Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Hvíta ekkjan látin 2. Viðbúnaður vegna elds … 3. Lætur lögmennina um … 4. Strætó vissi ekki af nýju hringtorgi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Menningarhátíð Seltjarnarness hófst í gær og verður mikið um að vera á nesinu í dag og á morgun. Í dag munu leikskólabörn syngja á Eið- istorgi kl. 15 og á morgun kl. 21 halda Pétur Ben og Lay Low tónleika í fé- lagsheimili bæjarins og verður það í fyrsta sinn sem þau koma saman á sviði. Pétur Ben og Lay Low halda tónleika  Myndlistar- tvíæringurinn Se- quences stendur nú sem hæst og í dag verður boðið upp á vídeó- dagskrá frá kl. 17.30 til 20.30 í Slippbíói á Hótel Marina, Mýrar- götu 2, þar sem sýnd verða verk nokkurra þeirra listamanna sem taka þátt í hátíðinni. Sýningarstjóri hátíð- arinnar er Margot Norton. Vídeódagskrá í Slipp- bíói á Hótel Marina  20 ár eru liðin í dag frá útgáfu barnaplötunnar Abbababb! með Dr. Gunna og vinum hans og af því tilefni fer fram afhending gullplötu í plötu- búðinni Smekkleysu á Laugavegi í dag þar sem yfir 5.000 ein- tök hafa verið seld af plötunni. Viðburð- urinn hefst kl. 16 og verða m.a. leikin nokkur lög af plöt- unni. Gullplata afhent á 20 ára útgáfuafmæli Á laugardag Vestan og norðvestan 8-18 m/s, hvassast við N- ströndina. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjart með köflum sunnantil. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Suðausturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðvestan 10-20 og talsverð rigning N-lands, en úrkomulítið syðra. Áfram hvassast á Vest- fjörðum, 13-23 í kvöld, hvassast á Ströndum. Hiti víða 3 til 10 stig. VEÐUR Gianni Infantino, forseti Al- þjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, segir við Morgunblaðið að hann sé fullur tilhlökkunar að sjá ís- lenska landsliðið og ís- lensku stuðningsmennina á HM í Rússlandi næsta sumar. Hann hefur hrif- ist af ástríðu Íslendinga til fótboltans og segir íslenska fótboltaævintýrið vera fal- lega staðreynd. » 1 Forseti FIFA hrífst af Íslendingum Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari tilkynnti liðsval sitt í gær fyrir leikina mikilvægu gegn Þýskalandi og Tékk- landi í undankeppni HM. Hann hélt sig svo að segja við sama hóp og vann Færeyjar 8:0 í fyrsta leik undan- keppninnar. Allir 18 leikmennirnir sem voru í hópnum í þeim leik eru í 20 manna hópn- um sem Freyr valdi nú. »1 Litlar breytingar eftir sigurinn gegn Færeyjum Ekki vantaði spennuna þegar Reykja- víkurliðin Valur og ÍR tókust á í Olís- deild karla í handbolta á Hlíðarenda í gærkvöld. Valsmenn skoruðu skraut- legt sigurmark á lokasekúndum leiksins og tryggðu sér þannig eins marks sigur, 24:23. Íslandsmeist- ararnir í Val hafa unnið fyrstu fimm leiki sína í deildinni, rétt eins og FH- ingar hafa gert. »4 Skrautlegt sigurmark Valsmanna gegn ÍR ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Loftslagsbreytingar og hærra hita- stig valda því að undanhald þessara stærstu jökla heimsins er hraðara nú en nokkru sinni fyrr. Í rauninni er allt að breytast á Grænlandi og því blasa þar við ótrúleg myndefni,“ segir Ás- geir Pétursson, en hann heldur í tengslum við Arctic Circle, sem hefst í Hörpu í dag, ljósmyndasýningu sem ber yfirskriftina Icescapes. Myndir á sýningunni sem eru 20 og allar í stærra lagi sýna jökla sem eru að hopa, ísjaka sem falla úr ísveggn- um í sjó og loftsýn af jöklinum við Ilulissat á vesturströnd Grænlands. Þá eru einnig abstraktmyndir af ís, hvar greina má með ímyndunarafli allskonar forynjur, hallir, mannverur og merki. Hæfir hvergi betur Það var Sigríður Blöndal, sem er framkvæmdastjóri Norðurslóða- ráðstefnunnar, sem bauð Ásgeiri að halda sýninguna þar. Tækifærið segir hann einstakt og hvergi hæfi betur að sýna myndir af grænlenskum jöklum en einmitt á Arctic Circle. Ásgeir, sem er nemi á öðru ári í Ljósmyndaskólanum, hefur dvalist mikið á Grænlandi síðastliðin fjögur ár. Þar búa foreldrar hans, þau Jó- hanna Gunnarsdóttir og Pétur Ás- geirsson sem er aðalræðismaður Ís- lands í Nuuk. Pétur hefur beitt sér fyrir auknum menningartengslum milli Grænlands og Íslands með gagnkvæmum heimsóknum og ýms- um viðburðum. Og saman hafa feðg- arnir ferðast um Grænland, siglt meðfram ströndum þar sem jökl- arnir, sem sífellt gefa eftir, blasa við. „Ég hef unnið að þessu Græn- landsverkefni frá 2014 og tekið þetta stíft síðastliðna þrettán mánuði. Ég hef eytt miklum tíma í ísfirðinum við Nuuk og tekið loftmyndir við Ilul- issat. Svo hafa ferðir okkar feðga ver- ið einstakar. Í fyrra fórum við í tólf daga ferð á sportbát frá Nuuk norður til bæjarins Uummannaq sem er um 450 km norðan við heimskautsbaug. Áður höfðum við svo siglt til Nanorta- lik sem er nærri suðurodda Græn- lands,“ segir Ásgeir og heldur áfram: Í tengslum við náttúruna „Það er áhugavert að hlusta á frá- sagnir Grænlendinga sjálfra um breytingar á náttúrunni, sem þeir eru í sterkum tengslum við. Samgöngur á ís eru að breytast, fæðuöflun dýra breytist, sjómenn þurfa að róa á ný mið og ísbreiðan á sunnanverðum Grænlandsjökli þynnist hratt. Um- skiptin eru mikil og þeim ætla ég að fylgjast með og mynda. Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að loftslagsbreytingar og áhrif þeirra séu til staðar – myndirnar af jöklum tala sínu máli.“ Myndefnin eru á Grænlandi  Ásgeir sýnir á Arctic Circle Morgunblaðið/Golli Sýning Umskiptin eru mikil og þeim ætla ég að fylgjast með, segir Ásgeir Pétursson um Grænlandsverkefni sitt. Nú fyrir jólin kemur út bókin Á norðurslóð – ferðasaga frá Græn- landi eftir feðgana Ásgeir Pét- ursson og Pétur Ásgeirsson. Bók- in er 250 blaðsíður með 100 ljósmyndum eftir Ásgeir. Hryggj- arstykkið í bókinni eru frásagnir úr siglingum þeirra feðga með vesturströnd Grænlands, við hin bestu skilyrði í sumarblíðu. En granninn í vestri á sér þó fleiri svipi, svo sem á öðrum árstím- um, eins og segir frá í texta bók- arinnar sem Pétur skrifar. Þar greinir hann einnig frá ýmsu því sem hann hefur kynnst sem að- alræðismaður Íslands í Nuuk frá 2013 og landnemi ís- lensku utanríkisþjónustunnar á Grænlandi. Ferðasögur af norðurslóðum BÓK EFTIR FEÐGANA ER VÆNTANLEG FYRIR JÓLIN Pétur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.