þessi rök eiga líka við um íslensk- ar matvörur sem seldar eru innan- lands. Notkun á erfðabreyttu fóðri er ólögleg í íslenskri sauðfjárrækt, ekki eru notuð vaxtarhvetjandi lyf, áburð- arnotkun er lítil og eiturefnanotkun hverfandi. Íslenskir neytendur vita að dýravelferð er á háu stigi, sýkla- lyfjanotkun í landbúnaði er minni en annars staðar og hormónar bannaðir. Sjórinn er hreinn, orkan er græn og umgengni um náttúruauðlindir með ábyrgum hætti. Verðmæti í hreinni náttúru Hreinleiki lands og sjávar skilar beinum tekjum fyrir fjölmörg fyr- irtæki og er grundvöllur verðmæta- sköpunar og starfa um allt land. Það njóta því allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum. Það er óháð því hvort þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki. Því er eðlilegt að ríkið taki að sér ákveðið forystu- hlutverk og setji reglur til að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinu umhverfi og ímynd Íslands. Einn stærsti kaupandi matvöru á Íslandi er hið opinbera. Áætlað er að ríki og sveitarfélög fæði um 100 þús- und manns á dag í mötuneytum skóla, vinnustaða, sjúkrastofnana og víðar. Þar þarf hið opinbera að huga vandlega að umhverfisfótspori þess sem keypt er inn til að bjóða starfs- fólki, skólabörnum og sjúklingum. Að ganga á undan með góðu fordæmi Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks um- hverfisfótspor við op- inber innkaup. Þannig gengur hið opinbera á undan með góðu for- dæmi. Þar yrði þá horft til þátta eins og erfða- breyttra matvæla, sýklalyfjanotkunar, eit- urefna- og hormónanotkunar og kol- efnisfótspors. Þetta væri einfalt að gera með því að setja í lög um opinber innkaup að ávallt skuli velja þá vöru sem ber minnsta umhverfisfótsporið. Einnig má hugsa sér að umhverfisfótsporið skuli hafa að minnsta kosti jafn mikið vægi og verð við innkaupin. Almenn regla af þessu tagi mismunar ekki og stenst þær alþjóðlegu skuldbind- ingar sem við höfum undirgengist. Það þýðir að hver einasti skóli, sjúkrastofnun, opinbert fyrirtæki eða stofnun leggur sitt af mörkum til að standa vörð um íslenska náttúru og þau verðmæti sem í henni felast. Þannig ganga ríkið og sveitar- félögin í lið með sjómönnum, bænd- um og öllum hinum í þeirri viðleitni að gera Ísland að enn sterkari fyr- irmynd í umhverfismálum og stuðlar að áframhaldandi verðmætasköpun á forsendum sem falla að styrkleikum lands og þjóðar. Umhverfið og inn- kaup hins opinbera Eftir Svavar Halldórsson Svavar Halldórsson »Eðlilegt er að gerð sé krafa um lág- marks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þannig gengur hið op- inbera á undan með góðu fordæmi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Auglýsingar eru hluti af daglegu lífi fólks, þar sem auglýs- endur vöru eða þjón- ustu reyna af öllum mætti að koma á fram- færi því sem þeir vilja selja. Því miður finnst manni oft að vanda hefði mátt betur til verks í stað innihalds- lausra slagorða, þannig að skilja megi á vitrænan hátt, hvert sé raunverulegt inntak og tilgangur með viðkomandi auglýsingu. Af mörgu er að taka og nefni ég hér nokkur nýleg dæmi. Nýherji: „Við höfum góða reynslu af framtíðinni.“ Ég sem hélt að í besta falli væri hægt að geta sér til um það hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér, en að hafa bæði þekk- ingu og ekki síður góða reynslu af framtíðinni og hafa þar með oft reynt eða upplifað hið ókomna er al- veg einstakur hæfileiki, sem verður að nýta. Þetta gefur fyrirtækinu gíf- urlega mikla möguleika á atvinnu- tækifærum á heimsvísu. Á móti verða spákonurnar atvinnulausar, en eins og alltaf þá verður að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Brimborg: „Öruggur staður til að vera á“. Þá veit maður það, að ekki þarf að óttast að vera laminn eða rændur í húsakynnum fyrirtækisins og væntanlega fær maður líka að leita sér þar skjóls í jarðskjálftum, ef svo ber undir. Volvo þýðir ég rúlla og verður aldrei kallað staður, þótt öryggisbúnaður bílanna sé góður. Toyota-umboðið: „Bara lausnir. Engin vandamál“. Orðið lausn þýðir að búið sé að leysa úr vandamáli. Hvert var þá vandamálið sem leyst var úr? Bilun í bílum frá umboðinu? Er þá tilgangurinn með auglýsing- unni að auglýsa bílaverkstæði um- boðsins eða hvað þá? Hekluumboðið. Í sjónvarpsauglýsingu varðandi kynningu á Skoda-bílum er slagorð á ensku „Simply clever“. Ekki vissi ég áður, að dauðir hlutir eins og bílar gætu verið gáfaðir eða skynsamir, þrátt fyrir allar tækni- nýjungarnar. Allavega ætla ég ekki að kaupa mér bíl, sem er gáfaðri en ég og þarf þó reynd- ar ekki mikið til. Sum slagorðin í aug- lýsingum er erfitt að skilja, eins og þau sem eru orðuð einhvern veginn á þessum nót- unum. „Lifðu lífinu lif- andi!“ Ekki gerir mað- ur það dauður eða er verið að hvetja menn til að hætta að vera sömu endemis dauðyflin, sem þeir eiga að hafa ver- ið hingað til eða hver er tilgang- urinn? Ekki ætla ég að taka þetta til mín. Stundum verður að auglýsa undir rós, eins og t.d kráareigendur: „Tveir fyrir einn“ eða „Happy hour“ í staðinn fyrir það, sem þeir vildu segja „Dettu í það hjá okkur“ eða „Þú verður skemmtilega fullur af okkar bjór.“ Nei. Ekkert má á þessu Íslandi frekar en venjulega. Slagorð í auglýsingum þurfa að vera, stutt, hnitmiðuð og grípandi til að geta hitt í mark og setið eftir í hugskoti manna, eins og t.d. gamla slagorðið. „Barum á beygluna“, en Barum var dekkjategund og beygl- an var þá nýtt slagorð töffaranna á rúntinum í staðinn fyrir að tala um drossíuna eða kaggann. Tilgang- urinn með auglýsingum hlýtur alltaf að vera sá að reyna að skapa ríka löngun eða þörf hjá fólki til að kaupa tiltekna vöru eða þjónustu, sem ver- ið er að auglýsa. Þarf þá oftar en ekki að spila m.a. á forvitni fólks og aðra mannlega þætti, en gæta verð- ur þó að sjálfsögðu hóflegs hófs í þeim efnum. Nefni ég tvö dæmi til skýringa, sem að mínu mati draga vel fram þessi sjónarmið. Maður nokkur lá banaleguna og óttaðist réttilega að fámennt yrði í útförinni. Gaf hann þau fyrirmæli, að í útfar- artilkynninguna yrði bætt við orð- unum. „Útförin verður ekki við allra hæfi.“ Fór svo að fullt var í kirkj- unni, enda töldu margir sig verða að mæta til að komast að því, hvað væri virkilega á seyði og ætluðu ekki missa af neinu. Já, ég mætti þarna sjálfur og hvað með það. Annað ólíkt dæmi en af sama toga er saga sem margir kannast við. Hjón áttu talandi páfagauk, en þar sem sagan fer aðeins yfir velsæm- ismörk, þá byrjar hún hér á því, að hjónin voru orðin illilega leið á ótímabærum og óviðeigandi at- hugasemdum páfagauksins og þraut þolinmæðina. Breiddi maðurinn lak yfir hausinn á páfagauknum og sagðist myndi snúa hann úr háls- liðnum steinþegði hann ekki, sem hann og gerði í smástund. Þó fór svo að páfagaukurinn stóðst ekki mátið, reif af sér lakið og sagði. „Skítt með það. Þetta verð ég að sjá.“ Þessa sömu tilfinningu eiga þeir sem auglýsa að reyna að skapa, þannig að auglýsingin hafi þau áhrif að fólk standist ekki mátið og finni hjá sér yfirþyrmandi löngun til að eignast hið auglýsta, sama hvað. „Ég verð að fá það!“ (Gárungar! Það er verið að tala um auglýsingar.OK?) Markmiðið með auglýsingum næst ekki ef notuð eru innihaldslaus eða illskiljanleg slagorð eða fullyrð- ingar, eins og er alltof algengt. Ekki heldur með sjálfsupphafningu, „Veitum frábæra þjónustu“ eða mis- beitingu orða, „Okkur vantar fram- úrskarandi snilling, sem aðstoð- armann á lager.“ Á hinn bóginn er maður kannski orðinn of gamall til að skilja auglýsingarnar, eins og þær eru orðnar í dag. Kannski væri best sjálfs mín vegna að sleppa því að vera að fylgjast með þeim. Því lýsi ég því hér með yfir að ég er hættur að skipta mér af auglýs- ingum, ekki nema maður springi á limminu eins og páfagaukurinn, en vonandi þá með óskerta hálsliði á eftir. Með góða reynslu af framtíðinni Eftir Jónas Har- aldsson » Því miður finnst manni oft að vanda hefði mátt betur til verks í stað innihalds- lausra slagorða. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Guðrún Antonsdóttir lögg. fasteignasali Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu. Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð. Núna er tækifærið ef þú vilt selja. Hringdu núna í 697 3629 og fáðu aðstoð við að selja þína eign, hratt og vel. Ánægjuleg viðskipti er mitt loforð til þín. Ertu í söluhugleiðingum? Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Á þeim tíma sem sjálfstæð og fullvalda bókaþjóð lærir að lifa í hinum alþjóðlega heimi, er full þörf á að stjórnvöld sýni mark- vissan stuðning við ís- lenska málvernd- arstefnu. Aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar við flæði enskra auglýs- inga og texta í miðborg höfuðborgar landsins, auk sam- dráttar í bókasölu er sorgleg stað- reynd. Með slíka „afskiptaleys- isstefnu“ í höfuðborg landsins, verður löggjafar- og framkvæmdavaldið að grípa inn í. En hvað er til ráða? Nýverið hafa komið fram hugmyndir sem styðja ís- lenska bókaútgáfu með afnámi bóka- skatts. Við slíka stefnu er mikilvægt að styðja, líkt og margar aðrar þjóðir hafa nú þegar gert með afnámi virð- isaukaskatts á bækur. Stuðningur skiptir máli enda ekki tilviljun að fá- menn þjóð í Norðuríshafi, hafi með aldargamalli málverndarstefnu og áherslu á bókmenntir, skilað þeirri sæmd að íslenskum rithöfundi voru veitt Nóbelsverðlaun. Sú staðreynd leggur enn meira á vogarskálar þeirr- ar stefnu að farsæl málverndarstefna skipti máli. Íslenska þjóðin nýtur svo þeirrar gæfu að á næsta ári mun hún fagna hundrað ára fullveldi landsins. Með fullveldinu fékk þjóðin í vöggu- gjöf okkar ylhýra tungumál. Þetta ævaforna og samnorræna tungumál varð svo seinna meir samofið þeirri sjálfstæðisbaráttu sem þjóðin fór í og lauk með lýðveldisstofnun 1944. „Tungan hefur ekki einungis verið undirstaða menningar vorrar, heldur líka sjálf- stæðið út á við og jafn- aður inn á við“ (Sig- urður Nordal, 1926). Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frum- varp um afnám virð- isaukaskatts á bækur. Með frumvarpinu má sjá að því er ætlað að styðja þau markmið Hvítbókar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018. Markmið að þá nái 90% grunnskólanema lágmarks- viðmiðum við lestur. Stefna um góða og farsæla eflingu grunn-, framhalds- og háskóla, verður aldrei raunhæf nema með eflingu á lestrarskilningi. Það er óskandi að þverpólitísk sátt muni skila sér í afnámi bókaskattsins strax á næsta ári og þá verði bóka- skatturinn með fullu afnuminn á hundrað ára lýðveldishátíð landsins. Stuðningur við íslenska bókmennta- stefnu er í anda þeirra órjúfanlegu banda sem fullveldi og íslensk mál- verndarstefna eiga. Að afnema bóka- skattinn væri viðeigandi gjöf á full- veldishátíð landsins. Fullvalda bókaþjóð Eftir Alex B. Stefánsson Alex B. Stefánsson » Stefna um góða og farsæla eflingu grunn-, framhalds- og háskóla, verður aldrei raunhæf nema með efl- ingu á lestrarskilningi. Höfundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.