Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 88
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Skildi eftir 23 ára samband
2. Ljósmyndum lekið af…
3. Hélt framhjá með Karli …
4. Klofningur í handboltanum…
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Karl Orgeltríó sendir í dag frá sér
hljómplötuna Happy Hour með Ragn-
ari Bjarnasyni. Þar syngur hann lög
úr smiðju Bjarkar, Gusgus, Pink,
Spandau Ballet og Blondie auk frum-
saminna laga – allt í djasskenndum
útsetningum. Tríóið skipa Karl Ol-
geirsson á orgel, Ásgeir Ásgeirsson á
gítar og Ólafur Hólm á trommur.
Meðal gestasöngvara á plötunni eru
Katrín Halldóra Sigurðardóttir og
Salka Sól. Útgáfu plötunnar verður
fagnað á tónleikum í Háskólabíói í
kvöld kl. 20.
Morgunblaðið/Ómar
Happy Hour með
Ragga Bjarna í kvöld
Guð, hvað mér
er sama er yf-
irskrift leiklest-
urs á Sölvhóls-
götu 13 í kvöld
kl. 20. Um flutn-
inginn sjá nem-
endur af leikara-
og sviðshöfunda-
braut Sviðslista-
deildar LHÍ en sviðstextarnir eru
eftir nemendur á öðru ári sviðshöf-
undabrautar. Textarnir voru skrif-
aðir á námskeiðinu Hugsun, texti,
athöfn, sem Hlín Agnarsdóttir
kenndi.
Leiklestur nemenda
Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari
og Jane Ade Sutarjo píanóleikari
koma fram á tónleikum
tónleikaraðarinnar Á
ljúfum nótum í Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag
kl. 12. Á efnisskránni
eru sónötur fyrir
fiðlu og píanó í
A-dúr eftir W.A.
Mozart og Jo-
hannes Brahms.
Sónötur í A-dúr
Á föstudag Austan 8-13 m/s og rigning með köflum, en hægari
vindur og bjartviðri á norðanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.
Á laugardag Sunnan 5-10, súld eða dálítil rigning, bjartviðri NA-til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, 3-10 m/s, skýjað að mestu og
sums staðar lítilsháttar væta, en léttskýjað á Suðausturlandi og
Austfjörðum. Hiti 1 til 10 stig, hægt hlýnandi veður.
VEÐUR
Uppaldar Gróttukonur voru
uppistaðan í liðinu sem batt
enda á langa bið félagsins
eftir meistaratitli í hand-
bolta árið 2015. Þær létu
sér ekki nægja að vinna
einn titil heldur unnu alla
þrjá stóru titlana sem í boði
voru. Ári seinna landaði lið-
ið svo Íslandsmeistaratitl-
inum í annað sinn. Farið er
yfir sögu kvennaliðs Gróttu
í handbolta í íþróttablaði
dagsins. »2
Sigursælt lið með
uppalda leikmenn
„Við áttum okkur á því að við megum
ekki misstíga okkur á lokasprett-
inum. Við höfum verið í svona stöðu
áður. Í undankeppni EM unnum við
útisigur á Hollendingum og það er
gott að við höfum áður
verið að spila svona
mikilvægan leik á
lokaspretti í
riðlakeppni,“
segir Gylfi Sig-
urðsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu,
um leikinn mikilvæga
við Tyrki sem fram fer
í föstudaginn í undan-
keppni HM. »1
Höfum verið í
svona stöðu áður
„Ég var í raun bara kvefuð í allt sum-
ar,“ segir frjálsíþróttakonan Arna
Stefanía Guðmundsdóttir, en hún
gekkst undir aðgerð í síðustu viku
vegna langvarandi glímu við kinn-
holusýkingu. Arna vonast til þess að
geta nú beitt sér af fullum krafti á
næsta keppnistímabili, með stórmót-
in HM innanhúss og EM utanhúss í
sigtinu. »4
Arna Stefanía komin inn
á beinu brautina
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sextán ára unglingur stendur á sviði
tívolísins í Hveragerði, skemmtigarðs
sem átti fyrirmynd í borg dönsku
drottningarinnar. Er klæddur eins og
dáti á freigátu og syngur um að hann
þrái að slá í gegn. Nú þrjátíu árum
síðar er sami söngvari , sem enn er
að, reffilegur miðaldra maður og er
hótelstjóri í Reykjavík. Enn sem fyrr
er söngurinn hans hálfa líf og nú er
komið að því að Bjarni Arason haldi
tónleika með nokkrum af þeim lögum
sem hann hefur sungið til vinsælda í
áranna rás. Þeir verða í Háskólabíói
laugardagskvöldið 21. október kl. 21.
Sjö sólóplötur
„Mér finnst ekkert jafn gaman og
að syngja. Að vera í fullum sal af fólki,
þar sem allir taka undir og syngja
með er frábær tilfinning og allt snýst
þetta um að ná til fólksins og skapa
góða stemningu,“ segir Bjarni. „Þessi
þrjátíu ár í söngnum hafa verið æð-
isleg og liðið mjög hratt, sem minnir
okkur á hve lífið er stutt og mikilvægt
að lifa alltaf í núinu.“
Það var í keppni og leit Stuðmanna
að Látúnsbarkanum sumarið 1987
sem Bjarni Arason vakti fyrst at-
hygli. Lokakaflinn í Látúnsbarkaleit-
inni var keppni í Tívolí í Hveragerði
og var sýnt beint frá
henni í sjónvarpinu.
Bjarni söng lagið Slá í
gegn, sigraði og
strákurinn sem vann
í kjötbúð Slátur-
félags Suðurlands í
Glæsibæ varð
stjarna. Ekki varð
aftur snúið, lagið
Bara ég og þú, kom
út fljótlega eftir
keppnina og árið
eftir sólóplatan
Þessi eini þarna
með smellinum Það stendur ekki á
mér. Alls eru sólóplötur Bjarna orðn-
ar sjö auk laga á til dæmis safn-
plötum þar sem eru til dæmis lögin
Játning, Eurovision-lagið Karen frá
1992 auk margra fleiri.
„Þennan tíma sem ég hef verið í
músíkinni hafa allskonar stefnur og
straumar komið og farið. Hér á árum
áður voru lög sumpart melódískari en
nú og á tímabili má segja að laglínur
hafi horfið. Bítið og frasar urðu ráð-
andi í hverju lagi, sem á síðari árum
hefur að nokkru gengið til baka,“ seg-
ir Bjarni sem alla tíð hefur haft dá-
læti á söngvurum af eldri kynslóðinni
og haft sér til fyrirmyndar. Þar er
Elvis Presley efstur á blaði og má í
því samhengi nefna síðustu sólóplötu
Bjarna, Elvis Gospel, sem kom út
2012 hvar er að finna lög með trúar-
legu ívafi sem rokkkóngurinn söng.
Gott fyrir sálina að syngja
„Það er heilmikið mál að setja sam-
an ferilstónleika, bæði framkvæmdin
og svo þarf líka að velja lög og sleppa
mörgum, æfa þau og fá allt til að
smella saman. Þetta er miklu meira
en bara telja í og taka lagið,“ segir
Bjarni sem í þessu verkefni hefur
með sér hljómsveitarstjórann Þóri
Úlfarsson og fleiri góða.
„Þessi þrjátíu ár í tónlistinni hafa
verið ofsalega skemmtileg og liðið
hratt, sem er áminning um
að lífið er stutt og mik-
ilvægt að lifa í núinu og
gleði. Og þá er söng-
urinn góð leið, það er
gott fyrir sálina að
syngja,“ segir Bjarni
sem er enn á fullu í tón-
listinni. Kemur fram og
syngur við hin ýmsu
tækifæri og hefur sjaldan
verið betri, segja þeir
sem best til mála þekkja.
„Í 30 ár hefur það verið
mér samfellt ánægjuefni
að fylgjast með söngferli Bjarna, sjá
hann vaxa, þroskast og dafna,“ segir
Jakob Frímann Magnússon Stuð-
maður. Hann stóð að Látúns-
barkakeppninni á sínum tíma og átti
þannig stóran þátt í því að Bjarni
uppgötvaðist sem söngvari og kom
fram á sviðið. „Röddin verður betri
með hverju ári og hljómprýðin er
mikil. Það er ekki algengt að söngv-
arar sem koma ungir fram á sviðið
haldi nokkuð stöðugum vinsældum
svo áratugum skipti og séu í raun allt-
af jafn góðir tónlistarmenn. Það er
Bjarni þó svo sannarlega og hann á
mikið inni enn.“
Látúnsdátinn syngur enn
Bjarni Arason undirbýr 30 ára fer-
ilstónleika Slá í gegn og Bara ég og
þú Það er gott fyrir sálina að syngja
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Söngvarinn „Þessi þrjátíu ár í tónlistinni hafa verið skemmtileg og liðið
hratt, sem er áminning um að lífið er stutt,“ segir Bjarni Arason.
1987 Bjarnivar barkinn.