Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 85
MENNING 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Annað kvöld verða haldnir tón-
leikar til heiðurs kanadíska tónlist-
armannnum Neil Young í Eldborg-
arsal Hörpu, og hefjast þeir kl.
21.30.
„Konseptið er plöturnar hans
tvær Harvest og Harvest Moon, en
á þessum tónleikum ætlum við
samt alveg að leyfa okkur að spila
smelli eftir hann sem eru ekki á
þessum plötum,“ segir Einar
Scheving slagverksleikari sem
stendur fyrir tónleikunum.
Heilsteyptasta plata
rokksögunnar
„Ég er búinn að ganga með
þessa tónleika í maganum í þó
nokkurn tíma. Ég kom að Neil Yo-
ung á öfugum enda þegar ég féll
fyrir Harvest Moon sem er seinni
platan og kom ekki út fyrr en
1992. Ég kynntist henni fyrir til-
viljun þegar ég bjó í New York í
nokkra mánuði árið 1994,“ segir
Einar. „Við hliðina á sjómanna-
heimilinu þar sem ég bjó var bar
með djúkboxi og ég endaði mörg
kvöld á því að fara þangað að spila
úr djúkboxinu og fá mér einn kald-
an fyrir svefninn. Ég hafði aldrei
pælt í Neil Young fyrr en ég féll
fyrir þessari plötu. Síðan hef ég
alltaf haldið mjög mikið upp á
hana og myndi segja að hún væri
ein heilsteyptasta plata rokksög-
unnar. Seinna uppgötvaði ég svo
plötuna Harvest sem kom út 20 ár-
um fyrr, og það er sami fílingurinn
í þeim.“
- Hvað eiga þær sameiginlegt?
„Neil Young hefur átt mjög fjöl-
breyttan feril, en þetta eru sum-
part þær plötur sem kallast best á
varðandi lagasmíðar og það er
hver smellurinn á fætur öðrum á
báðum þessum plötum. Það er ekk-
ert sérstaklega algengt að maður
sem slær svo hressilega í gegn
með plötu eins og Harvest geti
endurtekið leikinn 20 árum síðar
með álíka melódískum lögum.“
Sameinar margar kynslóðir
Einar segir að allir þeir frábæru
listamenn sem hann fékk til liðs
við sig hafi strax verið tilbúnir að
taka þátt. „Þetta er tónlist sem allt
þetta fólk elskar. Neil Young virð-
ist takast að sameina margar kyn-
slóðir.“
- Hvernig valdir þú fólkið?
„Það má segja það að þessi hóp-
ur eigi það sameiginlegt að það er
einhver 70’s fílingur sem ég skynja
í þeim öllum. Þótt Harvest Moon
sé frá 1992, þá kallast hún á við
áttunda áratuginn. Ákvarðanirnar
virkuðu réttar og ég hef sannfærst
enn meira um þær eftir að æfing-
arnar byrjuðu. Ef þú ert með
mannskap eins og þennan þá ligg-
ur við að það sé sama hvaða músík
þú leggur fyrir framan þau, það
mun alltaf verða gæðatónlist.“
Á tónleikunum leikur Einar á
trommur og aðeins á píanó, en með
honum í bandinu eru Guðmundur
Pétursson, Daði Birgisson og Eið-
ur Arnarsson.
„Gummi Pé er náttúrlega einn
mesti gítarsnillingur sem ég hef
kynnst á heimsvísu. Hann mun
spila mikið á svokallaðan „lap
steel“ gítar sem hvílir í kjöltu
hans, og framkallar þennan suð-
urríkjahljóm sem ég er mjög hrif-
inn af.
Daði er annar snillingur sem
leikur á píanó, hljómborð og Ham-
mond-orgel, og Eiður bassaleikari
er maður sem kann og leikur þessa
tónlist upp á tíu.“
Magnaðir músíkantar
Einar segir hópinn hafa til að
bera marga frábæra gítarleikara.
„Margir söngvaranna spila lögin
sem þau syngja sjálf á kassagít-
arinn. Pétur Ben er einn af söngv-
urunum, en hann er svo frábær
gítarleikari að við véluðum hann
strax í bandið.
Kvenfólkið er algjörlega frá-
bært; Ragnheiður Gröndal, Elín
Ey sem er þvílíkt hæfileikabúnt
enda dóttir Eyþórs Gunnarssonar
og Ellenar Kristjánsdóttur, og svo
Soffía Björg sem ég er að vinna
með í fyrsta sinn, og hún er þvílíkt
að skína. Hún er fædd til að flytja
svona tónlist.
Krummi Björgvins er algjörlega
magnaður söngvari með sína frá-
bæru rödd sem hann á nú ekki
langt að sækja, og rosalega flotta
sviðsframkomu.
Með okkur er svo magnaður
músíkant sem sést alltof sjaldan í
íslenskri tónlistarsenu, Helgi
Hrafn Jónsson. Hann er einn flott-
asti básúnuleikari landsins, en
starfar meira núorðið sem lagahöf-
undur og söngvari. Hann syngur
nokkur lög og spilar á gítar, banjó
og básúnu. Svo erum við með eldri
höfðingjana Magnús Þór Sig-
mundsson og KK. Á æfingu um
daginn þegar Magnús var að
syngja hvíslaði KK að mér að Neil
Young væri mættur,“ segir Einar
sem var alveg sammála.
Einlægni og sannfæring
- Hvers vegna á fólk að koma á
þessa tónleika?
„Neil Young er snillingur í laga-
smíðum. Lögin ganga einfaldlega
upp, þau eru tiltölulega stælalaus
og ná beint að hjartanu. Sumir
textanna eru ekkert flúr, hann seg-
ir hlutina oft bara eins og þeir eru.
Auk þess sem hvert eitt og einasta
lag er frábært, flytur tónlist-
arfólkið tónlistina af mikilli ein-
lægni og sannfæringu. Ég hugsa
að maður þyrfti að vera ansi kald-
ur til að hrífast ekki með,“ segir
Einar Scheving sem lofar frábær-
um tónleikum og hlakkar til að sjá
sem flesta annað kvöld í Hörpu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á æfingu Einar Scheving, fyrir miðju, með tónlistarfólkinu sem mun taka þátt í því með honum að heiðra Neil Young í Eldborgarsal Hörpu á morgun,
föstudagskvöld. „Neil Young er snillingur í lagasmíðum. Lögin ganga einfaldlega upp, þau eru tiltölulega stælalaus og ná beint að hjartanu,“ segir Einar.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hetjan sjálf Neil Young hélt tónleika í Laugardalshöll árið 2014.
Lögin ná beint að hjartanu
Tónleikar til heiðurs Neil Young annað kvöld Snillingur í lagasmíðum Plöturnar Harvest og
Harvest Moon kallast á Tekst að sameina kynslóðir Margir magnaðir músíkantar koma fram
Ragnheiður Gröndal þekkti bara
nokkur lög með Neil Young áður
en hún fór að æfa fyrir tón-
leikana. „Þetta er búið að vera
rosalega skemmtilegt. Hann er
frábær lagasmiður og mikil
dýpt í textunum, og þar með
tímalaus klassík sem á við
hvaða kynslóð sem er. Þetta er
líka svo flottur hópur af tónlist-
arfólki, þar sem allir koma úr
ólíkum áttum,“ segir Ragnheið-
ur sem syngur lögin Out On the
Weekend og From Hank to
Hendrix. „Svo er ég með mjög
flottan dúett með Pétri Ben You
and Me, sem er mjög gaman að
syngja.“
Tímalaus
klassík
MIKIL DÝPT Í TEXTUNUM
„Þessi tónlist er að fleyta mér
tilbaka til ársins 1970, og ég er
að uppgötva lyktina og þessa
ljúfsáru tilfinningu þegar maður
var unglingur, fyrstu ástina og
allan þennan pakka, án gríns,“
segir Kristján Kristjánsson, KK,
um það að taka þátt í þessum
tónleikum. „Ég vona bara að
sem flestir fái að upplifa þetta
líka. Þetta er alveg magnað.“
KK segir Neil Young hafa haft
mikil áhrif á hann. „Hann er
einn af aðalmönnunum sem
tóku þátt í tónlistarbyltingunni
sem átti sér stað á seinni hluta
síðustu aldar, og mótuðu mig
mikið.“
Alveg
magnað
EINN AF AÐALMÖNNUNUM
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 10 SÝND KL. 6
SÝND KL. 6, 8SÝND KL. 8, 10.20