Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Baughús 28, Reykjavík, fnr. 204-1079, þingl. eig. Stekkjafjall ehf, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg, Landsbankinn hf. og Birta lífeyrissjóður, þriðjudaginn 17. október nk. kl. 11:00. Brekkutangi 5, Mosfellsbær, fnr. 208-3180, þingl. eig. þb.Sigurður H. Ívarsson og þb.Ásdís Stefanía Jónsdóttir , gerðarbeiðendur þb. Sigurður Helgi Ívarsson og þb.Ásdís Stefanía Jónsdóttir, þriðjudaginn 17. október nk. kl. 11:30. Hraunbær 160, Reykjavík, fnr. 204-5210, þingl. eig. Jóhannes Ásbjörn Kolbeinsson og Rebekka Jóhannsdóttir, gerðarbeiðendur Reykjavíkur- borg og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 17. október nk. kl. 14:00. Hraunbær 180, Reykjavík, fnr. 204-5309, þingl. eig. Bryndís Ósk Sigfúsdóttir og Jakob Ingvar Magnússon, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg, Landsbankinn hf.,Tollstjóri og Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild, þriðjudaginn 17. október nk. kl. 14:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 12. október 2017 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni vinnustofu kl. 9 og endar á okkar vinsæla bingói kl. 13.30. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9- 16. Botsía með Guðmundi kl. 9.30. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Föstudagur: Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9. Línudans fyrir byrjendur og lengra komna kl. 15.15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Lífssögur kl. 10.40-11.10, allir velkomnir í lífssöguhópinn. Leik- fimi kl. 12.50-13.30. U3A- kynning kl. 13.40, Kristján Guðmundsson kynnir samtökin U3A Reykjavík og starf þeirra, allir velkomnir. Opið kaffihús 14.30-15.30. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi með Rósu kl. 10.15. Dalbraut 27 vinnustofa kl. 8, upplestur úr dagblöðum vikunnar kl. 10, bíó kl. 13.30. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7. kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13–16. Allir velkomnir Geruberg Föstudagur: Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnu- stofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi göngu- hóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30-. Bókband með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður, kl. 13.30 léttgönguhópur (frjáls mæting). Gullsmari Föstudagur: Handavinna kl. 9, leikfimi / ganga kl. 10, flugu- hnýtingar kl. 13, Gleðigjafarnir kl. 14. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía kl. 10-11. Hádegis- matur kl. 11.30. Pálínuboð kl. 14 í tilefni af bleikum föstudegi. Boðið verður upp á frítt kaffi og heitt súkkulaði, gestir leggja eitthvað smá- vegis á veisluborð og allir njóta saman. Hvassaleiti 56-5 8 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9, 10 og 11, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Brids kl. 13, bingó kl. 13.15, kaffisala í hléi allir velkomnir Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan kl. 8.50-11, thai chi kl. 9, botsía kl. 10.15, myndlistar- námskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30, kvikmyndasýning kl. 13. síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir, nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og jóga kl. 9, bridshópur Korpúlfa kl. 12.30. Hannyrðahópur kl. 12.30, tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug. Haustfagnaður Korpúlfa í kvöld í Borgum, húsið opnað kl. 18, borðhald kl. 19. skemmtiatriði, dans og glæsilegir happadrættisvinningar. Ath. taka þarf drykkjarföng með sér í veisluna. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 411-2760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegis- verður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga/hláturjóga í saln- um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut í dag undir stjórn Friðriks Vignis kl. 13. Spilað í króknum Skólabraut kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Félags- og tómstundastarf eldri bæjarbúa tekur þátt í menningardögum Seltjarnarness með því að bjóða íbúum á ofangreina viðburði og eru allir hjartanlega velkomnir. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögur – Sögur úr Eyja- firði og nágrenni, námskeið kl. 13, kennari Baldur Hafstað. Borgara- fundur í Háskólabíói laugardaginn 14. október kl. 13, Um málefni eldri borgara með fulltrúum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram á lands- vísu í Alþingiskosningunum 28. október nk., MÆTUM ÖLL. Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23, Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnaðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Ýmislegt Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Málhildur ÞóraAngantýsdótt- ir, sjúkraliði, fædd- ist í Reykjavík 2. júlí 1938. Hún lést á heimili sínu 1. októ- ber 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ang- antýr Guðjónsson, verkstjóri í Reykja- vík, f. í Reykjavík 22. maí 1917, d. 6. ágúst 1961, og Dóra Sigríður Halldórsdóttir, húsmóðir, f. í Reykjavík 9. september 1911, d. 24. september 2007. Albróðir Málhildar er Sigurður Ang- antýsson, f. 11. september 1940. Systkini sammæðra eru Svan- hildur Magnúsdóttir, f. 6. apríl 1933, Hilmar Magnússon, f. 10. október 1934, og Ólöf Magn- úsdóttir, f. 19. maí 1936, d. 2. jan- úar 2016. Málhildur giftist 4. október 1958 Sigurði Hallvarðssyni, f. 9. maí 1937, d. 9. nóvember 2006. Foreldrar hans voru Hallvarður Sigurðsson, verkamaður í Vestmannaeyjum, f. 14. maí 1902, d. 5. ágúst 1967, og Sigríð- ur Guðjónsdóttir, húsmóðir, f. 27. júlí 1910, d. 10. febrúar 1995. Börn Málhildar og Sigurðar eru: a) Angantýr, tæknifræðingur í Reykjavík, f. í Vestmannaeyjum sen. c) Elín Fríða, viðskiptafræð- ingur á Hvolsvelli, f. í Reykjavík 11. janúar 1966, gift Davíð Þór Óskarssyni, bifreiðastjóra, f. í Skipagerði í Landeyjum 4. sept- ember 1967. Börn þeirra eru: 1) Hildur Þóra Þorvaldsdóttir (fað- ir Þorvaldur Birgisson), f. 23. mars 1986, gift Geir Sigurðssyni Waage og eiga þau þrjú börn, Söru Jóhönnu (móðir Emilía Valdimarsdóttir), Elínu Fríðu og Sigurð Ingvar, 2) Óskar Þór (móðir Þorbjörg Pálsdóttir), f. 30. nóvember 1987, kvæntur Hafdísi Guðrúnu Benidikts- dóttur og eiga þau fjögur börn, Gabríel Snæ, Díönu Lóu, Sig- rúnu Björk og Karen Lind, og 3) Sigurjón Þór, f. 1. október 1995. Málhildur ólst upp í Reykjavík og lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Hún og Sigurður hófu sinn búskap í Vestmannaeyjum 1958 en flutt- ust svo til Reykjavíkur 1962. Mál- hildur lauk sjúkraliðaprófi frá St. Jósefsspítala 1972, starfaði lengst af sem sjúkraliði á Landa- koti. Hún tók virkan þátt í margskonar félagsstöfum, s.s. trúnaðarmaður sjúkraliða á Landakoti, í stjórn Sjúkraliða- félags Íslands og í ýmsum trún- aðarstöfum í þágu stéttar sinnar. Auk þess gegndi hún fjölmörg- um pólitískum trúnaðarstöfum sem fulltrúi launþega innan Sjálfstæðisflokksins, varaborg- arfulltrúi og í stjórn málfunda- félagsins Óðins. Útför Málhildar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 13. október 2017, og hefst athöfnin klukkan 11. 10. janúar 1959, kvæntur Erlu Björk Gunnarsdóttur, líf- eindafræðingi, f. í Reykjavík 29. ágúst 1960. Börn þeirra: 1) Heiða María, f. 7. september 1988, unnusti hennar er Jón Þór Skaftason og eiga þau tvö börn, Breka Stein og Heklu Brá, 2) Stefán Már, f. 12. mars 1991, unnusta hans er Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir og á hann einn son Aron Mána (móðir Dagný Margrét Gunnarsdóttir) og 3) Ágúst Hrafn, f. 19. mars 1998. b) Hallvarður, rafvirki í Noregi, f. í Reykjavík 11. september 1959, kvæntur Önnu Margréti Ingólfs- dóttur, fulltrúa, f. í Reykjavík 11. febrúar 1958. Börn þeirra eru: 1) Hreimur Örn (faðir Heimir Bergmann), f. 1. júlí 1978, giftur Þorbjörgu Sif Þorsteinsdóttur og eiga þrjú börn, Emblu Mar- gréti, Þorstein Heiðar og Kára Frey, 2) Sigurður, f. 7. desember 1982, giftur Ósk Hjartardóttur og eiga þau þrjú börn, Hjört Jó- hann, Jóhönnu Kristrúnu og Hallvarð Hinrik, 3) Inga Þóra, f. 6. september 1993, og á hún dótt- urina Johanne, og 4) Guðjón Heiðar, f. 11. apríl 1995, unnusta hans er Iromie Stephany Torger- Í dag kveðjum við frænku mína, Möllu. Malla var skemmtileg og að- sópsmikil kona. Ég á svo margar góðar minningar um hana, bæði frá uppvaxtarárum mínum og fullorðinsárum sem búsett í Nor- egi. Hvert sinn sem Malla kom til Noregs reyndum við að hittast og mér eru minnisstæðar skemmti- legar stundir á veitingahúsum í Ósló, matarboðum heima hjá okkur hjónum og núna síðast heimsóknir í frístundahús okkar í fjöllunum. Minningarnar eru margar og góðar, og það er gott að eiga þessar minningar þegar við kveðjum Möllu. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Kær kveðja, Dóra Soffía. Látin er á heimili sínu kær vin- kona Málhildur, sem var kölluð Malla af vinum og ættingjum. Við Malla höfum þekkst frá unglings- árunum. Hún átti heima í Miðstræti og ég í Þingholtsstræti þegar við vorum börn og unglingar. Geng- um saman í Miðbæjarskólann frá 12 ára aldri og þangað til leiðir skildu og ég fór í Verslunarskóla Íslands, en hún fór í landspróf í Austurbæjarskólanum. Við fór- um oft í sunnudagaskóla KFUK og stundum á kvöldsamkomur þar. Það voru mörg börn í miðbæ Reykjavíkur á uppvaxtarárum okkar. Leikir okkar fóru mest fram á götunni, sem var þá mal- argata. Þar voru stundaðir alls konar útileikir og nefni ég brennibolta, sem var vinsæll, en auðvitað voru leikirnir fleiri. Við fermdumst saman í Dómkirkj- unni í mjög stórum hópi. Dagur- inn var okkur eftirminnilegur. Það var mikill undirbúningur fyr- ir ferminguna. Við fermdumst í síðum hvítum kjólum með hvíta hanska og svo fengum við svo- kallaðan eftirfermingarkjól, skó, tösku og nýja kápu. Það var mik- ið umstang í kringum ferm- inguna, en veisluhöld voru ekki eins fyrirferðarmikil og í dag. Eftir ferminguna töldum við okkur vera orðnar fullorðnar og fórum að punta okkur og fara í göngutúra um miðbæinn og í bíó. Leiðir skildu þegar leið á ung- lingsárin, enda gengum við ekki í sama skólann. Hún fór til Sví- þjóðar og dvaldi um tíma þar og lærði síðan til sjúkraliða og starf- aði á Landakoti og Borgarspít- alanum. Hún giftist manni frá Vestmannaeyjum, Sigurði Hall- varðssyni, og eignuðust þau þrjú börn. Þau bjuggu fyrstu árin sín saman í Eyjum en fluttu svo upp á land og bjuggu lengst af á Bú- staðaveginum, en fluttu síðan upp í Grafarholt. Hún missti mann sinn fyrir nokkrum árum og var það henni mikið áfall. Hún var alltaf hress og kát. Um árabil tók hún þátt í félags- og stjórnmálum. Hún lá ekki á skoðunum sínum. Við vorum alltaf í sambandi þegar færi gafst og nú síðustu ár höfum við haft mikil samskipti og átt margar góðar stundir saman. Fórum saman á tónleika hjá Karlakór Reykjavíkur tvisvar á ári og nutum vel. Hún stóð fyrir þessu þar sem sonur hennar Angantýr er í kórnum. Að tón- leikum loknum fórum við alltaf út að borða. Nú í sumar fór hún ásamt dóttur sinni Elínu Fríðu til Portúgal og naut þess og hún var nýkomin heim frá Noregi, en annar sonur hennar Hallvarður býr þar ásamt fjölskyldu, einnig býr barnabarn hennar Hildur þar og dvaldi hún hjá henni, en þær voru mjög nánar. Henni voru börnin, barna- börnin og langömmubörnin ákaf- lega kær og hún naut þess að vera samvistum við þau og gladd- ist við hvern endurfund. Hún á þrjú eftirlifandi systk- ini, sem sjá nú á eftir systur sinni. Ég votta börnum, systkinum og fjölskyldum innilega samúð mína. Hennar verður sárt sakn- að. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Bjarnadóttir. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Það er komið að því að kveðja þig. Þér leiddist aldrei að ferðast, í júlí fórum við bara tvær til Beni- dorm, áttum saman yndislega viku. Fórum út að borða, skrupp- um í búðir og fórum á ströndina. Fyrir þremur vikum varst þú ný- komin úr þinni annarri ferð til Noregs á þessu ári. Þegar ég fór með þig út á flugvöll, sáum við að ferðataskan þín var orðin slitin og þú baðst mig um að kaupa nýja fyrir næstu ferð. Núna ertu farin í ferðalag sem krefst engrar ferðatösku, ég átti ekki von á því að þú færir í þetta ferðalag nærri því strax. Virðing og þakklæti eru þau orð sem koma fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Þú varst alltaf til staðar, þegar ég þurfti á þér að halda. Fyrir börnin mín hafðir þú alltaf tíma og skjól. Um leið og ég kveð þig, þakka ég þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, og vona að þú og pabbi sitjið nú saman og horfið út á sjóinn. Þín dóttir, Elín Fríða Sigurðardóttir. Málhildur Þóra Angantýsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.