Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 54

Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 54
Marta María martamaria@mbl.is Þegar Rakel er spurð að því hvað þau hafi nákvæmlega gert við þennan 30 fm bílskúr segir hún að þau hafi í raun gert skúrinn fok- heldan. „Við tókum hann alveg í gegn, gerðum hann fokheldan og rúm- lega það. Upp kom leki þannig að við þurftum rífa vegg og steypa upp að nýju. Svo var hann innrétt- aður sem stúdíóbúð og þvottahús,“ segir Rakel. Bílskúrinn hjá Rakel var ekki alveg til fyrirmyndar og segir hún að flest dótið sem hún geymdi í honum hefði frekar átt heima í Sorpu en heima hjá henni. „Við notuðum skúrinn fyrst og fremst sem geymslu eins og geng- ur og gerist. Í skúrnum safnaðist saman drasl og dót sem átti frekar heima á Sorpu,“ segir hún og hlær. Í dag er ekkert drasl í skúrnum sem á heima í Sorpu heldur útbjó Rakel og fjölskylda hennar stúd- íóíbúð í skúrnum ásamt þvottahúsi. „Skúrinn nýtist fullkomlega í dag. Fyrst og fremst er þarna stúdíóíbúð fyrir 22 ára son okkar og tengdadóttur. Þau eru í Háskól- anum í Reykjavík og finnst okkur yndislegt að geta boðið þeim að- stöðu hér. Svo færðum við þvotta- húsið í skúrinn sem er algjör lúxus þar sem við vorum með svo lítið þvottahús áður,“ segir hún. Hvað höfðuð þið í huga áður en þið fóruð út í þessar breytingar? „Við vorum með þær hugmyndir að gera herbergi eða íbúð. Okkur vantaði rými fyrir yngsta barnið þannig að okkur fannst þetta vera góð lausn að færa elsta barnið út í skúr og það yngsta í sérherbergi. Við vorum einnig með það í huga að færa þvottahúsið,“ segir Rakel. Varstu með skýra hugmynd um hvað þú vildir gera? „Já og nei. Ég var búin að fara marga hringi með þetta, ég fékk svo Sæju innanhússhönnuð til að hjálpa mér að setja hugsanir á blað og teikna þetta faglega upp. Við vorum einnig með frábæran smið með okkur í þessu.“ Þegar Rakel er spurð að því hvað hafi verið erfiðast við þetta verkefni segir hún að það hafi ver- ið hvað það kom margt óvænt upp. „Ætli það hafi ekki verið allt sem kom upp á framkvæmdatím- anum. Eins og til dæmis leki sem tók tíma að staðsetja og svo þegar allt var að verða klárt fór hitalögn í gólfi. Þetta var erfiðast en með Óla smið með sér þá var þessu reddað á núll einni. Einnig má auðvitað segja öll smáatriðin sem auðvelt er að yfirsjást þegar Fyrir myndir Svona leit bílskúrinn út áður en Rakel og fjölskylda hennar breyttu honum. Breytti bílskúrnum í íbúð fyrir soninn Í 30 fermetra bílskúr í Breiðholtinu var lítið að frétta. Skúrinn var fullur af dóti sem aldrei var notað og því ákvað húseigandinn að breyta honum og nýta fermetra hússins betur í heild sinni. Rakel Hrund Ágústsdóttir lét hendur standa fram úr ermum og úr varð þessi fína vistarvera. Morgunblaðið/Eggert Himinlifandi Rakel Hrund er mjög ánægð með bílskúrinn eftir að honum var breytt.  Skipulag Hver fer- metri nýttur LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.