Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 13
beinu sambandi við neðanjarðar- öflin, hið svokallaða helvíti. En þeir leita upp og út um hverina.“ Snorri borðaði hverafugl „Þeir fá ekkert pláss í fugla- bókum, þessir hverafuglar, þeir eru meira í þjóðsagnabókum. Þeir eru rammíslenskir og eru flestir á Suðurlandi, í kringum Hveragerði til dæmis,“ segir Hjörleifur sem aldrei hefur sjálf- ur séð slíkan fugl. „En menn sáu hverafugla mikið í gamla daga, og þeir voru meira að segja étn- ir. En það reyndist frekar erfitt að sjóða þá, enda eru þeir mest í vatni sem er langt yfir suðu- marki. Best er að matreiða þá í köldu vatni. Snorri á Húsafelli talar um þessa fugla í sínum fræðum og hann sagðist hafa borðað þá. Hann sagði að það væri kuldabragð af þeim, en þeir væru þó ætir.“ Hjörleifur segir meðlimi Söngfjelagsins ekki hafa hug á því að standa kyrrir á meðan þeir syngja Fuglakabarettinn á morgun laugardag. „Við ætlum að bregða á leik, það eru voða mikil læti í okkar í þessum flutningi, enda er kórinn mjög hreyfanlegur. Það er hægt að gera hvað sem er með Söngfjelaginu.“ Tónleikarnir í Lækninga- minjasafninu hefjast kl. 16 og er frítt á viðburðinn sem er einn af mörgum dagskrárliðum Menn- ingarhátíðar Seltjarnarness. Söngfjelagið er um 50 manna blandaður kór sem Hilmar Örn Agnarsson stjórnar. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Forsala á Jólagesti Björgvins hófst í gærmorgun með látum og er nú svo komið að nærri uppselt er á tón- leikana sem haldnir verða klukkan 17 og 21 þann 10. desember nk. Hafa aðstandendur tónleikanna því brugðið á það ráð að halda sérstaka aukatónleika 11. desember og hefjast þeir klukkan 21. Sala á aukatón- leikana hefst 19. október klukkan 10, en engin póstlistaforsala verður í boði fyrir þá tónleika. Gestir Björgvins verða Gissur Páll, Júníus Meyvant, Páll Óskar, Svala, Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Sér- stakur gestur verður Stefán Karl. Jólagestir Björgvins Gestgjafinn Bó á jólatónleikum. Munu bæta við aukatónleikum Leikfélag Hveragerðis var stofnað ár- ið 1947 og fagnar því 70 ára afmæli þetta árið. Af því tilefni ætlar leik- félagið að frumsýna söngdagskrá undir heitinu Söngur og leikur í 70 ár í kvöld, föstudag, kl 20 í Leikhúsinu Austurmörk 23, Hveragerði. Flutt verða lög úr leikritum sem Leikfélagið hefur sýnt á undan- förnum árum, t.d. Saumastofunni, Þið munið hann Jörund, Þrek og tár, Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan, Línu Langsokk, Dýrunum og fleirum. Þriggja manna hljómsveit undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar sér um undirleik. Í tilkynningu kemur fram að söngvarar séu 15 – 20 með einsöng og kórsöng, og að leikfélagið hafi fengið bíóstóla úr Austurbæjarbíói og sett í salinn til að skapa sem notalegasta stemningu fyrir skemmtilega kvöldstund. Einnig er tekið fram að húsið hefur fengið vín- veitingaleyfi. Önnur sýning á Söng og leik í 70 ár verður á morgun, laugardag 14. októ- ber. Miðapantanir í síma 863-8522. Söngur og leikur í 70 ár Líf og fjör hjá Leikfélagi Hvera- gerðis í tilefni stórafmælis Fjör Tvö atriði úr leikritinu Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan. Morgunblaðið/Ómar Kría Hjörleifur yrkir m.a um hana. Með hverri pantaðri ferð hjá Hreyfli, styrkir þú Krabbameinsfélagið til stuðnings krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Fögnum 10 ára samstarfi Hreyfils og Bleiku slaufunnar 2007 - 2017 Tökumbleikan bíl!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.