Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is
Hörku herslulyklar frá
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Daníel Bjarnason stjórnar í kvöld
Sinfóníuhljómsveit Íslands á tón-
leikum sem bera yfirskriftina LA/
Reykjavík. Í vor sem leið hélt Fíl-
harmóníuhljómsveitin í Los Angeles
umfangsmikla hátíð þar sem íslensk
tónlist og íslenskir flytjendur voru í
forgrunni. Daníel var þar listrænn
stjórnandi hátíðarinnar, ásamt hin-
um kunna stjórnanda Esa-Pekka
Salonen. Nú fyrr í vikunni hófst
tveggja vikna hátíð Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, einskonar mót-
svar þar sem tónlist frá Los Angel-
es skipar veglegan sess.
Daníel, sem er bæði hljómsveit-
arstjóri og tónskáld, hefur verið
staðarlistamaður Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands frá árinu 2015. Hann
hefur gegnt margþættu hlutverki í
þeirri stöðu, meðal annars hefur
hann stjórnað fjölmörgum tón-
leikum og tónsmíðar hans hafa ver-
ið fluttar á tónleikum. Auk þess sit-
ur Daníel í verkefnavalsnefnd,
stýrir tónskáldastofu og hljóðrit-
unum með íslenskri tónlist. Daníel
er nú kominn hjá mála hjá einni
þekktustu umboðsskrifstofu klass-
ískra tónlistarmanna og þá hljóma
verk hans sífellt víðar.
Byggt á Þúsund og einni nótt
Á tónleikunum í kvöld hljómar
konsert frá 2015 eftir John Adams,
eitt kunnasta samtímatónskáld
Bandaríkjanna, en verkið samdi
hann fyrir flytjandann, fiðlustjörn-
una Leila Josefowicz. Hún hefur
flutt verkið með hljómsveitum víða
um lönd og var flutningur hennar
tilnefndur til Grammy-verðlauna í
fyrra. Verkið, Scheherazade.2,
byggist á Þúsund og einni nótt, á
sögunni um konuna ungu sem
bjargaði lífi sínu með því að segja
sögur.
Á tónleikunum hljómar einnig
Sálmasinfónía Stravinskíjs, eitt af
kunnustu verkum 20. aldar fyrir kór
og hljómsveit. Tær og bjartur tónn
Hamrahlíðarkóranna hentar verk-
inu fullkomlega enda verkið samið
fyrir ungar raddir en á þessu ári
fagnar kórinn fimmtíu ára starfs-
afmæli sínu.
Vissulega svolítið ævintýri
Það er við hæfi að Daníel Bjarna-
son stjórni tónleikum þar sem vísað
er til Los Angeles, því á undan-
förnum misserum hefur hann átt í
gjöfulu samstarfi við hina kunnu
Fílharmóníuhljómsveit borgarinnar
sem hefur frumflutt nokkur verka
hans og leikið enn fleiri. Í vor frum-
flutti hljómsveitin undir stjórn
Gustavos Dudamel fiðlukonsert
Daníels, sem hinn finnski Pekka
Kuusisto lék. Kuusisto hefur síðan
leikið verkið víða, meðal annars á
tónleikaferð um Evrópu í liðinni
viku með ensku hljómsveitinni
Phiharmonia, undir stjórn Esa-
Pekka Salonen. Og í gærkvöldi lék
hann konsertinn í París með Orch-
estre de Paris undir stjórn Osmo
Vänskä.
„Það er vissulega svolítið æv-
intýri hvað fiðlukonsertinn hefur
farið víða,“ segir Daníel sem hefur
verið æði upptekinn við að semja ný
verk á árinu og var viðstaddur
flutning konsertsins í Dortmund og
London. „Já, ég skrifaði óperuna
Brothers [hún var frumflutt í Dan-
mörku og verður sýnd á Listahátíð
í Reykjavík í vor] og þegar hún var
tilbúin tók konsertinn við. Að auki
skrifaði ég tónlistina í kvikmyndina
Undir trénu. Það er ágætt að skrif-
in róuðust með haustinu – það er
samt alltaf eitthvað að semja.“
Hjá þekktri umboðsskrifstofu
En þegar Daníel er ekki að semja
þá er að heyra sem hann sé að
stjórna í síauknum mæli.
„Það færist í aukana. Fyrir rúmu
ári byrjaði ég að vinna með þekktri
umboðsskrifstofu í London, Harr-
ison-Parrott, og það hefur opnað
margar dyr,“ segir hann. Þess má
geta að meðal listamanna sem eru
þar á mála eru Víkingur Heiðar
Ólafsson, Pekka Kuusisto, Osmo
Vänskä og Vladimir Ashkenazy.
Daníel nefnir sem dæmi að senn
stjórni hann tónleikum sinfóníu-
hljómsveitar Tókýóborgar í Japan
og fleiri slík verkefni séu fram-
undan. „Það er mjög gaman. Oft
stjórna ég flutningi á minni eigin
tónlist auk annarra verka. Það er
þekkt og eftirsótt að menn fylgi
sinni tónlist eftir með þeim hætti.
Mér finnst frábært að fá tækifæri
til að elta músíkina mína með sprot-
ann.“
Hann segir að vissulega sé þetta
„eilífur línudans“, að finna jafnvægi
milli að semja og stjórna. „En mér
finnst fínt að hafa bæði.“
Einstakur kór
Hvað varðar dagskrá tónleika
kvöldsins, þá er Sálmasinfónía Stra-
vinskíjs fyrra verk tónleikanna og
flytur Hamrahlíðarkórinn það með
hljómsveitinni. „Þetta er algjörlega
einstakur kór og það sem Þorgerð-
ur Ingólfsdóttir hefur byggt upp er
ómetanlegt og einstakt. Það er
stórkostlegt að vinna með þessum
krökkum,“ segir Daníel. „Stravins-
kíj tekur fram að hann vilji hafa
barnakór eða ungar raddir og kór-
inn hentar fullkomlega fyrir það,
með sinn einstaklega tæra hljóm.“
Verk Adams fyrir fiðluleikarann
Josefowicz segir Daníel mjög
dramatískt. „Þetta er stórt og mikið
verk og Leila kann þetta allt saman
utanbókar og flytur það frábær-
lega. Hún á þetta verk með húð og
hári.“
Frábært að fá að elta músíkina
Morgunblaðið/Eggert
Dramatík Stjórnandinn Daníel Bjarnason og einleikarinn kunni, Leila Josefowicz, á æfingu Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir tónleikana í kvöld. Daníel er
staðarlistamaður hljómsveitarinnar en kemur víða við, tónverk hans eru flutt af helstu sinfóníuhljómsveitum og sjálfur stjórnar hann hljómsveitum víða.
Los Angeles-
tónleikar Sinfóní-
unnar í kvöld
Bandarísk-kanadíska fiðlu-
stjarnan Leila Josefowicz leikur
á tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
arinnar í kvöld einleik í verkinu
Scheherazade.2 sem tónskáldið
John Adams, eitt þekktasta
samtímatónskáld Bandaríkj-
anna, samdi sérstaklega fyrir
hana og byggist á Þúsund og
einni nótt. Josefowicz frum-
flutti verkið, sem Adams kallar
dramatíska sinfóníu fyrir fiðlu
og hljómsveit, með Fílharm-
óníuhljómsveit New York fyrir
tveimur árum og síðan hefur
hún flutt það með hljómsveitum
víða um lönd og fengið frábæra
dóma fyrir.
Að láta í sér heyrast
Josefowicz hélt kammer-
tónleika í Norðurljósasalnum í
fyrrakvöld við mikla hrifningu.
Hún segist vera afar hrifin af
Hörpu. „Þetta er undursamleg
bygging og útsýnið héðan
hreint makalaust,“ segir hún.
Hún segir tónverkið sem Adams
samdi fyrir hana býsna pólití-
ískt, það fjalli um unga og
greinda konu sem berst fyrir
réttindum sínum og frelsi. „Hún
óttast ekki karlana sem vilja
bæla hana og ég vona að áheyr-
endur finni fyrir og skilji þennan
karakter. Þegar karlarnir dæma
hana til dauða í þriðja þætti þá
á tónleikagestum að finnast
sem þakið sé að hrynja ofan á
þá. Verkið fjallar síðan um flótta
hennar eftir þá atburði.
Þetta er frelsandi verk, afar
feminískt og á vel við í dag; er
um það að standa upp og láta
rödd sína heyrast.“
Josefowicz segir tónskáldið
hafa verið einn sinn nánasta vin
í um 20 ár og hefur hún leikið
frábær verk eftir hann víða.
Og hún ber lof á stjórnandann
Daníel og íslenska tónlistarsenu
sem hún segir greinilegt að sé
að vaxa og þroskast „á besta
mögulega hátt“.
Feminískt
tónverk
EINLEIKUR FIÐLUSTJÖRNU