Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í einu verka sýningarinnar Stór- Ísland, sem verður opnuð í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í kvöld klukkan 20, má sjá hvar lista- konan Anna Hallin er komin með tröllvaxna uppblásna mynd af Ís- landi í fangið og glímir við að ná jafnvægi. Líta má á glímuna í mynd- bandsverkinu sem tákn fyrir við- fangsefni sýningarinnar þar sem getur að líta verk sjö listamanna sem eiga það sameiginlegt að hafa fæðst utan Íslands en hafa gert landið að heimili sínu. Og eru öll virkir þátt- takendur í íslensku listalífi, hafa auðgað það hver með sínum hætti, og á sínum forsendum, og auka á fjölbreytileikann eins og glögglega kemur í ljós við að skoða marg- breytileg og forvitnileg myndverkin. Listamennirnir sjö eru Anna Hall- in, Claudia Hausfeld, Jeanette Cas- tioni, Joris Rademaker, Rebecca Er- in Moran, Sari Cedergren og Theresa Himmer. Þau eru frá Sví- þjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Dan- mörku og hafa sett í sýningarsalina ljósmynda- og myndbandsverk, skúlptúra, teikningar og innsetn- ingar. Sýningarstjórinn, Yean Fee Quay, á sjálf rætur í Singapúr en stafar sem verkefnastjóri sýninga við Listasafn Reykjavíkur. Bakgrunnurinn hefur áhrif Listafólkið fékk frjálsar hendur við val á verkum á sýninguna og í til- kynningu frá safninu segir að áhrifin geti verið „í líkingu við að heyra nokkur móðurmál töluð í einu“. Í samtali við sýningarstjórann Fee kemur fram að hugmyndin um að setja upp sýningu með þátttöku listamanna sem séu fæddir í öðru landi en hafi sest að á Íslandi hafi fyrst kviknað fyrir rúmum áratug. „Oft er verið að setja saman sýn- ingar með íslenskum listamönnum sem settar eru upp erlendis og eiga að standa fyrir íslenska myndlist en okkur fannst ekki síður áhugavert að setja saman sýningu sem þessa enda eru margir listamenn hér á landi af erlendum uppruna,“ segir Fee og bætir við að sýninguna megi líta á sem lítið dæmi um það hvað listamenn fæddir í öðrum löndum skapa hér. „Í ferlinu, við að ræða við þessa listamenn og skoða hvað þeir hafa verið að fást við, þá fann ég líka að verkin þeirra eru að mörgu leyti sér- stök hér í samhengi íslenskrar myndlistar.“ – Hvernig? „Hér er gott dæmi,“ svarar Fee brosandi og bendir á verk eftir Joris við hlið okkar. „Ég gat til dæmis ekki fundið verk eftir annan íslensk- an listamann sem gerir verk úr tann- stönglum.“ Á einum veggnum er röð lágmynda þar sem Joris hefur skap- að ýmiskonar form úr þeim aðgengi- lega en jafnframt óvænta efnivið. „Joris notar semsagt tilbúna hluti í sín verk og það gera margir fleiri en það hvernig hann hugsar um það greinir hann frá öðrum,“ bætir Fee við. „Bakgrunnur allra listamannanna hefur áhrif á verkin og kemur inn í þau á einhvern hátt og það finnst mér áhugavert. Annað dæmi um það er hvernig Anna Hallin hefur unnið úr sinni menntun í leirlist og tekið það inn í aðra miðla eins og vídeó- verk. Og Jeanette notar rannsókn- araðferð sem hún beitir í sinni list- sköpun til að leita, ekki að einhverju sem tengist Ítalíu þótt hún sé ættuð þaðan, heldur oftast að einhverju sem tengist Íslandi. Theresa er dönsk, lærði myndlist í New York og hefur lesið mikið ensk- ar bókmenntir. Hún er líka með rannsóknaraðferð og notar til að mynda sögu eftir John Cheever, Sundmanninn, og kvikmyndahandrit eftir bókinni. Hún fékk svo íslenska leikara til að leika upp úr því á ís- lensku. Ég hef ekki séð neinn mynd- listarmann sem fæddur er á Íslandi skapa verk á sama hátt og þau.“ – Þeir sem flytja til annars lands bera með sér eitthvað nýtt sem bæt- ist við menninguna sem er þar fyrir. Sjáum við það og finnum fyrir því? „Já, hiklaust,“ svarar Fee. „Upp- haflega hugmyndin að sýningunni var einföld, að sýna verk listamanna sem fæddust í öðrum löndum, en já, það gladdi mig að sjá þegar verkin komu hér saman að þau sýna hverju listamennirnir bæta við myndlist- arlífið. Og þau eru á engan hátt út- undan hér á landi heldur hafa öll fengið viðurkenningu og njóta virð- ingar fyrir störf sín.“ Heillandi og flókið á sama tíma Nokkrir listamannanna unnu að uppsetningu verka sinna sinna þeg- ar blaðamaður leit inn í gær. Fyrir sýninguna hefur Anna Hallin meðal annars valið hluta af myndbands- verki sem þær Olga Bergmann sýndu á sínum tíma í Listasafni Ís- lands, þar sem hún sést glíma við uppblásið Ísland. „Mér fannst það passa svo vel inn á þessa sýningu,“ segir hún. „Það er vitaskuld allt annað að velja að flytja frá einu landi til annars eða vera þvingaður til þess, en maður fær alltaf eitthvað nýtt í fangið sem þarf að meðhöndla og kynnast. Það eru margar hliðar á því að skipta um heimaland, það er heillandi og flókið á sama tíma.“ Annað verk Önnu er úr leir og sýnir nokkrar samfastar fígúrur, sumar með andlit á óvenjulegum stöðum og aðrar andlitslausar. „Nú er maður svolítið upptekinn af kosn- ingunum sem eru að skella strax aft- ur á okkur og því hvernig menn haga sér í hóp. Nú hefur stór hluti Íslend- inga líka reynslu af því að búa í öðr- um löndum og þekkja að maður breytist að einhverju leyti en er um leið sá sami,“ segir hún um verkið. Fjalla um innflytjendur Jeanette sýnir tvö verk. Annað frá 2004 þegar hún var í námi í Bret- landi og vann rannsóknarverkefni Að mörgu leyti sérstök  Sjö listamenn sem eru fæddir í öðrum löndum en búa nú á Íslandi eiga verk á sýningunni Stór-Ísland í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi  „Eru á engan hátt útundan hér á landi“ Morgunblaðið/Einar Falur Stórt Ísland Í myndbandsverki glímir Anna Hallin við landið. Fjölbreytileiki Nokkrir listamannanna með sýningarstjóranum: Anna Hallin, Claudia Hausfeld, Rebecca Erin Moran, Yean Fee Quay og Jeanette Castioni. Einnig sýna Joris Rademaker, Sari Cedergren og Theresa Himmer. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við höfum verið að flytja tangólög eft- ir Piazzolla og argentíska tónlist á ýmsum tónleikum síðustu mánuði við afskaplega góðar viðtökur Íslendinga. Það var draumur hjá mér að halda tónleika í stærri sal og fara eins langt og hægt væri í einhvers konar svið- setningu tónlistarinnar,“ segir Svan- laug Jóhannsdóttir söngkona sem kemur fram á Tíbrártónleikum í Saln- um í kvöld kl. 20. Með henni leika Agn- ar Már Magnússon á píanó, Matthías Stefánsson á fiðlu, Matti Kallio á harmonikku, Gunnar Hilmarsson á gítar og Gunnar Hrafnsson á kontra- bassa. Dansarar frá Tangófélaginu taka sporið úr smiðju Tinnu Ágústs- dóttur ásamt Jóhannesi Agnari Krist- inssyni og sérstakur gestasöngvari er Margrét Pálmadóttir söngkona. „Við erum í gegnum tónlistina að vinna með sterkar grunntilfinningar. Ýkt sorg, ást og drama eru aðalsmerki tangósins þar sem dalirnir eru djúpir, topparnir ýktari og gleðin glansar. Þarna gefst tækifæri til að gleyma sér um stund, opna hugann fyrir mögu- leikum og hugsa um orð, atburði og upplifanir frá nýju sjónarhorni,“ segir Svanlaug og bendir á að hún sé vegna mikillar tjáningar sinnar á tónleikum iðulega spurð hvort hún sé leiklistar- menntuð. „Ég er það ekki, en elska leikhúsið og setti einu sinni upp söngleik í sam- starfi við Íslensku óperuna og fékk tækifæri til að starfa sem aðstoðarleik- stjóri á West End. Á þeim tíma hélt ég að það væri nóg fyrir mig að starfa í leikhúsinu að tjaldabaki, en fann síðan fljótt að ég vildi líka standa á sviðinu og gefa af mér til áhorfenda.“ Í læri hjá flottum kennurum Spurð hvernig áhugi hennar á tangónum hafi kviknað rifjar Svanlaug upp að hún hafi sótt tveggja daga námskeið hjá Olivier Manoury fyrir sjö árum. „Hann kynnti mig fyrir Piazzolla og þá áttaði ég mig á því að ég væri komin heim tónlistarlega séð og yrði að skoða þessa tónlist betur,“ segir Svanlaug og rifjar upp að hún hafi á þeim tíma verið komin níu mán- uði á leið. Þegar dóttir Svanlaugar var sex mánaða hélt hún ásamt eiginmanni til Argentínu og sótti um nokkurt skeið söngtíma hjá Pablito Martin, Maríu Graña og Lauru Gonzalez, dótt- ur Juliu Zenko. „Ég var svo heppin að fá að læra hjá Töfrandi tangó  Svanlaug Jóhannsdóttir kemur fram á Tíbrártónleikum í Salnum í kvöld Hleðslutæki Hleðslutæki Starttæki Nevada 14 Alpine 18 Boost Drive 9000 12V, 9A 12/24V, 9/5A 12V, 9000mAh TW 807025 TW 807025 TW 807025 9.900 kr. 13.990 kr. 17.490 kr. Verkfærasalan Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilinn er réttur til breytinga. Tilboð gildir til 30.nóvember 2017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.