Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 50

Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 50
Nánast án undantekninga finnast veið- arfæri á hafsbotninum í kringum Ís- land í rannsóknarleiðöngrum þar sem lífríki botnsins er skoðað. Þetta kom fram í erindi sem Haraldur A. Einars- son fiskifræðingur hélt í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar í gærdag. Fjallaði hann þar meðal annars um þær reglur sem gilda á Íslandi um skráningu tapaðra veiðarfæra og mat á magni þeirra hér við land. Sagði hann mikilvægt að sjómenn merktu vel veiðarfæri sín, þar sem þá væru þau sýnilegri öðrum og minnkuðu til dæmis líkur á því að aðrir bátar rækjust á þau eða þau töpuðust með öðrum hætti. Merki á veiðarfærum sem tapist geti þá gefið vísbendingar um hvar vandinn eigi uppruna sinn. Þá sé hægt að leysa vandamálið á þeim stað. Lykill að betri umgengni „Net sem finnast á Vestfjörðum geta jafnvel verið komin frá Rússlandi, en það er ekki hægt að vita það fyrir víst nema þau séu merkt.“ Með sanngjörnu regluverki mætti þá auka líkur á því að tilkynnt væri um töpuð veiðarfæri. Ólíklegra væri að sjómaður skildi veiðarfæri eftir eða léti hjá líða að tilkynna um tap þess, væri það vel merkt honum. „Hver vill eiga net í sjó, sem er vel merkt manni sjálfum, og hafa ekki til- kynnt það? Merkingar eru lykill að því að menn gangi betur um og láti vita ef veiðarfæri týnast. Auðvitað verða slys en það er þá mikilvægt að þau séu til- kynnt.“ Haraldur greindi sömuleiðis frá því að þetta væri vandamál í Noregi, til dæmis í frístundaveiðum, þar sem menn skildu eftir veiðarfæri og sinntu því ekki að hirða þau. „Sumar þjóðir eru með reglulega leiðangra til að safna töpuðum veið- arfærum,“ sagði hann og benti á að þó að slíkt væri ekki gert hér fyndust nánast undantekningalaust veiðarfæri við rannsóknir á lífríki sjávarbotnsins við Ísland, yfirleitt línur en einnig ann- að rusl. Getur valdið meiri skaða Það gæti þó valdið miklum skaða á lífríkinu að rífa upp línurnar og því væri það ekki alltaf vel til fundið að losa þær frá botninum. „Spurningin er: eigum við að mæta á þessa staði þar sem línan liggur í gegnum kóralinn, með króka, og rífa upp línuna af því að viljum ekki hafa þetta rusl á botninum? Myndi það ekki valda miklu meiri skaða heldur en að láta hana liggja?“ spurði hann. „Þannig að það er kannski ekki allt- af ástæða til að rífa upp veiðarfærin, en það kann að vera í öðrum tilfellum.“ Bætti hann við að á síðasta ári hefðu sjálfboðaliðar safnað saman um 20 tonnum af drasli við strendur Íslands, og að svo virtist sem draslið væri að mestu hægt að rekja til fiskveiða. „Sjómenn eru almennt mjög með- vitaðir um að henda ekki rusli í sjó, en við þurfum að skrá þetta betur svo við vitum hvaðan þetta kemur, hvar þetta sé mest, og hvort það verði einhverjar breytingar þar á.“ Merkja þurfi veiðarfæri betur Morgunblaðið/Eggert Gert að nótinni Með sanngjörnu regluverki má auka líkur á að til- kynnt sé um töpuð veiðarfæri.  20 tonnum af drasli safnað við strendur Íslands í fyrra  Mikilvægt að merkin sjáist MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Magnaður prentari fyrir heimili og smærri skrifstofur Fyrirferðarlítill og hraðvirkur fjölnota prentari, sem prentar allt að 20 síður í svörtu eða lit. Prentar báðum megin á pappírinn. Innbyggður skanni með sjálfvirkum 35 síðna arkamatara. Skanni getur unnið sem faxtæki og lit- ljósritunarvél. Wi-Fi þráðlaus nettenging og býður uppá prentun beint úr síma (með sérstöku appi). WorkForce ProWF-4720DWF Helstu kostir: • Hraðvirk hágæða prentun Allt að 20 síður á mínútu í svörtu eða lit. • Prentar, skannar, ljósritar og faxar. 4 tæki í 1 með og prentar beggja megin. • Miklir tengimöguleikar Þráðlaust net, WiFi Direct og venjul. nettenging. • Prentun beint úr síma Ókeypis app til að prenta beint úr síma. ÞÓR FH Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 9:00 - 18:00 Lokað um helgar Tölvuverslun - Reykjavík: Ármúla 11 108 Reykjavík Sími 568-1581 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Vélasalan ehf. og Landhelgisgæslan hafa handsalað kaup á nýjum GPS- neyðarsendum fyrir þyrluáhafnir Gæslunnar. Fóru kaupin fram á Ís- lensku sjávarútvegssýningunni sem haldin var í september. Jörgen Þór Þráinsson hjá Vélasöl- unni segir að í kaupunum felist mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið og um leið framleiðanda tækjanna. „Framleiðandinn hefur með reynslu sinni og þekkingu sýnt það og sannað að það er hægt að bjarga fólki með þessum tækjum,“ segir Jörgen en tækið, sem nefnist ResQLink og vegur minna en venju- legur farsími, hefur aðstoðað við björgun yfir 39 þúsund manns síðan árið 1982. „Landhelgisgæslan er að taka þennan nýja búnað í notkun í stað eldri búnaðar, en þetta er hluti af reglubundinni endurnýjun. Við hjá Vélasölunni erum gríðarlega stolt yf- ir því að Gæslan hafi valið þennan tiltekna búnað. Þarna er verið að tryggja öryggi hvers og eins í áhöfn- inni, sem er virkilega mikilvægt.“ Útbúið til að fljóta í vatni Tækið festa menn utan á sig og getur það í framhaldinu tilgreint staðsetningu viðkomandi með eins metra nákvæmni í gegnum gervi- hnattasamband. Á vef framleiðandans má sjá kort sem sýnir þá staði þar sem fólki hef- ur verið bjargað með aðstoð tæk- isins. Af því má sjá að það hefur komið fjölmörgum til bjargar um víða veröld, allt frá hafinu umhverfis Nýja-Sjáland og Ástralíu, norður í Atlantshaf og undan norðurströnd Alaska, svo dæmi séu tekin. „Tækið sem Gæslan er að kaupa er sérstaklega útbúið svo það fljóti í sjó og eins er skjár á hverju tæki sem sýnir staðsetningu viðkomandi,“ segir Jörgen en bendir á að not séu þó fyrir tækið víðar en úti á sjó. Til að mynda fyrir fólk á ferð uppi á há- lendi og jöklum, þar sem reynslan sýni að fólk hafi þegar týnst í skipu- lögðum ferðum á vegum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Bætir hann við að það sé regla framleiðandans að bjargist ein- staklingur með aðstoð tækisins fái viðkomandi nýtt að gjöf. „Svo bjóðum við upp á tæki til al- mennra nota, sem eru þá í kerfinu skráð sérstaklega á nafn viðkomandi ásamt tveimur til þremur símanúm- erum. Ef tækið er ræst af notand- anum og ekki næst í hann með síma þá er hægt að hefja leit mjög snögg- lega.“ Afhending Lárus Helgi Kristjánsson, þyrluflugmaður Gæslunnar, tók við tækjunum úr hendi Gunnars Hrólfssonar, verslunarstjóra Vélasölunnar. Gæslan kaupir ný GPS-tæki Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.