Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 68

Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 ✝ Guðbjörg Vig-fúsdóttir, fv. útvarpsþulur og síðar skrif- stofustjóri, fæddist 2. október 1921 á Gimli á Hellissandi. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 29. september 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Jensdóttir, f. 5. nóv. 1889, d. 4. sept. 1953, og Vigfús Jónsson húsasmíða- meistari, f. 27. júní 1883, d. 11. mars 1972. Guðbjörg var sjötta í röð þrettán systkina. Jóhanna, Jens, Haukur, Guðný, Svava, Auður, Gyða og Erlingur eru látin en eftirlifandi systkini eru Vigfús, Iðunn, Ragna og Jón. Auk eigin barna ólu Kristín og Vigfús upp fósturdóttur, Helgu Níelsdóttur, sem er látin. Eiginmaður Guðbjargar var Aðalsteinn Kristinsson húsa- smíðameistari, f. 20. sept. 1912, d. 6. mars 1969. Þau giftu sig 1941. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Vigfús viðskiptafræð- ing, f. 7. des. 1941, d. 2. apríl 2017. Dætur Vigfúsar með Björgu Tryggvadóttur eru Heiða Guðrún og Hafdís Guð- 2014. 3) Kristinn flugmaður, f. 23. feb. 1947. Kristinn er búsett- ur í Lúxemborg. Sonur hans og Yvonne Pouse er Carl Christian Aðalsteinsson, f. 1979. Carl er kvæntur Marianne Adal- steinsson-Schilling, f. 1980. Börn þeirra eru Liz, f. 2010, Maxine, f. 2013, og Yann, f. 2016. Seinni eiginkona Kristins er Christiane Wammer, f. 6. ágúst 1965, dóttir þeirra er Julie Adalsteinsson, f. 1997. 4) Egill myndatökumaður, f. 5. maí 1956. Eiginkona hans er Anna Margrét Sigurðardóttir, f. 5. sept. 1957. Börn þeirra eru a) Hrönn, f. 1983, gift Róberti Ósk- ari Cabrera, f. 1981. Sonur þeirra er Egill, f. 2013. b) Hilm- ar Örn, f. 1984, c) Snorri Jökull, f. 1993. Sambýliskona hans er Sólveig Dröfn Jónsdóttir, f. 1990. Guðbjörg lauk námi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1939. Að námi loknu hóf hún störf við Ríkisútvarpið þar sem hún var aðalþulur þar til hún gifti sig 1941. Eftir að eig- inmaður hennar lést réðist hún til Iðnskólans í Reykjavík þar sem hún var skrifstofustjóri lengst af, þar til hún hætti störf- um vegna aldurs árið 1989. Guð- björg var virkur félagi í Odd- fellow-reglunni um áratuga skeið. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. október 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. finna, f. 1965. Heiða Guðrún er gift Leifi Eiríks- syni, f. 1964, börn þeirra eru Einar Tryggvi, f. 1990, Björgvin Freyr, f. 1994, og Berglind Rós, f. 2001. Börn Hafdísar Guðfinnu og Jóns Ísfjörð Að- alsteinssonar eru Jóhanna Björg, f. 2001, og Jóhannes Ísfjörð, f. 2003. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar er Svala Árnadóttir, f. 5. jan. 1945. Börn Vigfúsar og Svölu eru a) Árni Gunnar, f. 1967, sonur hans og Steingerðar Ingvarsdóttur er Daníel Freyr, f. 1994. Börn Árna Gunnars og Sunnu Ingvarsdóttur eru Almar Nökkvi, f. 1999, og Embla Soffía, f. 2001. b) Aðalheiður, f. 1973. Dóttir hennar og Vigfúsar Sveinbjörnssonar er Svala, f. 2007. 2) Laufey, hjúkrunarfræð- ingur, f. 8. ágúst 1945 gift Sig- urði Kristjánssyni, f. 9. apríl 1948. Sonur þeirra er Að- alsteinn Sigurðsson, f. 1983, kvæntur Sigrúnu Agnesi Rún- arsdóttur, f. 1985. Börn þeirra eru Andri Dagur, f. 2007, Úlfur Ingi, f. 2010, og Helga Karen, f. Í dag kveðjum við Guðbjörgu Vigfúsdóttur, tengdamóður mína og vinkonu. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þessa sterku og sjálfstæðu konu í lífi mínu. Þegar ég hitti hana fyrst árið 1980 var rúmur áratugur frá því hún missti eiginmann sinn sviplega, en hann lést úr hjartaáfalli við vinnu sína við byggingu Búrfellsvirkjunar. Hún sagði mér seinna að hún myndi lítið sem ekkert frá fyrsta árinu eftir að hann dó. En það var ekki í hennar skap- gerð að gefast upp. Hún tók um taumana á eigin lífi, fór að vinna fyrir sér og yngsta syninum sem var aðeins 12 ára þegar faðir hans lést, seldi húsið á Bugðulæk sem þau Aðalsteinn höfðu byggt, skipti búi, flutti í blokk við Kleppsveg og bjó sér og drengnum sínum tilveru á eigin forsendum. Í fyrsta sinn sem ég kom á heimilið í matarboð að hætti matgæðingsins Guðbjargar var mér heilsað þétt og hlýlega, sérríi skenkt í glös, skálað og ég boðin formlega velkomin í fjölskylduna. Það var aldrei vandræðagangurinn á henni tengdamömmu. Þegar við kynntumst var hún tæplega sextug, sinnti ábyrgðarstarfi sem skrifstofustjóri Iðnskólans í Reykjavík og notaði frístundir sínar til að lesa bækur, sækja leikhús og tónleika, fara á myndlistarsýningar, sinna fjöl- skyldu og vinum með heim- sóknum og heimboðum, og var virkur félagi í reglu Odd- fellowa. Hún hafði líka gaman af því að grípa í handavinnu af ýmsu tagi og útsaumuð jóladagatöl og jólatrésdúkar frá henni eru fastir liðir í jólahaldi fjölskyld- unnar. Hún fylgdist afar vel með í menningarlífinu og naut þess að fara í ferðalög til út- landa, til Kristins sonar síns í Luxembourg, bróður síns Er- lings, óperusöngvara í Köln, eða í einhverja af þeim menn- ingarreisum sem Ingólfur Guð- brandsson skipulagði. Það var alltaf nóg um að tala við Guð- björgu og fram á síðasta dag gátum við talað um alla heima og geima, en þó oftast og mest um bækur. Við biðum eftir jóla- bókaflóðinu þegar við keppt- umst við að koma höndum yfir nýjar bækur og fengum svo að lesa hvor hjá annarri þó skila- frestur væri stuttur. Guðbjörg hafði verið námfús sem barn og unglingur og ekk- ert vildi hún frekar en að mennta sig. Þá kom Ríkisútvarpið til hjálpar, sem lengi hélt úti þátt- um þar sem tungumál voru kennd. Lögð voru fyrir verk- efni og nemendurnir sendu inn svörin bréflega. Á þennan hátt undirbjó Guðbjörg sig til að komast inn í Verslunarskólann í Reykjavík. Eftir útskrift kom útvarpið aftur til skjalanna því einhverj- ir höfðu tekið eftir hinni hljóm- þýðu rödd og fallega framburði þessarar 18 ára stúlku þegar hún las upp ljóð á útvarps- kvöldi Verslunarskólans þetta sama vor. Hún var svo ráðin aðalþula Ríkisútvarpsins eftir útskrift- ina úr skólanum, sú þriðja sem sinnti því starfi. Þar var hún í tvö ár þar til hún giftist. Í Vísnaþætti í Lesbók Morgun- blaðsins 29. mars 1980 er rifjuð upp vísa sem ónefndur höfund- ur orti til Guðbjargar á þuluár- unum. Um leið og ég þakka samfylgdina geri ég síðustu orð þessarar vísu að mínum: Röddin skæra hljómahlý hylli nær hjá þjóðum. Hugarkærar þakkir því þér skal færa í ljóðum. Anna Margrét Sigurðardóttir. Amma Guðbjörg hefur skip- að stórann sess í lífi okkar barna Egils og Önnu en faðir okkar er yngsta barn ömmu og afa Aðalsteins. Við kveðjum ömmu með söknuði en jafnframt með þökk fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá okkur langt fram á fullorðinsár. Eftir sitja ótal minningar um ánægjulegar samverustundir. Þegar við lítum til baka verður ljóst það verðmæti sem fólst í uppfræðslu hennar um heim menningar og lista. Frá unga aldri kynnti hún okkur fyrir undraheimum leikhússins, æv- intýralegum bókum og klass- ískri tónlist. Í raun má segja að hún hafi kennt okkur að njóta, ekki þjóta. Amma var okkar tenging við fortíðina. Hjá henni var því alltaf hægt að fá kaffi, kökur og sögur sem brúuðu kynslóðabil- ið. Okkur systkinunum er minnisstætt þegar amma sagði okkur frá því hvernig hún upp- lifði daginn sem Ísland var her- numið af Bretum. Snemma um morguninn 10. maí 1940 stigu Bretar á land í Reykjavík. Fyrstu verk þeirra voru að loka vegatengingum út á land og stærstu fjarskipta- stöðvunum. Þegar amma mætir því grun- laus til vinnu sinnar hjá Rík- isútvarpinu árla þann morgun- inn, bíður hennar vopnaður hermaður sem meinar henni inngöngu. Þetta atvik úr lífi ömmu okkar er ein frásögn af mörgum sem gáfu okkur inn- sýn í sögulega atburði og sam- félagsgerð Íslands á árum áður. Þegar komið var í heimsókn til ömmu lagðist alltaf yfir okk- ur ró og værð sem varla mátti finna annars staðar. Ósjaldan nýtti maður þessa sjaldfengnu hugarró til að næla í smá kríu í sófanum hennar ömmu á meðan við hlustuðum á útvarpið. Þess á milli var rætt um allt og ekk- ert. Amma sagði okkur ekki bara sögur heldur þuldi hún upp ófá kvæði, enda minnug með ein- dæmum. Það er vel við hæfi að enda þessa minningargrein á hennar eigin orðum, fallegu ljóði sem kom upp í huga henn- ar eftir heimsókn Egils, tveggja ára barnabarnabarns- ins í febrúar 2015: Það kviknaði ljós þegar þú komst inn í hús mitt. Þegar þú fórst sat birtan eftir af brosi þínu í hjarta mínu. Hrönn, Hilmar Örn og Snorri Jökull. Guðbjörg móðursystir mín, Bubba eins og hún var jafnan kölluð, var sjötta í hópi þrettán systkina á Gimli, en það var æskuheimili hennar á Hellis- sandi. Það var fríður hópur sem óx upp við gott atlæti. Vigfús faðir þeirra var atorkusamur tré- smíðameistari og Kristín móðir þeirra rak þetta stóra heimili af miklum myndarskap. Öll kom- ust systkinin til fullorðinsára, eignuðust maka og börn og létu til sín taka í samfélaginu. Þetta var glaðsinna fólk og músík- alskt enda var tónlist snar þátt- ur í lífi þeirra flestra. Sú elsta var organisti og kórstjóri við Ingjaldshólskirkju í áratugi og Erlingur sá yngsti var óperu- söngvari, lengst af við óperuna í Köln. Mörg þessara systkina sungu í hinum ýmsu kórum, fyrir vestan og eins hér fyrir sunnan, þangað sem leið þeirra flestra lá. Sum spiluðu mætavel á orgel og píanó. Enda ómuðu stofurnar á Gimli af rödduðum söng þegar systkinin komu þar saman á hátíðarstundum. Eins og gefur að skilja þurftu systkinin snemma að sjá fyrir sér sjálf. Þó að heimilið væri vel bjargálna voru engin efni til að senda börnin til framhaldsnáms. Það varð þó úr, fyrir tilstilli vinafólks, að Bubba fór í Verslunarskólann í Reykjavík. Hún var góður námsmaður og þessi menntun nýttist henni vel á lífsleiðinni, víkkaði sjóndeildarhringinn, svo sem með því að opna að- gang að bókmenntum og menn- ingu á fleiri tungum en ís- lensku. Þó að Bubba léti ekki eins mikið að sér kveða í söngnum og sum systkinanna hafði hún einkar áheyrilega rödd. Sú rödd barst „á öldum ljósvak- ans“ inn á hvert heimili í land- inu þegar hún var aðalþula Rík- isútvarpsins á árum áður. Í þá daga voru konur þulur og karl- ar þulir hjá útvarpi allra lands- manna. Um fólkið á bak við radd- irnar var talsvert fjallað, til dæmis í tímaritinu Útvarpstíð- indum, og þá oft láti fjúka í kviðlingum. Guðbjörg fékk t.d. þessa vísu frá hlustanda: Röddin skæra hljómahlý hylli nær hjá þjóðum. Hugarkærar þakkir því þér skal færa í ljóðum. Hún frænka mín fór ekki varhluta af áföllum í lífinu. Hún missti mann sinn í blóma lífs- ins. Það var eins og gefur að skilja þungur harmur. Vigfús, elsti sonur hennar lést fyrr á þessu ári. Þá var kannski eins og lífsneistinn slokknaði innra með henni. Við Bubba vorum góðir vinir. Við ræddum margt saman, t.d. um ætt okkar og uppruna. Hún sá æskuárin ekki í neinum róm- antískum bjarma en hafði húm- or fyrir sjálfri sér og fólkinu sínu. Guðbjörg hafði lifandi áhuga á listum og menningarlífi. Ég mun sakna þeirra stunda er við sátum og ræddum um leiklist og bókmenntir. Þær stundir áttum við margar. Þær voru innihaldsríkar vegna þess að hún var fróð og víðsýn en líka forvitin um það sem var efst á baugi, t.d. í leikhúsunum. Hún var vel lesin og hafði fylgst með íslensku listalífi frá unga aldri. Ævinlega fór ég ríkari af okkar fundum. Því kveð ég nú kæra frænku mína með hjartans þökk og bið börnum hennar og ástvinum öllum blessunar. Jón Hjartarson. Guðbjörg Vigfúsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku mamma, tengda- mamma, amma og langamma. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðard.) Hafðu kærar þakkir fyr- ir að vera þú. Laufey, Sigurður, Að- alsteinn, Sigrún og börn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og amma gamla, EYGERÐUR ÞÓRA TÓMASDÓTTIR, Litlu-Háeyri, Eyrarbakka, lést mánudaginn 2. október á sjúkrahúsinu á Selfossi. Jarðarförin auglýst síðar. Tómas Gíslason Þórdís Ólafsdóttir Dagbjört Gísladóttir Gylfi Jónsson Erna Gísladóttir Gunnlaugur Helgason Magnús Gíslason Þyrí Sölva Bjargardóttir Guðlaugur Þór Tómasson Elísabet Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, bróðir okkar, mágur og frændi, PÁLMI KRISTINN GUÐNASON, Háaleiti 7, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík að kvöldi miðvikudagsins 27. september, eftir erfiða sjúkdómslegu. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið, stuðningsmiðstöð krabbameinssjúkra. Guðni Freyr Pálmason Ingibjörg Ágústa Guðnad. Magnús Óskar Ingvarsson Særós Guðnadóttir Baldur Elías Hannesson Sigrún Aðalsteinsdóttir Gísli Harðarson Guðný Jóna Guðnadóttir Ólafur Geir Magnússon og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, ESTHER MATTHILDUR KRISTINSDÓTTIR, Lindargötu 61, Reykjavík, lést 30. september. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 6. október klukkan 15. Rósa Þórisdóttir Hrönn Þórisdóttir Gerður Þórisdóttir Þórir Þórisson og fjölskyldur Elskulegur bróðir okkar og frændi, GUÐMUNDUR HAFSTEINSSON, Víkurási 6, Reykjavík, sem lést á ferðalagi í Kambódíu þriðju- daginn 5. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. október klukkan 15. Helga Soffía Hólm Markús Magnússon Jóhanna Hafsteinsdóttir Páll Halldórsson Ægir Hafsteinsson Liz Gammon Margrét H. Hansen Jónas S. Sverrisson Bára Hafsteinsdóttir Hjörleifur Kristinsson og frændsystkin Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, Hrafnistu, áður til heimilis að Flókagötu 12, lést á Hrafnistu í Reykjavík, þriðjudaginn 26. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. október klukkan 13. Þórdís Ingvarsdóttir Sverrir Guðmundsson Sigrún Sverrisdóttir Jón Óskar Sverrisson Ingvar Þorsteinn Sverrisson Aðalsteinn Sverrisson og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.