Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 1
MÁTTURINN EÐA DÝRÐIN » 16-19 Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Ekkert liggur „rosalega á“ að byggja fyrirhugaða Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár, að mati odd- vita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stefnt var að því að hefja útboðs- ferli á þessu ári og framkvæmdir fljótlega eftir það. Að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkj- unar, er enn útlit fyrir að Hvamms- virkjun verði næsta virkjun fyrir- tækisins „en það er ekki þannig að þetta sé alveg að bresta á“. Ekki sé búið að taka ákvörðun um nákvæm- lega hvenær ráðist yrði í byggingu hennar og „ljóst er að ekki verður farið í framkvæmdir á næsta ári“. Engar tekjur – engin störf Áhrifasvæði Hvammsvirkjunar yrði í tveimur sveitarfélögum; Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi ytra. „Við lítum á þetta sem fórn. Það er alveg klárt mál,“ segir Björgvin Skafti Bjarna- son oddviti, spurður hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ætti að samþykkja Hvammsvirkjun sem myndi engin störf skapa í hreppn- um og engar beinar tekjur. Hann segir að ákvörðunin þurfi að byggj- ast á þjóðhagslegri hagkvæmni. „Ef það er þörf á virkjun þá virkjum við, ef það er ekki þörf þá virkjum við ekki. Svo er það matsatriði hvað er þörf.“ Hann segir fyrir sitt leyti að lík- ur séu á að Hvammsvirkjun verði byggð einhvern daginn „en við hljótum að gera þá kröfu að raf- magnið sé notað í eitthvað sem fari á okkar svæði, að minnsta kosti að hluta, og að starfsemin sé sjálfbær, umhverfisvæn og þjóðhagslega hag- kvæm“. Landsvirkjun er nú í fyrsta sinn með tvær virkjanir í byggingu í einu; Þeistareyki og Búrfell II. „Þarf að reisa Hvammsvirkjun? Einhvers staðar verðum við að draga mörkin,“ segir Anna Sigríður Valdimarsdóttir, íbúi á Stóra-Núpi við Þjórsá. Með inntakslóni Hvammsvirkjunar færu flúðir og hólmar á kaf og árniðurinn við heimili Önnu myndi hljóðna. Í nýlegri þingsályktunartillögu rammaáætlunar er lagt til að tvær virkjanir til viðbótar í neðanverðri Þjórsá fari í orkunýtingarflokk; Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Mikil andstaða var við þessa virkj- anaþrennu fyrir nokkrum árum. Liggur „ekkert rosa- lega á“ Hvammsvirkjun  Heimamenn gera kröfu um að rafmagnið fari í umhverfisvæna starfsemi Morgunblaðið/Golli Sveitalíf Edda Pálsdóttir læknir segir að Hvammsvirkjun myndi sennilega breyta áformum hennar um að setjast að á jörðinni Hamarsheiði við Þjórsá. F Ö S T U D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  241. tölublað  105. árgangur  „Það sem hingað til hefur staðið ferðaþjónustu á norðurslóðum fyrir þrifum er skortur á innviðum en til þess að laða hinn hefð- bundna ferðamann að þurfa nútímainnviðir að vera til staðar. Þá er ég að tala um öflugt rafkerfi, aðgang að háhraða fjar- skiptaneti og síðast en ekki síst þurfa samgöngur að vera í lagi; ferðamenn þurfa að geta komist flug- eða sjóleiðis til norð- urslóða og geta ferðast á milli staða.“ Þetta segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, í blaðauka um norðurslóðir sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Í blaðinu er einnig rætt við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect og grænlenska hagfræðinginn Svend Hard- enberg, sem eru með Heiðari á myndinni, og ýmsa fleiri. Skortur á innviðum háir ferðaþjónustu á norðurslóðum Morgunblaðið/RAX Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið ákveðinn styrkleiki Bjartrar framtíðar að flokkurinn hefur verið tilbúinn til þess að axla ábyrgð á erfiðum verk- efnum og málaflokkum. „Við höfum verið tilbúin til þess að stökkva í djúpu laugina og leggjum mikið upp úr því. Kannski þess vegna höf- um við sveiflast fram og til baka í skoðanakönnunum og höfum lært að taka því með hæfilegri auðmýkt og ró,“ segir Óttarr í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir að íslensk stjórnmál snúist of oft um einstök mál eða persónur og vill að málin séu hugs- uð til lengri tíma. Þá segir Óttarr að stjórnarslitin endurspegli kannski helst þann mun sem hafi verið á flokkunum sem mynduðu síðustu ríkisstjórn. »11 Vilja axla ábyrgð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðtal Óttarr Proppé formaður BF. SAMDI TEXTANA Í FUGLAKABAR- ETTINUM LISTAMENN SJÖ LANDA SENDIHERRA SÞ FYRIR NORÐURPÓLINN HAFNARHÚSIÐ 38 SÉGOLÈNE ROYAL 10HJÖRLEIFUR HJARTARSON 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.