Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Dælt hefur verið liðlega 2,6 milljón- um rúmmetra af sandi upp úr sjón- um í og við Landeyjahöfn frá því höfnin var tekin í notkun fyrir sjö ár- um, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Magnið samsvarar rúmmáli um 10 tónleikahúsa eins og Hörpunnar í Reykjavík. Unnið hefur verið að viðhalds- dýpkun í Landeyjahöfn frá því skömmu eftir að höfnin var tekin í notkun á árinu 2010. Tilgangurinnn er að tryggja að Vestmannaeyjaferj- an Herjólfur geti notað hana sem lengst. Það hefur ekki dugað til og hefur höfnin verið ófær fyrir skipið yfir háveturinn. Mestu dælt á árinu 2015 Mestum sandi var dælt á árunum 2015 og 2016 en þá var reynt að hreinsa frá hafnarmynninu til að auðvelda viðhaldsdýpkun. Þannig var 217 þúsund rúmmetrum dælt upp í október 2015 og 215 þúsund rúmmetrum í apríl 2016. Nýlega kom fram í Morgunblaðinu að kostn- aður við dýpkun, eftirlit og rann- sóknir sé orðinn um 2,4 milljónir króna frá upphafi. Dýpkunarskip hefur verið að störfum í höfninni undanfarna daga og heldur eitthvað áfram, eftir því sem veður leyfir. Breytingar undirbúnar Vegagerðin undirbýr að breyta hausum hafnargarðanna og koma þar fyrir búnaði til að dæla upp efni. Kemur það til viðbótar viðhalds- dýpkun með skipum. Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri sigl- ingasviðs Vegagerðarinnar, segir að tvennt vinnist með dýpkun frá garð- hausum, hægt verði að hreinsa betur frá görðunum en unnt er með skip- um og að hægt verði að dýpka í verri veðrum. Vegagerðin hefur fjárveitingar til að ráðast í þessar framkvæmdir. Stefnt er að því að breyta garðhaus- unum á næsta ári. Þess má geta að á næsta ári á að taka í notkun nýja Vestmannaeyja- ferju sem verður mun grunnristari en gamli Herjólfur og á sandburður því að valda minni truflum á ferðum hennar. Magnið á við tíu Hörpur  Dælt hefur verið 2,6 milljónum rúmmetra af sandi úr Landeyjahöfn  Dælubúnaði komið fyrir á garðhausum 413 537 638 225 270252 308 Dæling á sandi úr Landeyjahöfn Samtals frá 2011 2,6 milljónir rúmmetra *Janúar til september 625 500 375 250 125 0 þúsundir rúmmetra 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017* Morgunblaðið/RAX Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Ég er að koma hingað í þriðja sinn sem þátttakandi í Norðurslóða- ráðstefnunni (e. Arctic Circle),“ segir Ségolène Royal, fyrrverandi um- hverfis- og orkumálaráðherra Frakk- lands og fyrrum forsetaframbjóð- andi, við Morgunblaðið, en Royal varð fyrst kvenna til að komast í aðra umferð frönsku forsetakosninganna árið 2007 þar sem hún tapaði naum- lega fyrir Nicolas Sarkozy. Royal segist heilluð af Íslandi og frumkvæði Íslendinga í loftslags- málum, sem hún telur vera til fyrir- myndar. „Fyrst þegar ég sótti Norðurslóða- ráðstefnuna var ég forseti Cop21, en nú kem ég sem sendiherra Samein- uðu þjóðanna fyrir norðurpólinn og Suðurskautslandið enda sterk tengsl milli loftslagsmála og ástands pól- anna tveggja,“ segir hún og bendir á að hækki hitastig almennt um þrjár gráður þýði það sjö gráðu hækkun á pólunum. „Slík hækkun hitastigs hefur gífur- lega mikil áhrif á öll lönd í heiminum og með því að varpa ljósi á það sem er að gerast á norðurslóðum, þar sem áhrifanna gætir enn meira, getum við vonandi fengið lönd heimsins til að leggja harðar að sér í baráttunni við loftslagsvandann.“ Vill efla vísindasamstarf Vettvangurinn sem Norðurslóða- ráðstefnan hefur skapað er mikil- vægur, að sögn Royal, bæði fyrir þau lönd sem eiga fast sæti í Norður- skautsráðinu og áheyrnarríki á borð við Frakkland. „Þetta er góður vettvangur þar sem fulltrúar fjölda ríkja koma sam- an, ekki síst vísindamenn,“ segir Ro- yal og bendir á að vísindin þurfi að vera í forgrunni í allri umræðu um málefni norðurslóða. „Ég heimsótti, ásamt sendiherra Frakklands hér á Íslandi, Jöklasafnið og með í för voru bæði íslenskir og franskir vísindamenn. Það hefur ver- ið góð samvinna milli Íslands og Frakklands á sviði vísinda enda mik- ilvægur þáttur í samstarfi þjóðanna, en við þurfum að styrkja hann enn frekar, sérstaklega í loftslagsrann- sóknum,“ segir hún. Ólíkir heimar en sterk tengsl Þó töfrandi veröld norðurslóða kunni að þykja órafjarri í hugum Frakka og suðrænar strendur og gjöfular vínekrur Frakklands í hug- um Íslendinga minnir Royal á að tengsl landanna séu sterk og ekki nema þriggja tíma flug á milli okkar. „Vegalengdin kann að vera löng í huga fólks, en áhugi Frakka á Íslandi og norðurslóðum er mikill,“ segir hún og þakkar það m.a. íslenskum bók- menntum sem hún segir vinsælar í Frakklandi og að sjálfsögðu ævintýri Jules Verne um Leyndardóma Snæ- fellsjökuls, sem einnig hefur verið þýtt sem Ferðin að miðju jarðar á Ís- lensku en á frummáli nefnist Voyage au centre de la terre. „Jules Verne kom aldrei til Íslands en saga hans er þjóðþekkt í Frakk- landi og er hluti af áhuga okkar á norðurslóðum.“ Hefur trú á mannkyninu Þrátt fyrir að Bandaríkin, undir for- ustu Donald Trump, stefni út úr Par- ísarsamkomulaginu, þar sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, segist Royal horfa til þess sem vel er gert, ekki til þeirra sem rífi niður. „Ég er bjartsýn á framtíðina. Bar- áttan vinnst á vettvangi bæjar- og borgarstjórna, fyrirtækja og stofn- anna. Sífellt fleiri eru að átta sig á því hvað er í húfi og ég hef mikla trú á hæfileikum mannkynsins til að takast á við erfið verkefni og finna lausn á flóknum málum,“ segir Royal og bendir á Ísland sem dæmi um að stærðin skipti ekki máli heldur frum- kvæði og áhrif sem ríki geti haft. Norðurslóðir skipta Frakka máli  Ségolène Royal, fyrrverandi umhverfisráðherra Frakklands, telur Arctic Circle ráðstefnuna mikil- vægan vettvang um loftlagsmál  Telur að efla þurfi enn frekar vísindasamstarf Íslands og Frakklands Morgunblaðið/Hanna Umhverfismál Ségolène Royal er hér á landi vegna Arctic Circle, en hún segir mikilvægt að varpa ljósi á málefni norðurslóða enda hafi hækkandi hitastig vegna loftslagsbreytinga mikil áhrif á svæðin í kringum pólana tvo. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Fólk af 40 þjóðernum úr opinbera og einkageiranum sótti Rakarastofu- ráðstefnu í UN City í Kaupmanna- höfn í gær en fyrir henni stóð nor- ræna ráðherranefndin ásamt utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra setti ráðstefnuna sem hefur það að mark- miði að hvetja karla til þess að tala um jafnréttismál og koma þeirri hugsun á framfæri að jafnréttismál séu hags- munamál fyrir samfélagið í heild sinni. Fulltrúar frá stórfyrirtækjum á borð við IKEA og Volvo tóku til máls. Frá Íslandi hélt Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynningu um góðan árangur fyrir- tækisins í jafnréttismálum. Guðlaugur Þór segir aðrar þjóðir líta til Íslendinga þegar kemur að jafnréttismálum og að mikil eftir- spurn sé eftir framtaki á borð við Rakarastofuna sem er hluti af HeForShe-herferð UN Women. „Sumt höfum við Íslendingar gert vel. Jafnréttismálin eru án nokkurs vafa eitt af því,“ sagði Guðlaugur Þór við Morgunblaðið á ráðstefnunni. Dagfinn Høybråten, fram- kvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar, sagði að Íslendingar væru ekki enn orðnir heimsmeistarar í knattspyrnu, en þegar kæmi að jafn- réttismálum, þá tæki enginn þann titil af Íslendingum. „Þetta snýst um það í mínum huga að allir einstaklingar fái að njóta sín, óháð því hvers kyns þeir eru,“ sagði Guðlaugur Þór. Heimsmeistar- ar í jafnrétti  Allir fái að njóta sín, segir ráðherra Morgunblaðið/Pétur Hreinsson Jafnrétti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra setti ráðstefnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.