Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í litum, sýning á verkum myndlist- armannsins Þórs Vigfússonar, verð- ur opnuð í Gallery GAMMA í dag kl. 17 og er hún yfirlitssýning eins og margar aðrar sem haldnar hafa ver- ið í galleríinu. „Þór er einn af þeim listamönnum sem koma í kjölfarið á SÚM- hópnum, á þeim tíma þegar allt var að opnast í vestrænni myndlist,“ segir Jón Proppé, annar af tveimur sýningarstjórum sýningarinnar, en hinn er Ari Alexander Ergis Magn- ússon. „Það voru alls konar hug- myndir í gangi og Þór er svolítið sér- stakur að því leyti að hann tekur þessa þrengstu mínimalísku línu, ef svo má segja, að sjá hvað hann kæm- ist upp með að gera lítið, eins og hann hefur orðað það sjálfur, en samt þannig að úr yrði myndlist. Og það er eiginlega sú lína sem hann hefur verið að fylgja æ síðan. Hann hefur haldið ótal sýningar, bæði einka- og samsýningar og alltaf ein- beitt sér að þessu. Hann vinnur með liti og form og svo efni og það eru sérstaklega verk hans í gler sem hafa vakið hvað mesta athygli. Hann byrjaði á því að mála með vatnslitum aftan á glerplötur og hefur síðan beitt líka flóknari aðferðum. En niðurstaðan fyrir okkur sem horfum framan á glerið er kannski svolítið svipuð, við sjáum djúpan lit og oft pínulítið eins og reykmettaðan í glerinu og svo sjáum við auðvitað okkur sjálf og umhverfið á bakvið okkur í sýningarsalnum. Við verðum hluti af verkinu og það má segja að það sé svolítið eðli þessarar mínimal- ísku myndlistar sem Þór stendur fyrir – og hann er einn af helstu boð- berum þessarar hugmyndafræði í ís- lenskri myndlist – að við stöndum frammi fyrir einhverju sem er svo einfalt og tært að okkur finnst eins og við hefðum getað gert það sjálf en um leið getur einfaldleikinn gripið okkar hugsun og athygli og gert rýmið í kringum okkur á einhvern hátt aðeins magískara. Þetta er kjarninn,“ segir Jón. Ljóðræn taug „Elsta verkið er frá 1979, nokkrir kubbar á vegg málaðir í frumlitum og einföldustu litum og snúið þannig að úr verður athyglisverð heild og það má raða þeim upp aftur og aftur, horfa á þá frá ýmsum sjónarhornum. Þetta eru einföldustu frumtæki myndlistarinnar en samt sem áður tekst honum að gera einhverja töfra úr þeim og þetta er það sem þessi sýning gengur í raun út á, töfra hins einfalda og Þór hefur ræktað þetta í næstum 50 ár á sinn ljóðræna hátt,“ segir Jón. Íslenskur mínimalismi sé frábrugðinn mínimalisma í Banda- ríkjunum og víðar að því leyti að í honum megi greina ljóðræna taug. „Það er einhvern veginn eins og við losnum aldrei við hana, sama hvað við reynum að gera.“ Í GAMMA Þór við eitt verka sinna á sýningunni í Gallery GAMMA sem er að Garðastræti 37 í Reykjavík. Töfrar hins einfalda  Yfirlitssýning á verkum Þórs Vigfússonar verður opnuð í Gallery GAMMA í dag  Ljóðrænn og tær mínimalismi Á morgun verður opnuð í sýning- arsölum Charlottenborgar við Ný- höfnina í Kaupmannahöfn vegleg sýning á verkum Yoko Ono. Verk listakonunnar, sem er heiðursborg- ari Reykjavíkur, munu þó ekki bara vera sýnileg þar næstu mánuði heldur má segja að Yoko leggi Dan- mörku undir sig á næstunni. Verk eftir hana munu hljóma í útvarpi, sjást í dagblöðum, á auglýsingum í verslunum og á auglýsingaskiltum og stætóskýlum út um landið, og þá verða þau einnig gefin út á frí- merkjum. Sýningin nefnist Yoko Ono Transmission og sýningarstjóri er Jon Hendricks sem hefur um langt árabil unnið með Yoko og meðal annars sett upp sýningar með verk- um listakonunnar hér á landi. Sýnd á 900 rútuskýlum Um yfirlitssýningu er að ræða og getur að líta úrval verka allt síðan snemma á sjöunda áratugnum er þau vöktu fyrst athygli þegar Yoko Ono starfaði og sýndi í tengslum við Fluxus-listhreyfinguna. Sérstök áhersla er þó á verk sem hún hefur unnið sérstaklega fyrir fjölmiðla og fyrir útgáfu, þar á meðal dagblöð og bækur. Í tilkynningu frá Charlottenborg segir að ljósi verði varpað á prent- verk listakonunnar í sem víðustum skilningi, og hvernig hún hafi öðl- ast útbreiðslu fyrir verkin „allt frá lágværu hvísli að útbreiðslu í fjöl- miðlum“. Í því ljósi hafi verið mik- ilvægt fyrir listakonuna og Char- lottenborg að útvíkka sýningar- salina og færa úrval verka út meðal fólksins. Meðal annars verða sett upp um 900 veggspjöld á rútuskýli út um Danmörku en á þeim verða orðin „DREEM,“ „FEEL,“ „FLY“ og „Open Window“. Í útvarpsauglýs- ingum verða lesin fyrirmælaverk úr bókinni Grapafruit og þá gefur PostNord út yfir hálfa milljón frí- merkja með verkum Yoko. Verk Yoko Ono víða í Danmörku Morgunblaðið/Ómar Listakonan Yoko Ono og verk hennar munu sjást og heyrast víða. Listahátíðin Sequences stendur að opnum áheyrnarprufum í menning- arhúsinu Mengi á morgun frá kl. 16 og er markmiðið að finna nýjustu stjörnu Íslands sem mun taka þátt í verki bresku listakonunnar Cally Spooner. Hún mun svo stofna popp- hljómsveit til að flytja lag samið fyrir verkið „On False Tears and Outsourcing“ sem í tilkynningu er sagt sérhannað til vinsælda. Í verki Spooner á Sequences sit- ur hún með dómnefnd og fylgist með þátttakendum í áheyrnar- prufum en úr þeim hópi verða vald- ir einn eða fleiri einstaklingar til að flytja lagið „NAH NAH NAH!“ en það er samið af alþjóðlegum hópi tónlistarmanna og framleiðenda með það að markmiði að ná efstu sætum franskra vinsældalista á næsta ári. „NAH NAH NAH!“ er tilvonandi smellur sem bíður réttra flytjenda til að gera lagið vinsælt og er öllum frjálst að sýna dómnefndinni hæfileika sína í Mengi, eins og segir í tilkynn- ingu. Annað kvöld kl. 20 fer fram úrslitavið- ureign og kemur þá fram hverjir verða popp- stjörnur hljómsveitarinnar False Tears og flytjendur lagsins „NAH NAH NAH!“ Dómnefndina skipa Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Unnsteinn Manúel Stefánsson tón- listarmaður, Erna Ómarsdóttir, list- rænn stjórnandi Íslenska dans- flokksins, GoGo Starr dragdrottn- ing og Oliver Basciano, blaðamaður ArtReview. Allir eru velkomnir, bæði þátttak- endur og gestir. Mengi er í Óðins- götu 2. Poppstjörnuleit í Mengi Cally Spooner SÝND KL. 6, 9.10SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 10SÝND KL. 4, 6, 8SÝND KL. 3.50, 5.50 SÝND KL. 3.50 Miðasala og nánari upplýsingar 5%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.