Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 82

Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Hreistur er önnur ljóðabókBubba; Öskraðu gat ámyrkrið kom út 2015.Þessar bækur kallast á og ljóðin í Hreistri eru efnislega fjær í tíma. Í fyrri bókinni er tekist á við fíknina, í Hreistri er ljóðmælandinn verkamaður sem býr í verbúð í litlu þorpi og sukkar milli þess sem hann vinnur í frystihúsinu og skýst á sjó; dagur og nótt frjósa saman. Í Hreistri eru 69 ljóð á ótölusett- um síðum, öll í frjálsu formi, án greinarmerkja og hástafa. Bókin hefst á skáletruðu erindi og lýkur á öðru slíku, öðrum fimm er skeytt inn á jafnmörgum stöðum og lýsa vikulangri and- vöku þar sem ljóðmælandinn er einn og einmana þótt einhver „þú“ komi þar við sögu til huggunar. Lokaorð bókarinnar eru úr gamalli þulu: „Grágæsa móðir ljáðu mér vængi / svo ég geti flogið“ og væntanlega höndlað frelsið. Fyrir ljóðunum fer lína úr Þorpinu eftir Jón úr Vör: „En þorpið fer með þér alla leið.“ Og hvernig er þetta þorp: „lágreist húsin hvítmáluð / með græn og rauð þök / og barnavagna fyrir ut- an // kirkjan félagsheimilið bryggjan / kaupfélagið frystihúsið // og verbúð- in skellótt einsemd á tanganum“ (69). Fjöllin eru allt um kring: „líkt og óp úr iðrum jarðar / rísa þau grásvört með hörkuleg andlit // úfin og veðruð með vetrargráa skugga / svo brött að við hættum að horfa // sama hvernig maður sneri / augu þeirra voru alltaf föst milli herðablaðanna“ (1). Það er að jafnaði dimmt yfir þorpinu, birtan grá, fjörðurinn yfirleitt úfinn, öld- urnar skella á þorpinu, vindurinn napur; í fáum orðum sagt: umhverfið er kuldalegt: „fjörugrjótið undir glæru svelli / svarthvít auðnin með sinustrá / og frosinn sjóndeildar- hring“ (14), „í þúsund fokkera fjar- lægð / var borgin sem við höfðum flú- ið“ (40). Ljóðin spanna einn vetur í lífi ljóð- mælandans, hann kemur að hausti í þorpið, stefnir suður í vertíðarlok í maí. Ljóðmælandinn er oft ágengur, ávarpar lesandann, „frostblá augu tóku þig í fangið“ (9) og víðar. Hér er ort um fremur innantómt og hrátt líf í verbúðinni og frystihúsinu, vélræn vinnubrögð, sukk, nauðgun, partí, kynlíf, baráttuna við sjóinn, fórnir o.fl. Lífið í þorpinu snýst um fiskinn en það eru blikur á lofti: „verbúðin var deyjandi heimur / kvótinn lá fyrir utan í dýpinu / kafbátur með útvalda innanborðs / sem brátt mundi stíga á land og eigna sér það“ (25); „nútím- inn var á leiðinni með opinn kjaftinn / að rista þorpið á hol svo kvótinn vall út“ (69). Vinnan er köld og fátt til gleði: „ríkistónlistin barst frá hátal- ara sem hékk niður úr loftinu / torf- bæjarraddir fluttu dánartilkynningar / og jarðarförin var fyrr en varði komin inn til okkar“ (40). Í mötuneyt- inu lá svört kubbasteikin „á disknum / eins og svikið loforð sem nagaði aft- anaf launum okkar“ (59). 69. ljóð hefst á hnyttinni mynd: „ennþá var útvarpið lokað inní veröld afa og ömmu / með sína dimmu klassík sem ferjaði þunglyndið / yfir ófærar heið- ar í eyru okkar sem stóðum vaktina / og biðum eftir óskalögum lífsins“. Vísunum er beitt hugvitssamlega: „við örkuðum hreisturslóðann frá verbúðinni / fram þjáðir menn í lek- um bússum / til fundar við enn eitt tonnið af þorski“ (53); „hvítu mávar segið þið henni / að gulir goggar höggvi ótt og títt í sjórekið hold / marflærnar eru veislubúnar“ (65); „aldrei vaknaðir þú við vinnuharðan lófa / lagðan á koll þinn“ (24). Hér hljómar Led Zeppelin og Jimmy Plant, Leonard Cohen og Dylan syngja í takt við drungann eða til að yfirgnæfa kroppinbakinn sem ræður ríkjum í verbúðinni. Yfir öllu er myrkur og tónninn er dimmur; hvernig er lífið ef það er „eins og þvottur á snúru í úrhelli“? Undir lok- in bregður fyrir birtu, „sjórinn varð þakinn demöntum / blátt varð blárra en blátt“ (67). Hreistur merkir m.a. þunnar skaraðar beinflögur á roði fiska og þeir sem hafa unnið í fiski vita hvað það loðir lengi við hendur og fatnað; menn skafa hreistur af fiski fyrir matreiðslu. Kannski er það hér tákn fyrir hrjúfleika vinnunnar. Verbúð merkir bókstaflega sjóbúð, bústaður í verstöð og hæglega má líta á verbúðina sem athvarf manns í ver- öldinni sem bætir þá nýrri vídd við ljóðin; verbúðin er þá hluti fyrir heild. Þessi bók er grípandi og Bubbi málar veröld þorpsins býsna gráa; í Þorpi Jóns úr Vör ríkir hins vegar seiðandi söknuður því höfundur horf- ir á gamalt svið úr fjarska, beiskjan er grafin. Víða er vel að orði komist eins og sjá má hér að ofan og sums staðar með ágætum. Á hinn bóginn er efnið býsna þrúgandi og ljóðin ívið of mörg. Útlit bókarinnar er snot- urlega hannað með svo fínlega teikn- uðum hreisturplötum að stingur kannski í stúf við kaldan hráslaga bókarinnar. Myrkrið á tanganum Morgunblaðið/Einar Falur Ljóðabók Hreistur bbbmn Eftir Bubba Morthens. 69 ljóð, kilja. 70 bls. Mál og menning 2017. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Grá veröld „Þessi bók er grípandi og Bubbi málar veröld þorpsins býsna gráa,“ skrifar gagnrýnandi um Hreistur, nýja ljóða- bók Bubba Morthens. Á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem nú stendur yf- ir og lýkur á sunnudag, er sérstakur flokkur nefndur Through the Eyes of Others, eða Með annarra augum, en í honum eru sýndar sex stuttmyndir, bæði leiknar og heimildarmyndir, og ein þeirra sem fellur í síðarnefnda flokkin er Seeker en hún fjallar um Eymund Kjeld, menntaðan tónlistar- mann sem glímir við hreyfitauga- hrörnunarsjúkdóminn MND. Eymundur stofnaði árið 2011 karlakórinn Oneness-Dream til að flytja lög eftir indverska friðar- og andlega leiðtogann Sri Chinmoy um allan heim þar sem fólk kemur saman til að iðka trú sína og hugleiðslu. Eymundur greindist með MND fyrir 13 árum og hefur því ekki getað sung- ið með kórnum en hefur samt sem áð- ur tekið þátt í tónleikaferðalögum hans. Skrásetti tónleikaferð kórsins Höfundur Seeker er Sanjay Rawal, indversk-bandarískur kvikmynda- gerðarmaður sem býr í New York og hefur m.a. gert verðlaunaheimild- armyndina Food Chains frá árinu 2014 sem var framleidd af bandarísku leikkonunni Evu Longoria og banda- ríska blaðamanninum og rithöfund- inum Eric Schlosser en þulur mynd- arinnar er bandaríski leikarinn Forest Whitaker. Sú mynd var frum- sýnd sama ár á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Berlín, dreift af Screen Media og Netflix og hefur hlotið fjölda verðlauna. Rawal frétti af Eymundi og kórn- um og slóst í för með kórnum á tón- leikaferð hans um Toscana á Ítalíu fyrr á þessu ári og safnaði efni í stutt- myndina Seeker sem nú má sjá á RIFF en síðasta sýning á henni verð- ur á laugardaginn kl. 11.30 í Norræna húsinu, að Eymundi og kórnum við- stöddum. Á sunnudaginn mun kórinn þá halda útgáfutónleika kl. 17 í Frí- kirkjunni í Reykjavík í tilefni af út- gáfu geisladisks sem tekinn var upp á tónleikaferðalaginu á Ítalíu. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis. Stuttmynd um Eymund og karlakór hans á RIFF Í Toscana Eymundur Kjeld í heimildarstuttmyndinni Seeker.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.